Skortur á raunhæfum lausnum olli vonbrigðum Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2015 19:20 Sigmundur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, segir að skortur á raunhæfum lausnum á flóttamannavandanum, eins og hann er núna, hafi ollið vonbrigðum. Sigmundur tók þátt í leiðtogafundi í Valletta á Möltu þar sem um 60 leiðtogar Evrópu- og Afríkuríkja ræddu um flóttamannavandann. Fundinum lauk í dag og Sigmundur segir vandann gríðarlegan. „Fátt bendir til að lát verði á þessu ástandi, nokkur þeirra ríkja sem undir hvað mestum þunga eru hafa brugðið á það ráð að taka upp landamæraeftirlit að nýju þrátt fyrir aðild að Schengen. Því olli það vissum vonbrigðum að ekki hafi komið fram á fundinum meira af raunhæfum lausnum á vandanum eins og hann er núna, þó að margar ágætar tillögur hafi komið þar fram um hvernig stemma megi stigu við vandanum til framtíðar,“ segir Sigmundur í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Sigmundur ávarpaði fundinn og lagði hann áherslu á nauðsyn þess að ræða til hlítar rót vandans. Meðal annars þær aðstæður innan upprunalands sem hvetja til fólksflutninga, aðdráttarafl áfangastaðar og að hjálpa þeim sem mest þurfa á því að halda. Þar að auki sagði hann nauðsynlegt að ríki sendi frá sér rétt skilaboð, en hann væri ekki viss um að það hefði alltaf verið gert. Auk þess vakti Sigmundur athygli á mikilvægi uppbyggingar verkefna á sviði hreinnar orku og jarðvarma. Það gæti byggt undir efnahagslega þróun og sjálfbærni Afríkuríkja. Hann benti á að Íslendingar tækju þegar þátt í slíkum verkefnum. Samkvæmt tilkynningunni var fjallað um ýmsar hliðar og áskoranir sem fylgi fólksflutningum. Meðal annars bæði efnahagslegar og pólitískar. „Fjallað var um nauðsyn þess að takast á við rót vandans og rætt um nauðsyn þess að greina á milli þeirra er þurfa alþjóðlega vernd og þeirra sem þurfa hana ekki og að berjast af auknum þunga gegn smygli, misneytingu og mansali.“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, segir að skortur á raunhæfum lausnum á flóttamannavandanum, eins og hann er núna, hafi ollið vonbrigðum. Sigmundur tók þátt í leiðtogafundi í Valletta á Möltu þar sem um 60 leiðtogar Evrópu- og Afríkuríkja ræddu um flóttamannavandann. Fundinum lauk í dag og Sigmundur segir vandann gríðarlegan. „Fátt bendir til að lát verði á þessu ástandi, nokkur þeirra ríkja sem undir hvað mestum þunga eru hafa brugðið á það ráð að taka upp landamæraeftirlit að nýju þrátt fyrir aðild að Schengen. Því olli það vissum vonbrigðum að ekki hafi komið fram á fundinum meira af raunhæfum lausnum á vandanum eins og hann er núna, þó að margar ágætar tillögur hafi komið þar fram um hvernig stemma megi stigu við vandanum til framtíðar,“ segir Sigmundur í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Sigmundur ávarpaði fundinn og lagði hann áherslu á nauðsyn þess að ræða til hlítar rót vandans. Meðal annars þær aðstæður innan upprunalands sem hvetja til fólksflutninga, aðdráttarafl áfangastaðar og að hjálpa þeim sem mest þurfa á því að halda. Þar að auki sagði hann nauðsynlegt að ríki sendi frá sér rétt skilaboð, en hann væri ekki viss um að það hefði alltaf verið gert. Auk þess vakti Sigmundur athygli á mikilvægi uppbyggingar verkefna á sviði hreinnar orku og jarðvarma. Það gæti byggt undir efnahagslega þróun og sjálfbærni Afríkuríkja. Hann benti á að Íslendingar tækju þegar þátt í slíkum verkefnum. Samkvæmt tilkynningunni var fjallað um ýmsar hliðar og áskoranir sem fylgi fólksflutningum. Meðal annars bæði efnahagslegar og pólitískar. „Fjallað var um nauðsyn þess að takast á við rót vandans og rætt um nauðsyn þess að greina á milli þeirra er þurfa alþjóðlega vernd og þeirra sem þurfa hana ekki og að berjast af auknum þunga gegn smygli, misneytingu og mansali.“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira