Skortur á raunhæfum lausnum olli vonbrigðum Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2015 19:20 Sigmundur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, segir að skortur á raunhæfum lausnum á flóttamannavandanum, eins og hann er núna, hafi ollið vonbrigðum. Sigmundur tók þátt í leiðtogafundi í Valletta á Möltu þar sem um 60 leiðtogar Evrópu- og Afríkuríkja ræddu um flóttamannavandann. Fundinum lauk í dag og Sigmundur segir vandann gríðarlegan. „Fátt bendir til að lát verði á þessu ástandi, nokkur þeirra ríkja sem undir hvað mestum þunga eru hafa brugðið á það ráð að taka upp landamæraeftirlit að nýju þrátt fyrir aðild að Schengen. Því olli það vissum vonbrigðum að ekki hafi komið fram á fundinum meira af raunhæfum lausnum á vandanum eins og hann er núna, þó að margar ágætar tillögur hafi komið þar fram um hvernig stemma megi stigu við vandanum til framtíðar,“ segir Sigmundur í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Sigmundur ávarpaði fundinn og lagði hann áherslu á nauðsyn þess að ræða til hlítar rót vandans. Meðal annars þær aðstæður innan upprunalands sem hvetja til fólksflutninga, aðdráttarafl áfangastaðar og að hjálpa þeim sem mest þurfa á því að halda. Þar að auki sagði hann nauðsynlegt að ríki sendi frá sér rétt skilaboð, en hann væri ekki viss um að það hefði alltaf verið gert. Auk þess vakti Sigmundur athygli á mikilvægi uppbyggingar verkefna á sviði hreinnar orku og jarðvarma. Það gæti byggt undir efnahagslega þróun og sjálfbærni Afríkuríkja. Hann benti á að Íslendingar tækju þegar þátt í slíkum verkefnum. Samkvæmt tilkynningunni var fjallað um ýmsar hliðar og áskoranir sem fylgi fólksflutningum. Meðal annars bæði efnahagslegar og pólitískar. „Fjallað var um nauðsyn þess að takast á við rót vandans og rætt um nauðsyn þess að greina á milli þeirra er þurfa alþjóðlega vernd og þeirra sem þurfa hana ekki og að berjast af auknum þunga gegn smygli, misneytingu og mansali.“ Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, segir að skortur á raunhæfum lausnum á flóttamannavandanum, eins og hann er núna, hafi ollið vonbrigðum. Sigmundur tók þátt í leiðtogafundi í Valletta á Möltu þar sem um 60 leiðtogar Evrópu- og Afríkuríkja ræddu um flóttamannavandann. Fundinum lauk í dag og Sigmundur segir vandann gríðarlegan. „Fátt bendir til að lát verði á þessu ástandi, nokkur þeirra ríkja sem undir hvað mestum þunga eru hafa brugðið á það ráð að taka upp landamæraeftirlit að nýju þrátt fyrir aðild að Schengen. Því olli það vissum vonbrigðum að ekki hafi komið fram á fundinum meira af raunhæfum lausnum á vandanum eins og hann er núna, þó að margar ágætar tillögur hafi komið þar fram um hvernig stemma megi stigu við vandanum til framtíðar,“ segir Sigmundur í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Sigmundur ávarpaði fundinn og lagði hann áherslu á nauðsyn þess að ræða til hlítar rót vandans. Meðal annars þær aðstæður innan upprunalands sem hvetja til fólksflutninga, aðdráttarafl áfangastaðar og að hjálpa þeim sem mest þurfa á því að halda. Þar að auki sagði hann nauðsynlegt að ríki sendi frá sér rétt skilaboð, en hann væri ekki viss um að það hefði alltaf verið gert. Auk þess vakti Sigmundur athygli á mikilvægi uppbyggingar verkefna á sviði hreinnar orku og jarðvarma. Það gæti byggt undir efnahagslega þróun og sjálfbærni Afríkuríkja. Hann benti á að Íslendingar tækju þegar þátt í slíkum verkefnum. Samkvæmt tilkynningunni var fjallað um ýmsar hliðar og áskoranir sem fylgi fólksflutningum. Meðal annars bæði efnahagslegar og pólitískar. „Fjallað var um nauðsyn þess að takast á við rót vandans og rætt um nauðsyn þess að greina á milli þeirra er þurfa alþjóðlega vernd og þeirra sem þurfa hana ekki og að berjast af auknum þunga gegn smygli, misneytingu og mansali.“
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira