Þrátt fyrir tvöfalt meiri launahækkanir á Íslandi hefur kaupmáttur aukist helmingi minna en í Skandinavíu Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2015 18:38 Heildarsamkomulag á vinnumarkaði var undirritað í dag en því er ætlað að tryggja varnalega kaupmáttaraukningu á Íslandi. Vísir/Vilhelm Samkomulag launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði hefur vakið töluverða athygli í dag en það er afrakstur vinnu heildarsamtaka á vinnumarkaði. Undir forystu ríkissáttasemjara hefur verið unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi til að tryggja atvinnulífinu stöðugleika og launafólki auknum ávinningi að norrænni fyrirmynd. Ástæður þess að þessir aðilar eru sammála um að breytinga sé þörf eru meðal annars að þrátt fyrir næstum tvöfalt meiri launahækkanir á Íslandi hefur kaupmáttur aukist helmingi minna en á hinum Norðurlöndunum á síðustu 15 árum. Uppsafnað munar þetta ríflega 14 prósentum í hreinum kaupmætti á þessum árum. Þá er talið þörf á breytingum vegna þess að verðbólga á Íslandi hefur verið þrefalt meiri en á hinum Norðurlöndunum síðustu 15 árin. Gengi krónunnar hefur fallið um 50 prósent frá aldamótum en gengi mynta hinna Norðurlandanna haldist nánast óbreytt gagnvart evru. Þá hafa vextir á Íslandi verið að jafnaði þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum vegna mikillar verðbólgu og efnahagslegs óstöðugleika. Felur samkomulagið í sér mörkun sameiginlegra launastefnu til 2018 til að stöðva svokallað höfrungahlaup á vinnumarkaði, stofnað verði Þjóðhagsráð vinnumarkaðar, Seðlabanka og stjórnvalda ásamt því sem stefnt verði að nýju samningalíkani á íslenskum vinnumarkaði. Nýja samningalíkanið gerir ráð fyrir að svigrúm til launabreytinga verði skilgreint út frá samkeppnisstöðu gagnvart helstu viðskiptalöndum. Fyrirtæki sem framleiða vöru og þjónustu til útflutnings eða í samkeppni við innflutning móta svigrúm til launabreytinga. Jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði. Opinberum starfsmönnum verður tryggð hlutdeild í launaskrið á almennum vinnumarkaði. Kjarasamningar miða að því að auka kaupmátt á grundvelli stöðugs gengis. Aðilar samkomulagsins skuldbinda sig til að ljúka gerð kjarasamninga til ársloka 2018 en að þeim tíma loknum verði nýtt vinnumarkaðslíkan tekið í notkun. Samkomulagið er afrakstur af vinnu svokallaðs SALEK-hóps en eftirfarandi aðilar skrifuðu undir samkomulagið í Iðnó í dag: Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja , Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Samninganefnd ríkisins. Samkomulagið nær til 70% launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi. Tengdar fréttir Heildarsamkomulag á vinnumarkaði í höfn Helstu aðilar á vinnumarkaði hafa skrifað undir samkomulag sem tryggja á varanlega kaupmáttaraukningu á Íslandi. 27. október 2015 16:59 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Samkomulag launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði hefur vakið töluverða athygli í dag en það er afrakstur vinnu heildarsamtaka á vinnumarkaði. Undir forystu ríkissáttasemjara hefur verið unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi til að tryggja atvinnulífinu stöðugleika og launafólki auknum ávinningi að norrænni fyrirmynd. Ástæður þess að þessir aðilar eru sammála um að breytinga sé þörf eru meðal annars að þrátt fyrir næstum tvöfalt meiri launahækkanir á Íslandi hefur kaupmáttur aukist helmingi minna en á hinum Norðurlöndunum á síðustu 15 árum. Uppsafnað munar þetta ríflega 14 prósentum í hreinum kaupmætti á þessum árum. Þá er talið þörf á breytingum vegna þess að verðbólga á Íslandi hefur verið þrefalt meiri en á hinum Norðurlöndunum síðustu 15 árin. Gengi krónunnar hefur fallið um 50 prósent frá aldamótum en gengi mynta hinna Norðurlandanna haldist nánast óbreytt gagnvart evru. Þá hafa vextir á Íslandi verið að jafnaði þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum vegna mikillar verðbólgu og efnahagslegs óstöðugleika. Felur samkomulagið í sér mörkun sameiginlegra launastefnu til 2018 til að stöðva svokallað höfrungahlaup á vinnumarkaði, stofnað verði Þjóðhagsráð vinnumarkaðar, Seðlabanka og stjórnvalda ásamt því sem stefnt verði að nýju samningalíkani á íslenskum vinnumarkaði. Nýja samningalíkanið gerir ráð fyrir að svigrúm til launabreytinga verði skilgreint út frá samkeppnisstöðu gagnvart helstu viðskiptalöndum. Fyrirtæki sem framleiða vöru og þjónustu til útflutnings eða í samkeppni við innflutning móta svigrúm til launabreytinga. Jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði. Opinberum starfsmönnum verður tryggð hlutdeild í launaskrið á almennum vinnumarkaði. Kjarasamningar miða að því að auka kaupmátt á grundvelli stöðugs gengis. Aðilar samkomulagsins skuldbinda sig til að ljúka gerð kjarasamninga til ársloka 2018 en að þeim tíma loknum verði nýtt vinnumarkaðslíkan tekið í notkun. Samkomulagið er afrakstur af vinnu svokallaðs SALEK-hóps en eftirfarandi aðilar skrifuðu undir samkomulagið í Iðnó í dag: Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja , Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Samninganefnd ríkisins. Samkomulagið nær til 70% launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi.
Tengdar fréttir Heildarsamkomulag á vinnumarkaði í höfn Helstu aðilar á vinnumarkaði hafa skrifað undir samkomulag sem tryggja á varanlega kaupmáttaraukningu á Íslandi. 27. október 2015 16:59 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Heildarsamkomulag á vinnumarkaði í höfn Helstu aðilar á vinnumarkaði hafa skrifað undir samkomulag sem tryggja á varanlega kaupmáttaraukningu á Íslandi. 27. október 2015 16:59
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent