Lesblindir og A-prófið í Háskóla Íslands Karl Guðlaugsson skrifar 16. apríl 2015 07:00 Ég er menntaður tannlæknir frá H.Í. og með meistarapróf í verkefnastjórnun, MPM, frá H.R. Þótt ég hafi verið haldinn vægum prófakvíða allt mitt nám gekk mér samt vel í flestum prófum sem ég hef þreytt gegnum ævina, en þó fengið hærri einkunnir í þeim fögum sem ég var góður í og hafði áhuga á. Einhverra hluta vegna hef ég aldrei þolað gátur, „gildrur“ í krossaprófum og orðaleiki. Meðan sumir vinir mínir gátu lesið þykka doðranta í æsku, lét ég mér nægja að lesa Tinna, Ástrík og Lukku-Láka! Um daginn reyndi ég að þreyta A-prófið svokallaða sem lagt er til grundvallar inntöku verðandi nemenda nokkurra deilda H.Í.Samræmd próf Í áratugi voru samræmd próf í grunnskólum lögð til grundvallar vali á nemendum í framhaldsskóla landsins. Samræmd próf eru enn við lýði í annarri mynd í grunnskólum landsins. Í samræmdum prófum er nemendum mismunað, enda koma krakkar sem eru dugleg í bóknámi betur út úr samræmdum prófum. Lesblindir sitja ekki við sama borð í samræmdum prófum, þótt leitast hafi verið við í seinni tíð að koma eitthvað til móts við þarfir þeirra. Ég hef oft spurt, hvernig getum við látið mann í hjólastól keppa í 100 metra hlaupi? Þeir eru líklega margir niðurbrotnu lesblindu námsmennirnir sem hafa komið heim með „lélegar“ einkunnir samræmdra prófa í samanburði við þá sem háar einkunnir fengu og þurft uppbyggjandi faðmlag frá foreldrum og öðrum aðstandendum.Fjölgreindarkenning Gardners Enn er rifist um skilgreininguna „hvað er greind“? Í fjölgreindarkenningu Gardners er gert ráð fyrir a.m.k. 8 tegundum greindar. Johan Mayers og Peter Saloveys settu fram kenningu um tilfinningagreind sem Daniel Goleman vann síðan frekar með. Flest okkar geta verið sammála um að sumir eru sterkir í mannlegum samskiptum meðan aðrir þegja þunnu hljóði og forðast mannleg samskipti. Sumir eru góðir á bókina meðan aðrir sýna bóknámi minni áhuga. Sumir eru handlagnir og aðrir klaufskir. Sumir eru tónelskir meðan aðrir eru það ekki. Þetta er það skemmtilega við litróf mannlífsins, að engir tveir eru eins og þannig viljum við vonandi flest hafa það.Að steypa fólk í sama farið Að semja próf er list. A-prófið mælir ekki fjölmarga eiginleika sem hæfileikaríkt ungt fólk hefur í dag. A-prófið kemur eins og steintröll sem inntökuskilyrði í nokkrum deildum H.Í. og minnir óþyrmilega á samræmd próf og rifjar upp „tossabekki“ í gamalli fortíð. Það er ekki lesblindum eða fjölmörgu öðru hæfileikaríku fólki í hag að þreyta próf þar sem hæfileikar þeirra eiga ekki heima, þar sem tímaklukkan ræður hversu fljótur þú ert að leysa „krossgáturnar“. Það verður aldrei Háskóla Íslands til sóma að velja nemendur eftir A-prófi. Til þess er A-prófið með alltof marga vankanta og hyglar þeim sem búa yfir ákveðinni tegund greindar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég er menntaður tannlæknir frá H.Í. og með meistarapróf í verkefnastjórnun, MPM, frá H.R. Þótt ég hafi verið haldinn vægum prófakvíða allt mitt nám gekk mér samt vel í flestum prófum sem ég hef þreytt gegnum ævina, en þó fengið hærri einkunnir í þeim fögum sem ég var góður í og hafði áhuga á. Einhverra hluta vegna hef ég aldrei þolað gátur, „gildrur“ í krossaprófum og orðaleiki. Meðan sumir vinir mínir gátu lesið þykka doðranta í æsku, lét ég mér nægja að lesa Tinna, Ástrík og Lukku-Láka! Um daginn reyndi ég að þreyta A-prófið svokallaða sem lagt er til grundvallar inntöku verðandi nemenda nokkurra deilda H.Í.Samræmd próf Í áratugi voru samræmd próf í grunnskólum lögð til grundvallar vali á nemendum í framhaldsskóla landsins. Samræmd próf eru enn við lýði í annarri mynd í grunnskólum landsins. Í samræmdum prófum er nemendum mismunað, enda koma krakkar sem eru dugleg í bóknámi betur út úr samræmdum prófum. Lesblindir sitja ekki við sama borð í samræmdum prófum, þótt leitast hafi verið við í seinni tíð að koma eitthvað til móts við þarfir þeirra. Ég hef oft spurt, hvernig getum við látið mann í hjólastól keppa í 100 metra hlaupi? Þeir eru líklega margir niðurbrotnu lesblindu námsmennirnir sem hafa komið heim með „lélegar“ einkunnir samræmdra prófa í samanburði við þá sem háar einkunnir fengu og þurft uppbyggjandi faðmlag frá foreldrum og öðrum aðstandendum.Fjölgreindarkenning Gardners Enn er rifist um skilgreininguna „hvað er greind“? Í fjölgreindarkenningu Gardners er gert ráð fyrir a.m.k. 8 tegundum greindar. Johan Mayers og Peter Saloveys settu fram kenningu um tilfinningagreind sem Daniel Goleman vann síðan frekar með. Flest okkar geta verið sammála um að sumir eru sterkir í mannlegum samskiptum meðan aðrir þegja þunnu hljóði og forðast mannleg samskipti. Sumir eru góðir á bókina meðan aðrir sýna bóknámi minni áhuga. Sumir eru handlagnir og aðrir klaufskir. Sumir eru tónelskir meðan aðrir eru það ekki. Þetta er það skemmtilega við litróf mannlífsins, að engir tveir eru eins og þannig viljum við vonandi flest hafa það.Að steypa fólk í sama farið Að semja próf er list. A-prófið mælir ekki fjölmarga eiginleika sem hæfileikaríkt ungt fólk hefur í dag. A-prófið kemur eins og steintröll sem inntökuskilyrði í nokkrum deildum H.Í. og minnir óþyrmilega á samræmd próf og rifjar upp „tossabekki“ í gamalli fortíð. Það er ekki lesblindum eða fjölmörgu öðru hæfileikaríku fólki í hag að þreyta próf þar sem hæfileikar þeirra eiga ekki heima, þar sem tímaklukkan ræður hversu fljótur þú ert að leysa „krossgáturnar“. Það verður aldrei Háskóla Íslands til sóma að velja nemendur eftir A-prófi. Til þess er A-prófið með alltof marga vankanta og hyglar þeim sem búa yfir ákveðinni tegund greindar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar