Lesblindir og A-prófið í Háskóla Íslands Karl Guðlaugsson skrifar 16. apríl 2015 07:00 Ég er menntaður tannlæknir frá H.Í. og með meistarapróf í verkefnastjórnun, MPM, frá H.R. Þótt ég hafi verið haldinn vægum prófakvíða allt mitt nám gekk mér samt vel í flestum prófum sem ég hef þreytt gegnum ævina, en þó fengið hærri einkunnir í þeim fögum sem ég var góður í og hafði áhuga á. Einhverra hluta vegna hef ég aldrei þolað gátur, „gildrur“ í krossaprófum og orðaleiki. Meðan sumir vinir mínir gátu lesið þykka doðranta í æsku, lét ég mér nægja að lesa Tinna, Ástrík og Lukku-Láka! Um daginn reyndi ég að þreyta A-prófið svokallaða sem lagt er til grundvallar inntöku verðandi nemenda nokkurra deilda H.Í.Samræmd próf Í áratugi voru samræmd próf í grunnskólum lögð til grundvallar vali á nemendum í framhaldsskóla landsins. Samræmd próf eru enn við lýði í annarri mynd í grunnskólum landsins. Í samræmdum prófum er nemendum mismunað, enda koma krakkar sem eru dugleg í bóknámi betur út úr samræmdum prófum. Lesblindir sitja ekki við sama borð í samræmdum prófum, þótt leitast hafi verið við í seinni tíð að koma eitthvað til móts við þarfir þeirra. Ég hef oft spurt, hvernig getum við látið mann í hjólastól keppa í 100 metra hlaupi? Þeir eru líklega margir niðurbrotnu lesblindu námsmennirnir sem hafa komið heim með „lélegar“ einkunnir samræmdra prófa í samanburði við þá sem háar einkunnir fengu og þurft uppbyggjandi faðmlag frá foreldrum og öðrum aðstandendum.Fjölgreindarkenning Gardners Enn er rifist um skilgreininguna „hvað er greind“? Í fjölgreindarkenningu Gardners er gert ráð fyrir a.m.k. 8 tegundum greindar. Johan Mayers og Peter Saloveys settu fram kenningu um tilfinningagreind sem Daniel Goleman vann síðan frekar með. Flest okkar geta verið sammála um að sumir eru sterkir í mannlegum samskiptum meðan aðrir þegja þunnu hljóði og forðast mannleg samskipti. Sumir eru góðir á bókina meðan aðrir sýna bóknámi minni áhuga. Sumir eru handlagnir og aðrir klaufskir. Sumir eru tónelskir meðan aðrir eru það ekki. Þetta er það skemmtilega við litróf mannlífsins, að engir tveir eru eins og þannig viljum við vonandi flest hafa það.Að steypa fólk í sama farið Að semja próf er list. A-prófið mælir ekki fjölmarga eiginleika sem hæfileikaríkt ungt fólk hefur í dag. A-prófið kemur eins og steintröll sem inntökuskilyrði í nokkrum deildum H.Í. og minnir óþyrmilega á samræmd próf og rifjar upp „tossabekki“ í gamalli fortíð. Það er ekki lesblindum eða fjölmörgu öðru hæfileikaríku fólki í hag að þreyta próf þar sem hæfileikar þeirra eiga ekki heima, þar sem tímaklukkan ræður hversu fljótur þú ert að leysa „krossgáturnar“. Það verður aldrei Háskóla Íslands til sóma að velja nemendur eftir A-prófi. Til þess er A-prófið með alltof marga vankanta og hyglar þeim sem búa yfir ákveðinni tegund greindar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ég er menntaður tannlæknir frá H.Í. og með meistarapróf í verkefnastjórnun, MPM, frá H.R. Þótt ég hafi verið haldinn vægum prófakvíða allt mitt nám gekk mér samt vel í flestum prófum sem ég hef þreytt gegnum ævina, en þó fengið hærri einkunnir í þeim fögum sem ég var góður í og hafði áhuga á. Einhverra hluta vegna hef ég aldrei þolað gátur, „gildrur“ í krossaprófum og orðaleiki. Meðan sumir vinir mínir gátu lesið þykka doðranta í æsku, lét ég mér nægja að lesa Tinna, Ástrík og Lukku-Láka! Um daginn reyndi ég að þreyta A-prófið svokallaða sem lagt er til grundvallar inntöku verðandi nemenda nokkurra deilda H.Í.Samræmd próf Í áratugi voru samræmd próf í grunnskólum lögð til grundvallar vali á nemendum í framhaldsskóla landsins. Samræmd próf eru enn við lýði í annarri mynd í grunnskólum landsins. Í samræmdum prófum er nemendum mismunað, enda koma krakkar sem eru dugleg í bóknámi betur út úr samræmdum prófum. Lesblindir sitja ekki við sama borð í samræmdum prófum, þótt leitast hafi verið við í seinni tíð að koma eitthvað til móts við þarfir þeirra. Ég hef oft spurt, hvernig getum við látið mann í hjólastól keppa í 100 metra hlaupi? Þeir eru líklega margir niðurbrotnu lesblindu námsmennirnir sem hafa komið heim með „lélegar“ einkunnir samræmdra prófa í samanburði við þá sem háar einkunnir fengu og þurft uppbyggjandi faðmlag frá foreldrum og öðrum aðstandendum.Fjölgreindarkenning Gardners Enn er rifist um skilgreininguna „hvað er greind“? Í fjölgreindarkenningu Gardners er gert ráð fyrir a.m.k. 8 tegundum greindar. Johan Mayers og Peter Saloveys settu fram kenningu um tilfinningagreind sem Daniel Goleman vann síðan frekar með. Flest okkar geta verið sammála um að sumir eru sterkir í mannlegum samskiptum meðan aðrir þegja þunnu hljóði og forðast mannleg samskipti. Sumir eru góðir á bókina meðan aðrir sýna bóknámi minni áhuga. Sumir eru handlagnir og aðrir klaufskir. Sumir eru tónelskir meðan aðrir eru það ekki. Þetta er það skemmtilega við litróf mannlífsins, að engir tveir eru eins og þannig viljum við vonandi flest hafa það.Að steypa fólk í sama farið Að semja próf er list. A-prófið mælir ekki fjölmarga eiginleika sem hæfileikaríkt ungt fólk hefur í dag. A-prófið kemur eins og steintröll sem inntökuskilyrði í nokkrum deildum H.Í. og minnir óþyrmilega á samræmd próf og rifjar upp „tossabekki“ í gamalli fortíð. Það er ekki lesblindum eða fjölmörgu öðru hæfileikaríku fólki í hag að þreyta próf þar sem hæfileikar þeirra eiga ekki heima, þar sem tímaklukkan ræður hversu fljótur þú ert að leysa „krossgáturnar“. Það verður aldrei Háskóla Íslands til sóma að velja nemendur eftir A-prófi. Til þess er A-prófið með alltof marga vankanta og hyglar þeim sem búa yfir ákveðinni tegund greindar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun