Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. maí 2015 18:17 Á meðal þeirra sem taka þátt í ráðstefnunni eru Christine Lagarde og Geena Davis. Vísir/Getty/GVA Ekki verður á allra færi að sækja ráðstefnu í Hörpu í sumar þar sem fjallað verður um kynjamisrétti því á hana kostar 750 evrur sem jafngildir um 109 þúsund íslenskum krónum. Þetta verð gildir til 15. maí en eftir þann tíma hækkar verðið um 200 evrur og verður því 950 evrur sem jafngildir rétt tæplega 140 þúsund krónum. Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 verður haldin í Hörpu í sumar í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt eins og fram hefur komið. Ráðstefnan er að sögn Höllu Tómasdóttur, ráðstefnustjóra, alþjóðlegt samtal um bestu leiðirnar til að brúa kynjamuninn. Hún ræddi við Fréttatímann í apríl. Þetta kemur fram á vefsíðu ráðstefnunnar. Innifalið í verðinu er tveggja daga ráðstefna, kvöldverður með íslenskum sjávarréttum og „bright ideas lunch“. Á síðunni er möguleiki gefinn á því að leggja einstaklingum lið sem eiga ekki næga fjármuni til að greiða þátttökugjaldið með því að leggja til 50 evrur eða tæplega 7500 krónur. Geena Davis, leikkona og stofnandi The Geena Davis institute og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka þátt í ráðstefnunni meðal annarra. Einnig verða nokkrir íslenskir stjórnmálamenn meðal þátttakenda. Þar má nefna Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum forsætisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, utanríkisráðherra, Jón Gnarr fyrrum borgarstjóra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem starfar um þessar mundir hjá UN Women. Ráðstefnan verður dagana 18. - 19. júní. Ekki náðist í Höllu Tómasdóttur, ráðstefnustjóra í dag. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Ekki verður á allra færi að sækja ráðstefnu í Hörpu í sumar þar sem fjallað verður um kynjamisrétti því á hana kostar 750 evrur sem jafngildir um 109 þúsund íslenskum krónum. Þetta verð gildir til 15. maí en eftir þann tíma hækkar verðið um 200 evrur og verður því 950 evrur sem jafngildir rétt tæplega 140 þúsund krónum. Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 verður haldin í Hörpu í sumar í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt eins og fram hefur komið. Ráðstefnan er að sögn Höllu Tómasdóttur, ráðstefnustjóra, alþjóðlegt samtal um bestu leiðirnar til að brúa kynjamuninn. Hún ræddi við Fréttatímann í apríl. Þetta kemur fram á vefsíðu ráðstefnunnar. Innifalið í verðinu er tveggja daga ráðstefna, kvöldverður með íslenskum sjávarréttum og „bright ideas lunch“. Á síðunni er möguleiki gefinn á því að leggja einstaklingum lið sem eiga ekki næga fjármuni til að greiða þátttökugjaldið með því að leggja til 50 evrur eða tæplega 7500 krónur. Geena Davis, leikkona og stofnandi The Geena Davis institute og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka þátt í ráðstefnunni meðal annarra. Einnig verða nokkrir íslenskir stjórnmálamenn meðal þátttakenda. Þar má nefna Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum forsætisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, utanríkisráðherra, Jón Gnarr fyrrum borgarstjóra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem starfar um þessar mundir hjá UN Women. Ráðstefnan verður dagana 18. - 19. júní. Ekki náðist í Höllu Tómasdóttur, ráðstefnustjóra í dag.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira