Allir eru að gera það gott... nema þú? Rúna Magnúsdóttir skrifar 14. október 2015 10:15 Ertu hugmyndaríkur frumkvöðull sem fær hugmyndir hægri vinstri? Ertu einn af þeim sem fá svo margar hugmyndir að einn tíundi væri meira en nóg? Þú ert snillingur í að byrja hluti, en kannski ekkert sérstaklega góður í að klára hluti. Þú veist að þú ættir að klára hlutina og pirrast yfir sjálfum þér og segir jafnvel við sjálfan þig: „Oh?… hvaða aumingi er ég eiginlega?“ Ertu ekki þessi hugmyndaríki frumkvöðull? Kippist hjarta þitt frekar við þegar þú færð tækifæri til að skoða hvað vantar inn í viðskiptaáætlanir? Þú ert snillingur í að sjá hvað vantar í heildardæmið, en þú ert ekkert sérstaklega góður í að fá hugmyndir til að bæta dæmið. Segir við sjálfan þig: „Hvað er að mér? Ég fæ aldrei neinar hugmyndir. Allir í kringum mig virðast fá hugmyndir?… nema ég.“ Ertu kannski þessi aðili sem elskar að fá tækifæri til að láta ljós þitt skína? Þú virðist geta selt allt og alla. Þú ert frábær sölumaður, en þú ert kannski ekkert sérstaklega góður í að halda utan um söluna, búa til skýrslur og hefur kannski meiri tilhneigingu til að „gleyma“ að skila alls konar skýrslum og innra með þér hugsar þú kannski: „Oh?… þessar skýrslur og ég, hvernig get ég komist hjá því að gera þetta án þess að nokkur fatti?“ Ekki þú? Ertu kannski meira þessi sem finnst dagurinn þinn vera fullkominn þegar þú sérð viðskiptavininn brosa til þín geislandi af ánægju vegna þess að það var eitthvað sem ÞÚ gerðir fyrir hann? Þú ert fæddur í þjónustuhlutverkið, en þú kannt ekkert á Excel, hugmyndir þínar eru frekar slappar og þér finnst þú bara ekkert sérstaklega spennandi dæmi. Ekki eins og „allir“ hinir að minnsta kosti. Við erum öll fædd með einstaka eiginleika, hæfileika, styrkleika sem vinna stundum með okkur og stundum á móti okkur (oft kallaðir veikleikarnir okkar) og allt svo dásamlega mismunandi. Það virðist vera einhvers konar blindur blettur í augum okkar flestra að trúa því staðfastlega að okkar náttúrulega vöggugjöf, hæfileikarnir, eiginleikarnir og styrkleikarnir okkar séu ekki nóg og í stað þess að vinna að því að nýta styrkleikana okkar verðum við upptekin við að búa til sögur í hausnum á okkur þess efnis að allir séu að gera það gott … nema þú? Er það kannski bara sagan þín? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ertu hugmyndaríkur frumkvöðull sem fær hugmyndir hægri vinstri? Ertu einn af þeim sem fá svo margar hugmyndir að einn tíundi væri meira en nóg? Þú ert snillingur í að byrja hluti, en kannski ekkert sérstaklega góður í að klára hluti. Þú veist að þú ættir að klára hlutina og pirrast yfir sjálfum þér og segir jafnvel við sjálfan þig: „Oh?… hvaða aumingi er ég eiginlega?“ Ertu ekki þessi hugmyndaríki frumkvöðull? Kippist hjarta þitt frekar við þegar þú færð tækifæri til að skoða hvað vantar inn í viðskiptaáætlanir? Þú ert snillingur í að sjá hvað vantar í heildardæmið, en þú ert ekkert sérstaklega góður í að fá hugmyndir til að bæta dæmið. Segir við sjálfan þig: „Hvað er að mér? Ég fæ aldrei neinar hugmyndir. Allir í kringum mig virðast fá hugmyndir?… nema ég.“ Ertu kannski þessi aðili sem elskar að fá tækifæri til að láta ljós þitt skína? Þú virðist geta selt allt og alla. Þú ert frábær sölumaður, en þú ert kannski ekkert sérstaklega góður í að halda utan um söluna, búa til skýrslur og hefur kannski meiri tilhneigingu til að „gleyma“ að skila alls konar skýrslum og innra með þér hugsar þú kannski: „Oh?… þessar skýrslur og ég, hvernig get ég komist hjá því að gera þetta án þess að nokkur fatti?“ Ekki þú? Ertu kannski meira þessi sem finnst dagurinn þinn vera fullkominn þegar þú sérð viðskiptavininn brosa til þín geislandi af ánægju vegna þess að það var eitthvað sem ÞÚ gerðir fyrir hann? Þú ert fæddur í þjónustuhlutverkið, en þú kannt ekkert á Excel, hugmyndir þínar eru frekar slappar og þér finnst þú bara ekkert sérstaklega spennandi dæmi. Ekki eins og „allir“ hinir að minnsta kosti. Við erum öll fædd með einstaka eiginleika, hæfileika, styrkleika sem vinna stundum með okkur og stundum á móti okkur (oft kallaðir veikleikarnir okkar) og allt svo dásamlega mismunandi. Það virðist vera einhvers konar blindur blettur í augum okkar flestra að trúa því staðfastlega að okkar náttúrulega vöggugjöf, hæfileikarnir, eiginleikarnir og styrkleikarnir okkar séu ekki nóg og í stað þess að vinna að því að nýta styrkleikana okkar verðum við upptekin við að búa til sögur í hausnum á okkur þess efnis að allir séu að gera það gott … nema þú? Er það kannski bara sagan þín?
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar