Auðlindin miðhálendið 18. apríl 2015 12:00 Nýverið fór fram málþing um auðlindir Íslands. Þar var kallað eftir því að lagt yrði efnahagslegt mat á verðmætin sem felast í lítt snortinni, óbyggðri íslenskri náttúru. Margir landsmenn eru þó þeirrar skoðunar að hvorki sé hægt né eigi að verðleggja þau óefnislegu verðmæti sem náttúran býður upp á. Nógu verðmætt sé einfaldlega að vita að lítt snortin íslensk náttúra er til, sem og sá möguleiki að upplifa hana. Aðrir telja hins vegar að eina matið sem dugi sé mælt í krónum. Þeir sem eru á þeirri skoðun horfa gjarnan til þess hvað hægt sé að selja háu verði orku framleidda úr til dæmis vatnsafli eða jarðhita, eða hversu mikill hagnaður gæti skapast við að leggja háspennulínur yfir ákveðin landsvæði eða leggja þar uppbyggða vegi. Fylgjendur þeirra sjónarmiða þurfa að doka við og hugsa út fyrir boxið. Nú er staðan orðin sú að atvinnugreinin sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi er ferðaþjónustan. Á árinu 2014 skilaði hún 303 milljörðum króna til þjóðarbúsins samkvæmt tölum Hagstofunnar. Stóriðjan skilaði á sama tíma 215 milljörðum. Ef menn vilja leggja mat á efnislegt virði náttúrunnar er hægt að horfa til þessara talna. Af hverju? Jú, vegna þess að kannanir sýna ítrekað fram á að 80% ferðamanna koma til að upplifa óspillta íslenska náttúru. Miðhálendi Íslands skipar stóran sess í þessu samhengi. Stundum heyrist sagt: „Þetta er bara eyðimörk, hvað eigum við að vernda þarna?“ Ég vil hvetja þá sem eru á þessari skoðun til að heimsækja Þjórsárver, Guðlaugstungur, Eyjabakka eða Sönghofsdal, svo nokkrar gróðurvinjar á miðhálendinu séu nefndar. Hitt er rétt að stór svæði á miðhálendinu eru svartir sandar og hraunbreiður. En þau svæði eru ekki síður dýrmæt. Af þeim 80% ferðamanna sem koma til Íslands náttúrunnar vegna, koma 50% þeirra til að upplifa öræfastemmningu. Sumum finnst sú stemmning ef til vill ekki eftirsóknarverð, en ættu þá að hugsa til þess að stór hluti ferðamanna heimsækir landið einmitt til að komast í þessar aðstæður. Þjóðgarður Sú nýting má þó ekki vera á kostnað náttúrunnar, því ef þessari auðlind er spillt þá minnka möguleikar okkar til að nýta hana til verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið. Þar er ábyrgð ferðaþjónustunnar og stjórnvalda mikil. Nýverið voru kynntar niðurstöður Gallup-könnunar þar sem kom fram að yfir 60% landsmanna styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Sá stuðningur er þvert á stjórnamálaflokka. Verndun miðhálendisins er því mál sem nýtur mikils stuðnings landsmanna og allir flokkar ættu að geta sameinast um í ljósi þess samfélagslega ábata sem af verndun hlýst. Ekki bara fyrir Íslendinga nútíðar og framtíðar, sem njóta og munu vilja njóta þess að upplifa svæðið í sinni lítt snortnu mynd, heldur líka vegna þeirra tekna sem streyma í þjóðarbúið einmitt vegna þess að miðhálendið er ónumið. Miðhálendi Íslands er einstakt á heimsvísu að því leyti að þar er hægt að upplifa öræfastemmningu sem hvergi finnst annars staðar. Að ferðast um svarta sanda með eldfjöll og jökla til beggja hliða er mögnuð upplifun. Stundum stendur maður of nærri fjársjóðnum til að taka eftir honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fór fram málþing um auðlindir Íslands. Þar var kallað eftir því að lagt yrði efnahagslegt mat á verðmætin sem felast í lítt snortinni, óbyggðri íslenskri náttúru. Margir landsmenn eru þó þeirrar skoðunar að hvorki sé hægt né eigi að verðleggja þau óefnislegu verðmæti sem náttúran býður upp á. Nógu verðmætt sé einfaldlega að vita að lítt snortin íslensk náttúra er til, sem og sá möguleiki að upplifa hana. Aðrir telja hins vegar að eina matið sem dugi sé mælt í krónum. Þeir sem eru á þeirri skoðun horfa gjarnan til þess hvað hægt sé að selja háu verði orku framleidda úr til dæmis vatnsafli eða jarðhita, eða hversu mikill hagnaður gæti skapast við að leggja háspennulínur yfir ákveðin landsvæði eða leggja þar uppbyggða vegi. Fylgjendur þeirra sjónarmiða þurfa að doka við og hugsa út fyrir boxið. Nú er staðan orðin sú að atvinnugreinin sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi er ferðaþjónustan. Á árinu 2014 skilaði hún 303 milljörðum króna til þjóðarbúsins samkvæmt tölum Hagstofunnar. Stóriðjan skilaði á sama tíma 215 milljörðum. Ef menn vilja leggja mat á efnislegt virði náttúrunnar er hægt að horfa til þessara talna. Af hverju? Jú, vegna þess að kannanir sýna ítrekað fram á að 80% ferðamanna koma til að upplifa óspillta íslenska náttúru. Miðhálendi Íslands skipar stóran sess í þessu samhengi. Stundum heyrist sagt: „Þetta er bara eyðimörk, hvað eigum við að vernda þarna?“ Ég vil hvetja þá sem eru á þessari skoðun til að heimsækja Þjórsárver, Guðlaugstungur, Eyjabakka eða Sönghofsdal, svo nokkrar gróðurvinjar á miðhálendinu séu nefndar. Hitt er rétt að stór svæði á miðhálendinu eru svartir sandar og hraunbreiður. En þau svæði eru ekki síður dýrmæt. Af þeim 80% ferðamanna sem koma til Íslands náttúrunnar vegna, koma 50% þeirra til að upplifa öræfastemmningu. Sumum finnst sú stemmning ef til vill ekki eftirsóknarverð, en ættu þá að hugsa til þess að stór hluti ferðamanna heimsækir landið einmitt til að komast í þessar aðstæður. Þjóðgarður Sú nýting má þó ekki vera á kostnað náttúrunnar, því ef þessari auðlind er spillt þá minnka möguleikar okkar til að nýta hana til verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið. Þar er ábyrgð ferðaþjónustunnar og stjórnvalda mikil. Nýverið voru kynntar niðurstöður Gallup-könnunar þar sem kom fram að yfir 60% landsmanna styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Sá stuðningur er þvert á stjórnamálaflokka. Verndun miðhálendisins er því mál sem nýtur mikils stuðnings landsmanna og allir flokkar ættu að geta sameinast um í ljósi þess samfélagslega ábata sem af verndun hlýst. Ekki bara fyrir Íslendinga nútíðar og framtíðar, sem njóta og munu vilja njóta þess að upplifa svæðið í sinni lítt snortnu mynd, heldur líka vegna þeirra tekna sem streyma í þjóðarbúið einmitt vegna þess að miðhálendið er ónumið. Miðhálendi Íslands er einstakt á heimsvísu að því leyti að þar er hægt að upplifa öræfastemmningu sem hvergi finnst annars staðar. Að ferðast um svarta sanda með eldfjöll og jökla til beggja hliða er mögnuð upplifun. Stundum stendur maður of nærri fjársjóðnum til að taka eftir honum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun