268% verðmætaaukning ferskra sjávarafurða Runólfur Geir Benediktsson skrifar 2. desember 2015 07:00 Nýsköpun hefur verið mikil í sjávarútvegi sem og víðar í íslensku samfélagi. Margt jákvætt kom fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka á dögunum um íslenskan sjávarútveg þar sem skýrsluhöfundar veita lesendum innsýn í núverandi stöðu sjávarútvegsins sem og þróunina síðastliðin ár. Meðal þess sem kom fram í skýrslunni er að framleiðni í íslenskum sjávarútvegi hefur verið að aukast og hefur tvöfaldast á hvert starf ef horft er aftur til aldamóta. Það er sérstaklega ánægjulegt að þessa framleiðniaukningu má að miklu leyti þakka íslenskri tækniframþróun og verðmætasköpun. Aðilar innan sem utan sjávarútvegsins hafa unnið mikið og gott starf á síðustu árum í bættum aðferðum til veiða, vinnslu og nýtingar sjávarfangsins. Önnur birtingarmynd þess góða árangurs sem hefur áunnist í aukinni verðmætasköpun er þróun útflutnings ferskra sjávarafurða. Ef aftur er horft til aldamóta þá hefur útflutningur á ferskum sjávarafurðum minnkað um 47 prósent. Þetta er umtalsverður samdráttur í magni og gæti komið á óvart í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið á aukna áherslu á útflutning ferskra afurða. Þegar verðmæti þessara fersku afurða er aftur á móti borið saman þá hefur það aukist um 94% yfir sama tímabil. Verðmætaaukning ferskra sjávarafurða frá áramótum hefur því verið 268% á hvert útflutt tonn sem er eftirtektarverður árangur. Þessa aukningu má að hluta til rekja til hagstæðrar þróunar á gengi íslensku krónunnar og verðlags sjávarafurða. Stærsta framlagið liggur hins vegar í betri nýtingu og aukinni verðmætasköpun. Um aldamótin þekktist það að heill fiskur væri fluttur út til frekari vinnslu erlendis en nú er það algjör undantekning. Í dag keppast sjávarútvegsfélögin við að skila ferskum fiski til landvinnslunnar þar sem hann er m.a. flakaður eða skorinn í bita. Þessi flök og bitar eru svo flutt út og fyrir þá afurð er greitt umtalsvert meira á hvert kíló eins og tölurnar hér að ofan bera svo glögglega með sér. Nýsköpun og tækniþróun íslenskra fyrirtækja í nánu samstarfi við útgerðir og fiskvinnslur hafa því skilað íslensku efnahagslífi miklum verðmætum og hefur þessi árangur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Aukning í framleiðni sem og útflutningsverðmæti ferskra afurða eru aðeins tvö af mörgum jákvæðum atriðum sem fram koma í skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpun hefur verið mikil í sjávarútvegi sem og víðar í íslensku samfélagi. Margt jákvætt kom fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka á dögunum um íslenskan sjávarútveg þar sem skýrsluhöfundar veita lesendum innsýn í núverandi stöðu sjávarútvegsins sem og þróunina síðastliðin ár. Meðal þess sem kom fram í skýrslunni er að framleiðni í íslenskum sjávarútvegi hefur verið að aukast og hefur tvöfaldast á hvert starf ef horft er aftur til aldamóta. Það er sérstaklega ánægjulegt að þessa framleiðniaukningu má að miklu leyti þakka íslenskri tækniframþróun og verðmætasköpun. Aðilar innan sem utan sjávarútvegsins hafa unnið mikið og gott starf á síðustu árum í bættum aðferðum til veiða, vinnslu og nýtingar sjávarfangsins. Önnur birtingarmynd þess góða árangurs sem hefur áunnist í aukinni verðmætasköpun er þróun útflutnings ferskra sjávarafurða. Ef aftur er horft til aldamóta þá hefur útflutningur á ferskum sjávarafurðum minnkað um 47 prósent. Þetta er umtalsverður samdráttur í magni og gæti komið á óvart í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið á aukna áherslu á útflutning ferskra afurða. Þegar verðmæti þessara fersku afurða er aftur á móti borið saman þá hefur það aukist um 94% yfir sama tímabil. Verðmætaaukning ferskra sjávarafurða frá áramótum hefur því verið 268% á hvert útflutt tonn sem er eftirtektarverður árangur. Þessa aukningu má að hluta til rekja til hagstæðrar þróunar á gengi íslensku krónunnar og verðlags sjávarafurða. Stærsta framlagið liggur hins vegar í betri nýtingu og aukinni verðmætasköpun. Um aldamótin þekktist það að heill fiskur væri fluttur út til frekari vinnslu erlendis en nú er það algjör undantekning. Í dag keppast sjávarútvegsfélögin við að skila ferskum fiski til landvinnslunnar þar sem hann er m.a. flakaður eða skorinn í bita. Þessi flök og bitar eru svo flutt út og fyrir þá afurð er greitt umtalsvert meira á hvert kíló eins og tölurnar hér að ofan bera svo glögglega með sér. Nýsköpun og tækniþróun íslenskra fyrirtækja í nánu samstarfi við útgerðir og fiskvinnslur hafa því skilað íslensku efnahagslífi miklum verðmætum og hefur þessi árangur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Aukning í framleiðni sem og útflutningsverðmæti ferskra afurða eru aðeins tvö af mörgum jákvæðum atriðum sem fram koma í skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar