Merkjanleg söluaukning hjá fataverslunum sem hafa afnumið tolla Sæunn Gísladóttir skrifar 2. desember 2015 16:03 Jólaverslun fer vel af stað. vísir/ernir Verslun fyrir jólin virðist vera líflegri nú og fara fyrr af stað en fyrir síðustu jól. Kaupmenn merkja aukningu í sölu allra vöruflokka, jafnt sérvöru sem dagvöru, raftækja og varnings fyrir heimilin. Þetta kemur fram í úttekt sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur unnið fyrir Samtök verslunar og þjónustu og nær yfir tímabilið frá 1. – 29. nóvember. Merkjanleg söluaukning er hjá þeim fataverslunum sem þegar hafa lækkað verð til samræmis við væntanlega niðurfellingu á tollum um áramótin. Sala á margvíslegri sérvöru í ár er töluvert umfram væntingar og að mati kaupmanna má rekja hana til bætts efnahags frekar en til jólanna, því söluaukningarinnar varð vart áður en hefðbundin jólaverslun hófst. Annað er uppi á teningnum hvað varðar almennar dagvörur. Þar er merkjanleg töluverð aukning í sölu sem helst ekki í hendur við söluverðsaukningu. Það gefur sterka vísbendingu um að fólk spari við sig í þessum vöruflokki og kaupi ódýrari vörur til daglegra nota en á síðasta ári. Gríðarmikil aukning hefur orðið í sölu á margvíslegum vörum til heimilisins, svo sem húsgögnum, húsbúnaði og ljósum. Aukningin kemur bæði fram í sölu á smávöru sem og stærri hlutum. Þá virðist litlu skipta hvort um sé að ræða dýrari eða ódýrari vörur. Verslun með fatnað hefur ekki aukist jafn mikið og sala á annarri sérvöru. Þó greina kaupmenn söluaukningu á verðmeiri fatnaði s.s. yfirhöfnum og jökkum. Alla jafna er góð sala í verslunum á Íslandi í seinni hluta nóvember. Í ár varð mikil aukning milli ára og að mati kaupmanna er það einkanlega vegna útsala sem kenndar eru við Black Friday sem eru eftirtektarverðasta breytingin frá fyrra ári. Að mati kaupmanna geta breyttar reglur um kortatímabil seinkað verslun á aðventunni, en nýtt tímabil hefst ekki fyrr en 12. desember sem er viku seinna en á síðasta ári. Tengdar fréttir ESPRIT bætist í hóp þeirra sem lækka vöruverð ESPRIT í Smáralind hefur lækkað verð á öllum vörum um 20 prósent. 24. nóvember 2015 11:09 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira
Verslun fyrir jólin virðist vera líflegri nú og fara fyrr af stað en fyrir síðustu jól. Kaupmenn merkja aukningu í sölu allra vöruflokka, jafnt sérvöru sem dagvöru, raftækja og varnings fyrir heimilin. Þetta kemur fram í úttekt sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur unnið fyrir Samtök verslunar og þjónustu og nær yfir tímabilið frá 1. – 29. nóvember. Merkjanleg söluaukning er hjá þeim fataverslunum sem þegar hafa lækkað verð til samræmis við væntanlega niðurfellingu á tollum um áramótin. Sala á margvíslegri sérvöru í ár er töluvert umfram væntingar og að mati kaupmanna má rekja hana til bætts efnahags frekar en til jólanna, því söluaukningarinnar varð vart áður en hefðbundin jólaverslun hófst. Annað er uppi á teningnum hvað varðar almennar dagvörur. Þar er merkjanleg töluverð aukning í sölu sem helst ekki í hendur við söluverðsaukningu. Það gefur sterka vísbendingu um að fólk spari við sig í þessum vöruflokki og kaupi ódýrari vörur til daglegra nota en á síðasta ári. Gríðarmikil aukning hefur orðið í sölu á margvíslegum vörum til heimilisins, svo sem húsgögnum, húsbúnaði og ljósum. Aukningin kemur bæði fram í sölu á smávöru sem og stærri hlutum. Þá virðist litlu skipta hvort um sé að ræða dýrari eða ódýrari vörur. Verslun með fatnað hefur ekki aukist jafn mikið og sala á annarri sérvöru. Þó greina kaupmenn söluaukningu á verðmeiri fatnaði s.s. yfirhöfnum og jökkum. Alla jafna er góð sala í verslunum á Íslandi í seinni hluta nóvember. Í ár varð mikil aukning milli ára og að mati kaupmanna er það einkanlega vegna útsala sem kenndar eru við Black Friday sem eru eftirtektarverðasta breytingin frá fyrra ári. Að mati kaupmanna geta breyttar reglur um kortatímabil seinkað verslun á aðventunni, en nýtt tímabil hefst ekki fyrr en 12. desember sem er viku seinna en á síðasta ári.
Tengdar fréttir ESPRIT bætist í hóp þeirra sem lækka vöruverð ESPRIT í Smáralind hefur lækkað verð á öllum vörum um 20 prósent. 24. nóvember 2015 11:09 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira
ESPRIT bætist í hóp þeirra sem lækka vöruverð ESPRIT í Smáralind hefur lækkað verð á öllum vörum um 20 prósent. 24. nóvember 2015 11:09