Í kjölfar greinar: „Stjórnarskrárbrot?“ Þórey Guðmundsdóttir skrifar 14. janúar 2015 00:00 Er ekki merkilegt, þegar opin hugleiðing vekur meiri og víðfeðmari viðbrögð en hugleiðanda órar fyrir? Það var tilfellið með nefnda grein frá 14.11. Ég hef löngu misst tölu á því, hversu margir af báðum kynjum höfðu samband við mig með væntingar um að eitthvað væri hægt að gera til að breyta óþolandi ástandi, sem fólkið býr við. Flestir báðu um fullan trúnað, sem gerir það erfitt að fjalla um málin. Einstaka leyfðu takmarkaða umfjöllun með nafnleynd. Ég kýs því nú að fjalla um eitt alvarlegt kerfislægt atriði. Í forræðisdeilum fyrir dómi eru oft dómkvaddir matsmenn og fagmeðdómendur. En sá galli er á þeirri gjöf Njarðar, að löggjöf virðist óljós og reglur um þá starfsemi nær engar um hvernig skuli inna þau störf af hendi. T.d. er engin krafa um, að fagdómendur hafi ekki bakgrunn sjálfir, sem þeir gætu ruglað niðurstöðu með. Þar er átt við óleysta persónulega árekstra (konflikta) t.d. Þetta veldur óöryggi þeirra, sem verkin takast á hendur, svo og deilenda. Ekki síst verður réttaróöryggið nær fullkomið fyrir þolendur matsins, börnin. Fimm einstaklingar af báðum kynjum sögðu frá því, að dómkvaddir matsmenn sendu persónuleikapróf (sem eru tæki þeirra til að meta foreldrahæfni), heim með fólki í stað þess að láta fólk þreyta próf við eðlilegar staðlaðar aðstæður. Staðlaðar aðstæður eru, að fólk taki þessi próf í ró og einrúmi með yfirsetu, skili því í lokin til þess er yfir situr. Sömu einstaklingar sögðu, að ýmist væri, að fjölskylda og/eða félagar og vinir, þá gjarnan yfir glasi eða svipuðu, leystu þessi próf í sameiningu og hefðu gaman af. Útkoman yrði þá, að hver sem er, hvort sem um væri að ræða ofbeldisfólk eða siðleysingja, yrði þá skv. sálfræðimati, nær fullkominn hvað foreldrahæfni varðar. Þeir örfáu, sem gerðu ærlega tilraun til að vinna prófin heiðarlega og í einrúmi, kæmu þá verst út. Greiða þarf svo fyrir þjónustuna, sem dómkvaddi matsmaðurinn vinnur, oft í kringum eina milljón króna. Ég vildi ekki leggja trúnað á þessar frásagnir, en fékk staðfest hjá nokkrum lögfræðingum, að þessar aðferðir væru iðkaðar. Það að senda fólk heim með persónuleikapróf til útfyllingar, sem skila bæri til baka við hentugleika, væri fremur venja en undantekning. Á þessu ásamt einhverjum viðtölum eru byggðar skrifaðar álitsgerðir. Ég hef séð margar svona álitsgerðir og þær eiga það sammerkt, að vera mjög huglægar og án „bias“ eða að vísindaraka sé getið í matinu.Ekki barnvæn vinnubrögð Ég hef undir höndum tvær álitsgerðir matsmanna, sem ég má vitna í, þar sem löngu máli er varið til að níða óviðkomandi fólk, sem matsmaður hefur aldrei mætt, talað við eða séð. Í annarri álitsgerðinni er níðið haft eftir óviðkomandi manneskju, sem matsmaður hafði sýnilega rætt við. Í hinni skýrslunni eftir öðrum af málsaðilum. Af einhverjum tugum blaðsíðna í báðum skýrslum eru færri en tíu blaðsíður, sem fjalla beint um barnið, sem deilt er um. Svona vinnubrögð eru ekki barnvæn. Á þessum „rannsóknum“ byggist svo æði oft niðurstaða í forræðisdeilum fyrir dómstólum. „Ekki vildi ég vera dómari með svo óvönduð rannsóknargögn í höndum,“ sagði einn karlkyns viðmælandi og vel skiljanleg er sú afstaða. Reynsla er að verða komin á þessa aðferðafræði á Íslandi og annars staðar og ekki góð reynsla, þó pólitískur rétttrúnaður sumra, sem áhrif hafa, segi annað. Reidar Hjerman. fráfarandi umboðsmaður barna í Noregi frá 2004-2012 (ópólitískt skipaður, sérfræðingur í klínískri barna- og unglingasálfræði), hefur sagt í útvarpsþættinum Ekko í nrk. þ. 09.10.2014, að Norðmenn mættu búast við að þjóðin skiptist í þrennt í framtíðinni:a) Þau, sem ælust upp hjá foreldrum, sem byggju saman bernsku- og æskuár barnanna, eða alltaf hjá öðru foreldra og börnin væru fær um að tengjast öðrum varanlegum tilfinningaböndum.b) Þau, sem byggju á tveimur heimilum foreldranna til skiptis og samstarf foreldra væri viðunandi. Þau ættu erfitt með rótfestu og erfitt með að tengjast öðrum varanlegum tilfinningaböndum.c) Þau, sem þyrftu að ganga í gegn um langvarandi og illskeyttar deilur foreldra og þyrftu að búa á tveimur stöðum, væru þvinguð og/eða meidd, myndu ekki vera fær um að lifa svo kölluðu eðlilegu lífi, vera hrjáð af álagssjúkdómum af ýmsu tagi og andlegum örðugleikum. Raunar tók hann dýpra í árinni, nefndi sjúkdómsgreiningar, sem ég kýs að láta ógert hér. Ég efast um, að við viljum hafa þannig samfélag á Íslandi eftir nokkur ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Er ekki merkilegt, þegar opin hugleiðing vekur meiri og víðfeðmari viðbrögð en hugleiðanda órar fyrir? Það var tilfellið með nefnda grein frá 14.11. Ég hef löngu misst tölu á því, hversu margir af báðum kynjum höfðu samband við mig með væntingar um að eitthvað væri hægt að gera til að breyta óþolandi ástandi, sem fólkið býr við. Flestir báðu um fullan trúnað, sem gerir það erfitt að fjalla um málin. Einstaka leyfðu takmarkaða umfjöllun með nafnleynd. Ég kýs því nú að fjalla um eitt alvarlegt kerfislægt atriði. Í forræðisdeilum fyrir dómi eru oft dómkvaddir matsmenn og fagmeðdómendur. En sá galli er á þeirri gjöf Njarðar, að löggjöf virðist óljós og reglur um þá starfsemi nær engar um hvernig skuli inna þau störf af hendi. T.d. er engin krafa um, að fagdómendur hafi ekki bakgrunn sjálfir, sem þeir gætu ruglað niðurstöðu með. Þar er átt við óleysta persónulega árekstra (konflikta) t.d. Þetta veldur óöryggi þeirra, sem verkin takast á hendur, svo og deilenda. Ekki síst verður réttaróöryggið nær fullkomið fyrir þolendur matsins, börnin. Fimm einstaklingar af báðum kynjum sögðu frá því, að dómkvaddir matsmenn sendu persónuleikapróf (sem eru tæki þeirra til að meta foreldrahæfni), heim með fólki í stað þess að láta fólk þreyta próf við eðlilegar staðlaðar aðstæður. Staðlaðar aðstæður eru, að fólk taki þessi próf í ró og einrúmi með yfirsetu, skili því í lokin til þess er yfir situr. Sömu einstaklingar sögðu, að ýmist væri, að fjölskylda og/eða félagar og vinir, þá gjarnan yfir glasi eða svipuðu, leystu þessi próf í sameiningu og hefðu gaman af. Útkoman yrði þá, að hver sem er, hvort sem um væri að ræða ofbeldisfólk eða siðleysingja, yrði þá skv. sálfræðimati, nær fullkominn hvað foreldrahæfni varðar. Þeir örfáu, sem gerðu ærlega tilraun til að vinna prófin heiðarlega og í einrúmi, kæmu þá verst út. Greiða þarf svo fyrir þjónustuna, sem dómkvaddi matsmaðurinn vinnur, oft í kringum eina milljón króna. Ég vildi ekki leggja trúnað á þessar frásagnir, en fékk staðfest hjá nokkrum lögfræðingum, að þessar aðferðir væru iðkaðar. Það að senda fólk heim með persónuleikapróf til útfyllingar, sem skila bæri til baka við hentugleika, væri fremur venja en undantekning. Á þessu ásamt einhverjum viðtölum eru byggðar skrifaðar álitsgerðir. Ég hef séð margar svona álitsgerðir og þær eiga það sammerkt, að vera mjög huglægar og án „bias“ eða að vísindaraka sé getið í matinu.Ekki barnvæn vinnubrögð Ég hef undir höndum tvær álitsgerðir matsmanna, sem ég má vitna í, þar sem löngu máli er varið til að níða óviðkomandi fólk, sem matsmaður hefur aldrei mætt, talað við eða séð. Í annarri álitsgerðinni er níðið haft eftir óviðkomandi manneskju, sem matsmaður hafði sýnilega rætt við. Í hinni skýrslunni eftir öðrum af málsaðilum. Af einhverjum tugum blaðsíðna í báðum skýrslum eru færri en tíu blaðsíður, sem fjalla beint um barnið, sem deilt er um. Svona vinnubrögð eru ekki barnvæn. Á þessum „rannsóknum“ byggist svo æði oft niðurstaða í forræðisdeilum fyrir dómstólum. „Ekki vildi ég vera dómari með svo óvönduð rannsóknargögn í höndum,“ sagði einn karlkyns viðmælandi og vel skiljanleg er sú afstaða. Reynsla er að verða komin á þessa aðferðafræði á Íslandi og annars staðar og ekki góð reynsla, þó pólitískur rétttrúnaður sumra, sem áhrif hafa, segi annað. Reidar Hjerman. fráfarandi umboðsmaður barna í Noregi frá 2004-2012 (ópólitískt skipaður, sérfræðingur í klínískri barna- og unglingasálfræði), hefur sagt í útvarpsþættinum Ekko í nrk. þ. 09.10.2014, að Norðmenn mættu búast við að þjóðin skiptist í þrennt í framtíðinni:a) Þau, sem ælust upp hjá foreldrum, sem byggju saman bernsku- og æskuár barnanna, eða alltaf hjá öðru foreldra og börnin væru fær um að tengjast öðrum varanlegum tilfinningaböndum.b) Þau, sem byggju á tveimur heimilum foreldranna til skiptis og samstarf foreldra væri viðunandi. Þau ættu erfitt með rótfestu og erfitt með að tengjast öðrum varanlegum tilfinningaböndum.c) Þau, sem þyrftu að ganga í gegn um langvarandi og illskeyttar deilur foreldra og þyrftu að búa á tveimur stöðum, væru þvinguð og/eða meidd, myndu ekki vera fær um að lifa svo kölluðu eðlilegu lífi, vera hrjáð af álagssjúkdómum af ýmsu tagi og andlegum örðugleikum. Raunar tók hann dýpra í árinni, nefndi sjúkdómsgreiningar, sem ég kýs að láta ógert hér. Ég efast um, að við viljum hafa þannig samfélag á Íslandi eftir nokkur ár.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun