Í kjölfar greinar: „Stjórnarskrárbrot?“ Þórey Guðmundsdóttir skrifar 14. janúar 2015 00:00 Er ekki merkilegt, þegar opin hugleiðing vekur meiri og víðfeðmari viðbrögð en hugleiðanda órar fyrir? Það var tilfellið með nefnda grein frá 14.11. Ég hef löngu misst tölu á því, hversu margir af báðum kynjum höfðu samband við mig með væntingar um að eitthvað væri hægt að gera til að breyta óþolandi ástandi, sem fólkið býr við. Flestir báðu um fullan trúnað, sem gerir það erfitt að fjalla um málin. Einstaka leyfðu takmarkaða umfjöllun með nafnleynd. Ég kýs því nú að fjalla um eitt alvarlegt kerfislægt atriði. Í forræðisdeilum fyrir dómi eru oft dómkvaddir matsmenn og fagmeðdómendur. En sá galli er á þeirri gjöf Njarðar, að löggjöf virðist óljós og reglur um þá starfsemi nær engar um hvernig skuli inna þau störf af hendi. T.d. er engin krafa um, að fagdómendur hafi ekki bakgrunn sjálfir, sem þeir gætu ruglað niðurstöðu með. Þar er átt við óleysta persónulega árekstra (konflikta) t.d. Þetta veldur óöryggi þeirra, sem verkin takast á hendur, svo og deilenda. Ekki síst verður réttaróöryggið nær fullkomið fyrir þolendur matsins, börnin. Fimm einstaklingar af báðum kynjum sögðu frá því, að dómkvaddir matsmenn sendu persónuleikapróf (sem eru tæki þeirra til að meta foreldrahæfni), heim með fólki í stað þess að láta fólk þreyta próf við eðlilegar staðlaðar aðstæður. Staðlaðar aðstæður eru, að fólk taki þessi próf í ró og einrúmi með yfirsetu, skili því í lokin til þess er yfir situr. Sömu einstaklingar sögðu, að ýmist væri, að fjölskylda og/eða félagar og vinir, þá gjarnan yfir glasi eða svipuðu, leystu þessi próf í sameiningu og hefðu gaman af. Útkoman yrði þá, að hver sem er, hvort sem um væri að ræða ofbeldisfólk eða siðleysingja, yrði þá skv. sálfræðimati, nær fullkominn hvað foreldrahæfni varðar. Þeir örfáu, sem gerðu ærlega tilraun til að vinna prófin heiðarlega og í einrúmi, kæmu þá verst út. Greiða þarf svo fyrir þjónustuna, sem dómkvaddi matsmaðurinn vinnur, oft í kringum eina milljón króna. Ég vildi ekki leggja trúnað á þessar frásagnir, en fékk staðfest hjá nokkrum lögfræðingum, að þessar aðferðir væru iðkaðar. Það að senda fólk heim með persónuleikapróf til útfyllingar, sem skila bæri til baka við hentugleika, væri fremur venja en undantekning. Á þessu ásamt einhverjum viðtölum eru byggðar skrifaðar álitsgerðir. Ég hef séð margar svona álitsgerðir og þær eiga það sammerkt, að vera mjög huglægar og án „bias“ eða að vísindaraka sé getið í matinu.Ekki barnvæn vinnubrögð Ég hef undir höndum tvær álitsgerðir matsmanna, sem ég má vitna í, þar sem löngu máli er varið til að níða óviðkomandi fólk, sem matsmaður hefur aldrei mætt, talað við eða séð. Í annarri álitsgerðinni er níðið haft eftir óviðkomandi manneskju, sem matsmaður hafði sýnilega rætt við. Í hinni skýrslunni eftir öðrum af málsaðilum. Af einhverjum tugum blaðsíðna í báðum skýrslum eru færri en tíu blaðsíður, sem fjalla beint um barnið, sem deilt er um. Svona vinnubrögð eru ekki barnvæn. Á þessum „rannsóknum“ byggist svo æði oft niðurstaða í forræðisdeilum fyrir dómstólum. „Ekki vildi ég vera dómari með svo óvönduð rannsóknargögn í höndum,“ sagði einn karlkyns viðmælandi og vel skiljanleg er sú afstaða. Reynsla er að verða komin á þessa aðferðafræði á Íslandi og annars staðar og ekki góð reynsla, þó pólitískur rétttrúnaður sumra, sem áhrif hafa, segi annað. Reidar Hjerman. fráfarandi umboðsmaður barna í Noregi frá 2004-2012 (ópólitískt skipaður, sérfræðingur í klínískri barna- og unglingasálfræði), hefur sagt í útvarpsþættinum Ekko í nrk. þ. 09.10.2014, að Norðmenn mættu búast við að þjóðin skiptist í þrennt í framtíðinni:a) Þau, sem ælust upp hjá foreldrum, sem byggju saman bernsku- og æskuár barnanna, eða alltaf hjá öðru foreldra og börnin væru fær um að tengjast öðrum varanlegum tilfinningaböndum.b) Þau, sem byggju á tveimur heimilum foreldranna til skiptis og samstarf foreldra væri viðunandi. Þau ættu erfitt með rótfestu og erfitt með að tengjast öðrum varanlegum tilfinningaböndum.c) Þau, sem þyrftu að ganga í gegn um langvarandi og illskeyttar deilur foreldra og þyrftu að búa á tveimur stöðum, væru þvinguð og/eða meidd, myndu ekki vera fær um að lifa svo kölluðu eðlilegu lífi, vera hrjáð af álagssjúkdómum af ýmsu tagi og andlegum örðugleikum. Raunar tók hann dýpra í árinni, nefndi sjúkdómsgreiningar, sem ég kýs að láta ógert hér. Ég efast um, að við viljum hafa þannig samfélag á Íslandi eftir nokkur ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Er ekki merkilegt, þegar opin hugleiðing vekur meiri og víðfeðmari viðbrögð en hugleiðanda órar fyrir? Það var tilfellið með nefnda grein frá 14.11. Ég hef löngu misst tölu á því, hversu margir af báðum kynjum höfðu samband við mig með væntingar um að eitthvað væri hægt að gera til að breyta óþolandi ástandi, sem fólkið býr við. Flestir báðu um fullan trúnað, sem gerir það erfitt að fjalla um málin. Einstaka leyfðu takmarkaða umfjöllun með nafnleynd. Ég kýs því nú að fjalla um eitt alvarlegt kerfislægt atriði. Í forræðisdeilum fyrir dómi eru oft dómkvaddir matsmenn og fagmeðdómendur. En sá galli er á þeirri gjöf Njarðar, að löggjöf virðist óljós og reglur um þá starfsemi nær engar um hvernig skuli inna þau störf af hendi. T.d. er engin krafa um, að fagdómendur hafi ekki bakgrunn sjálfir, sem þeir gætu ruglað niðurstöðu með. Þar er átt við óleysta persónulega árekstra (konflikta) t.d. Þetta veldur óöryggi þeirra, sem verkin takast á hendur, svo og deilenda. Ekki síst verður réttaróöryggið nær fullkomið fyrir þolendur matsins, börnin. Fimm einstaklingar af báðum kynjum sögðu frá því, að dómkvaddir matsmenn sendu persónuleikapróf (sem eru tæki þeirra til að meta foreldrahæfni), heim með fólki í stað þess að láta fólk þreyta próf við eðlilegar staðlaðar aðstæður. Staðlaðar aðstæður eru, að fólk taki þessi próf í ró og einrúmi með yfirsetu, skili því í lokin til þess er yfir situr. Sömu einstaklingar sögðu, að ýmist væri, að fjölskylda og/eða félagar og vinir, þá gjarnan yfir glasi eða svipuðu, leystu þessi próf í sameiningu og hefðu gaman af. Útkoman yrði þá, að hver sem er, hvort sem um væri að ræða ofbeldisfólk eða siðleysingja, yrði þá skv. sálfræðimati, nær fullkominn hvað foreldrahæfni varðar. Þeir örfáu, sem gerðu ærlega tilraun til að vinna prófin heiðarlega og í einrúmi, kæmu þá verst út. Greiða þarf svo fyrir þjónustuna, sem dómkvaddi matsmaðurinn vinnur, oft í kringum eina milljón króna. Ég vildi ekki leggja trúnað á þessar frásagnir, en fékk staðfest hjá nokkrum lögfræðingum, að þessar aðferðir væru iðkaðar. Það að senda fólk heim með persónuleikapróf til útfyllingar, sem skila bæri til baka við hentugleika, væri fremur venja en undantekning. Á þessu ásamt einhverjum viðtölum eru byggðar skrifaðar álitsgerðir. Ég hef séð margar svona álitsgerðir og þær eiga það sammerkt, að vera mjög huglægar og án „bias“ eða að vísindaraka sé getið í matinu.Ekki barnvæn vinnubrögð Ég hef undir höndum tvær álitsgerðir matsmanna, sem ég má vitna í, þar sem löngu máli er varið til að níða óviðkomandi fólk, sem matsmaður hefur aldrei mætt, talað við eða séð. Í annarri álitsgerðinni er níðið haft eftir óviðkomandi manneskju, sem matsmaður hafði sýnilega rætt við. Í hinni skýrslunni eftir öðrum af málsaðilum. Af einhverjum tugum blaðsíðna í báðum skýrslum eru færri en tíu blaðsíður, sem fjalla beint um barnið, sem deilt er um. Svona vinnubrögð eru ekki barnvæn. Á þessum „rannsóknum“ byggist svo æði oft niðurstaða í forræðisdeilum fyrir dómstólum. „Ekki vildi ég vera dómari með svo óvönduð rannsóknargögn í höndum,“ sagði einn karlkyns viðmælandi og vel skiljanleg er sú afstaða. Reynsla er að verða komin á þessa aðferðafræði á Íslandi og annars staðar og ekki góð reynsla, þó pólitískur rétttrúnaður sumra, sem áhrif hafa, segi annað. Reidar Hjerman. fráfarandi umboðsmaður barna í Noregi frá 2004-2012 (ópólitískt skipaður, sérfræðingur í klínískri barna- og unglingasálfræði), hefur sagt í útvarpsþættinum Ekko í nrk. þ. 09.10.2014, að Norðmenn mættu búast við að þjóðin skiptist í þrennt í framtíðinni:a) Þau, sem ælust upp hjá foreldrum, sem byggju saman bernsku- og æskuár barnanna, eða alltaf hjá öðru foreldra og börnin væru fær um að tengjast öðrum varanlegum tilfinningaböndum.b) Þau, sem byggju á tveimur heimilum foreldranna til skiptis og samstarf foreldra væri viðunandi. Þau ættu erfitt með rótfestu og erfitt með að tengjast öðrum varanlegum tilfinningaböndum.c) Þau, sem þyrftu að ganga í gegn um langvarandi og illskeyttar deilur foreldra og þyrftu að búa á tveimur stöðum, væru þvinguð og/eða meidd, myndu ekki vera fær um að lifa svo kölluðu eðlilegu lífi, vera hrjáð af álagssjúkdómum af ýmsu tagi og andlegum örðugleikum. Raunar tók hann dýpra í árinni, nefndi sjúkdómsgreiningar, sem ég kýs að láta ógert hér. Ég efast um, að við viljum hafa þannig samfélag á Íslandi eftir nokkur ár.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar