Í kjölfar greinar: „Stjórnarskrárbrot?“ Þórey Guðmundsdóttir skrifar 14. janúar 2015 00:00 Er ekki merkilegt, þegar opin hugleiðing vekur meiri og víðfeðmari viðbrögð en hugleiðanda órar fyrir? Það var tilfellið með nefnda grein frá 14.11. Ég hef löngu misst tölu á því, hversu margir af báðum kynjum höfðu samband við mig með væntingar um að eitthvað væri hægt að gera til að breyta óþolandi ástandi, sem fólkið býr við. Flestir báðu um fullan trúnað, sem gerir það erfitt að fjalla um málin. Einstaka leyfðu takmarkaða umfjöllun með nafnleynd. Ég kýs því nú að fjalla um eitt alvarlegt kerfislægt atriði. Í forræðisdeilum fyrir dómi eru oft dómkvaddir matsmenn og fagmeðdómendur. En sá galli er á þeirri gjöf Njarðar, að löggjöf virðist óljós og reglur um þá starfsemi nær engar um hvernig skuli inna þau störf af hendi. T.d. er engin krafa um, að fagdómendur hafi ekki bakgrunn sjálfir, sem þeir gætu ruglað niðurstöðu með. Þar er átt við óleysta persónulega árekstra (konflikta) t.d. Þetta veldur óöryggi þeirra, sem verkin takast á hendur, svo og deilenda. Ekki síst verður réttaróöryggið nær fullkomið fyrir þolendur matsins, börnin. Fimm einstaklingar af báðum kynjum sögðu frá því, að dómkvaddir matsmenn sendu persónuleikapróf (sem eru tæki þeirra til að meta foreldrahæfni), heim með fólki í stað þess að láta fólk þreyta próf við eðlilegar staðlaðar aðstæður. Staðlaðar aðstæður eru, að fólk taki þessi próf í ró og einrúmi með yfirsetu, skili því í lokin til þess er yfir situr. Sömu einstaklingar sögðu, að ýmist væri, að fjölskylda og/eða félagar og vinir, þá gjarnan yfir glasi eða svipuðu, leystu þessi próf í sameiningu og hefðu gaman af. Útkoman yrði þá, að hver sem er, hvort sem um væri að ræða ofbeldisfólk eða siðleysingja, yrði þá skv. sálfræðimati, nær fullkominn hvað foreldrahæfni varðar. Þeir örfáu, sem gerðu ærlega tilraun til að vinna prófin heiðarlega og í einrúmi, kæmu þá verst út. Greiða þarf svo fyrir þjónustuna, sem dómkvaddi matsmaðurinn vinnur, oft í kringum eina milljón króna. Ég vildi ekki leggja trúnað á þessar frásagnir, en fékk staðfest hjá nokkrum lögfræðingum, að þessar aðferðir væru iðkaðar. Það að senda fólk heim með persónuleikapróf til útfyllingar, sem skila bæri til baka við hentugleika, væri fremur venja en undantekning. Á þessu ásamt einhverjum viðtölum eru byggðar skrifaðar álitsgerðir. Ég hef séð margar svona álitsgerðir og þær eiga það sammerkt, að vera mjög huglægar og án „bias“ eða að vísindaraka sé getið í matinu.Ekki barnvæn vinnubrögð Ég hef undir höndum tvær álitsgerðir matsmanna, sem ég má vitna í, þar sem löngu máli er varið til að níða óviðkomandi fólk, sem matsmaður hefur aldrei mætt, talað við eða séð. Í annarri álitsgerðinni er níðið haft eftir óviðkomandi manneskju, sem matsmaður hafði sýnilega rætt við. Í hinni skýrslunni eftir öðrum af málsaðilum. Af einhverjum tugum blaðsíðna í báðum skýrslum eru færri en tíu blaðsíður, sem fjalla beint um barnið, sem deilt er um. Svona vinnubrögð eru ekki barnvæn. Á þessum „rannsóknum“ byggist svo æði oft niðurstaða í forræðisdeilum fyrir dómstólum. „Ekki vildi ég vera dómari með svo óvönduð rannsóknargögn í höndum,“ sagði einn karlkyns viðmælandi og vel skiljanleg er sú afstaða. Reynsla er að verða komin á þessa aðferðafræði á Íslandi og annars staðar og ekki góð reynsla, þó pólitískur rétttrúnaður sumra, sem áhrif hafa, segi annað. Reidar Hjerman. fráfarandi umboðsmaður barna í Noregi frá 2004-2012 (ópólitískt skipaður, sérfræðingur í klínískri barna- og unglingasálfræði), hefur sagt í útvarpsþættinum Ekko í nrk. þ. 09.10.2014, að Norðmenn mættu búast við að þjóðin skiptist í þrennt í framtíðinni:a) Þau, sem ælust upp hjá foreldrum, sem byggju saman bernsku- og æskuár barnanna, eða alltaf hjá öðru foreldra og börnin væru fær um að tengjast öðrum varanlegum tilfinningaböndum.b) Þau, sem byggju á tveimur heimilum foreldranna til skiptis og samstarf foreldra væri viðunandi. Þau ættu erfitt með rótfestu og erfitt með að tengjast öðrum varanlegum tilfinningaböndum.c) Þau, sem þyrftu að ganga í gegn um langvarandi og illskeyttar deilur foreldra og þyrftu að búa á tveimur stöðum, væru þvinguð og/eða meidd, myndu ekki vera fær um að lifa svo kölluðu eðlilegu lífi, vera hrjáð af álagssjúkdómum af ýmsu tagi og andlegum örðugleikum. Raunar tók hann dýpra í árinni, nefndi sjúkdómsgreiningar, sem ég kýs að láta ógert hér. Ég efast um, að við viljum hafa þannig samfélag á Íslandi eftir nokkur ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Er ekki merkilegt, þegar opin hugleiðing vekur meiri og víðfeðmari viðbrögð en hugleiðanda órar fyrir? Það var tilfellið með nefnda grein frá 14.11. Ég hef löngu misst tölu á því, hversu margir af báðum kynjum höfðu samband við mig með væntingar um að eitthvað væri hægt að gera til að breyta óþolandi ástandi, sem fólkið býr við. Flestir báðu um fullan trúnað, sem gerir það erfitt að fjalla um málin. Einstaka leyfðu takmarkaða umfjöllun með nafnleynd. Ég kýs því nú að fjalla um eitt alvarlegt kerfislægt atriði. Í forræðisdeilum fyrir dómi eru oft dómkvaddir matsmenn og fagmeðdómendur. En sá galli er á þeirri gjöf Njarðar, að löggjöf virðist óljós og reglur um þá starfsemi nær engar um hvernig skuli inna þau störf af hendi. T.d. er engin krafa um, að fagdómendur hafi ekki bakgrunn sjálfir, sem þeir gætu ruglað niðurstöðu með. Þar er átt við óleysta persónulega árekstra (konflikta) t.d. Þetta veldur óöryggi þeirra, sem verkin takast á hendur, svo og deilenda. Ekki síst verður réttaróöryggið nær fullkomið fyrir þolendur matsins, börnin. Fimm einstaklingar af báðum kynjum sögðu frá því, að dómkvaddir matsmenn sendu persónuleikapróf (sem eru tæki þeirra til að meta foreldrahæfni), heim með fólki í stað þess að láta fólk þreyta próf við eðlilegar staðlaðar aðstæður. Staðlaðar aðstæður eru, að fólk taki þessi próf í ró og einrúmi með yfirsetu, skili því í lokin til þess er yfir situr. Sömu einstaklingar sögðu, að ýmist væri, að fjölskylda og/eða félagar og vinir, þá gjarnan yfir glasi eða svipuðu, leystu þessi próf í sameiningu og hefðu gaman af. Útkoman yrði þá, að hver sem er, hvort sem um væri að ræða ofbeldisfólk eða siðleysingja, yrði þá skv. sálfræðimati, nær fullkominn hvað foreldrahæfni varðar. Þeir örfáu, sem gerðu ærlega tilraun til að vinna prófin heiðarlega og í einrúmi, kæmu þá verst út. Greiða þarf svo fyrir þjónustuna, sem dómkvaddi matsmaðurinn vinnur, oft í kringum eina milljón króna. Ég vildi ekki leggja trúnað á þessar frásagnir, en fékk staðfest hjá nokkrum lögfræðingum, að þessar aðferðir væru iðkaðar. Það að senda fólk heim með persónuleikapróf til útfyllingar, sem skila bæri til baka við hentugleika, væri fremur venja en undantekning. Á þessu ásamt einhverjum viðtölum eru byggðar skrifaðar álitsgerðir. Ég hef séð margar svona álitsgerðir og þær eiga það sammerkt, að vera mjög huglægar og án „bias“ eða að vísindaraka sé getið í matinu.Ekki barnvæn vinnubrögð Ég hef undir höndum tvær álitsgerðir matsmanna, sem ég má vitna í, þar sem löngu máli er varið til að níða óviðkomandi fólk, sem matsmaður hefur aldrei mætt, talað við eða séð. Í annarri álitsgerðinni er níðið haft eftir óviðkomandi manneskju, sem matsmaður hafði sýnilega rætt við. Í hinni skýrslunni eftir öðrum af málsaðilum. Af einhverjum tugum blaðsíðna í báðum skýrslum eru færri en tíu blaðsíður, sem fjalla beint um barnið, sem deilt er um. Svona vinnubrögð eru ekki barnvæn. Á þessum „rannsóknum“ byggist svo æði oft niðurstaða í forræðisdeilum fyrir dómstólum. „Ekki vildi ég vera dómari með svo óvönduð rannsóknargögn í höndum,“ sagði einn karlkyns viðmælandi og vel skiljanleg er sú afstaða. Reynsla er að verða komin á þessa aðferðafræði á Íslandi og annars staðar og ekki góð reynsla, þó pólitískur rétttrúnaður sumra, sem áhrif hafa, segi annað. Reidar Hjerman. fráfarandi umboðsmaður barna í Noregi frá 2004-2012 (ópólitískt skipaður, sérfræðingur í klínískri barna- og unglingasálfræði), hefur sagt í útvarpsþættinum Ekko í nrk. þ. 09.10.2014, að Norðmenn mættu búast við að þjóðin skiptist í þrennt í framtíðinni:a) Þau, sem ælust upp hjá foreldrum, sem byggju saman bernsku- og æskuár barnanna, eða alltaf hjá öðru foreldra og börnin væru fær um að tengjast öðrum varanlegum tilfinningaböndum.b) Þau, sem byggju á tveimur heimilum foreldranna til skiptis og samstarf foreldra væri viðunandi. Þau ættu erfitt með rótfestu og erfitt með að tengjast öðrum varanlegum tilfinningaböndum.c) Þau, sem þyrftu að ganga í gegn um langvarandi og illskeyttar deilur foreldra og þyrftu að búa á tveimur stöðum, væru þvinguð og/eða meidd, myndu ekki vera fær um að lifa svo kölluðu eðlilegu lífi, vera hrjáð af álagssjúkdómum af ýmsu tagi og andlegum örðugleikum. Raunar tók hann dýpra í árinni, nefndi sjúkdómsgreiningar, sem ég kýs að láta ógert hér. Ég efast um, að við viljum hafa þannig samfélag á Íslandi eftir nokkur ár.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar