Kosningaréttur kvenna á Norðurlöndunum Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 16. júní 2015 07:00 Bók Mary Wollstonecraft Réttlæting fyrir réttindum kvenna sem kom út árið 1792 og Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill sem kom út árið 1869 höfðu mikil áhrif meðal kvenna í Evrópu og víðar um heim og vakti konur til umhugsunar um hin bágu kjör þeirra og réttindaleysi. Kvenrithöfundar, bækur þeirra og bæklingar juku einnig á vitund kvenna um hve léleg réttarstaða þeirra var. Nokkrar konur voru óháðar körlum þar sem þær voru ógiftar, voru kennarar, ráku greiðasölu eða verslun og greiddu skatta til samfélagsins. Barátta kvenna á Norðurlöndum fyrir kosningarétti hófst á seinni hluta 19. aldar. Noregur var fyrsta fullvalda ríkið til að veita konum kosningarétt árið 1913. Ástralía og Nýja-Sjáland höfðu veitt konum kosningarétt áður en þau ríki voru hins vegar í Breska heimsveldinu og Finnar, sem veittu konum kosningarétt árið 1906 voru á þeim tíma stórhertogadæmi undir stjórn Rússakeisara. Í Danmörku og á Íslandi fengu konur kosningarétt árið 1915 og í Svíþjóð árið 1919. Konur fengu almennt að kjósa fyrr í sveitarstjórnarkosningum en til þjóðþinga. Konur þurftu að berjast lengi til að fá þessi sjálfsögðu mannréttindi og oft fylgdi ekki kjörgengi um leið. Karlar höfðu ekki heldur allir rétt til að kjósa þar sem kosningaréttur var oft háður aldri, búsetu, eignum, skattgreiðslum og stétt. Konur sem greiddu skatta eða voru í iðnaðarmannagildum í Finnlandi og Svíþjóð fengu takmarkaðan kosningarétt á árunum 1718-1771 en þá var hann afnuminn. Árið 1862 gátu sænskar konur sem greiddu skatta kosið en það voru aðallega ógiftar konur eða ekkjur. Árið 1906 gátu giftar konur kosið til bæjarstjórna í Svíþjóð og árið 1909 gátu allar konur kosið í bæjarstjórnarkosningum. Árið 1863 fengu ógiftar konur og ekkjur í Noregi að kjósa ef þær voru eldri en 30 ára og væru myndugar. Árið 1898 höfðu allir karlar fengið kosningarétt og konur fengu rétt til að kjósa til sveitarstjórna. Noregur varð sjálfstætt konungsríki árið 1905 og tveimur árum síðar gátu konur sem voru eldri en 25 ára gamlar og áttu eignir eða greiddu skatta kosið í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum og boðið sig fram til þings. Kjörgengi þeirra var því víðtækara en kosningarétturinn sem þær fengu árið 1913. Þegar Danir sömdu nýja stjórnarskrá árið 1849 fengu þeir karlar kosningarétt sem voru orðnir 30 ára gamlir og áttu eigið heimili og höfðu hvorki verið vinnuhjú eða þegið fátækrahjálp. Danskar konur gátu kosið til sveitarstjórna árið 1908 ef þær voru orðnar 25 ára gamlar eða eldri og greiddu skatta eða eiginmenn þeirra. Fyrstu konurnar sem settust á þing á Norðurlöndunum voru 19 finnskar konur sem kosnar voru árið 1907. Ein kona settist á þing í Noregi árið 1911 og árið 1918 settust níu konur á danska þingið og þremur árum síðar voru fimm konur kosnar á þing Svía. Fyrsti norræni kvenráðherrann var Nina Bang sem settist í ríkisstjórn í Danmörku árið 1924 og varð hún menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bók Mary Wollstonecraft Réttlæting fyrir réttindum kvenna sem kom út árið 1792 og Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill sem kom út árið 1869 höfðu mikil áhrif meðal kvenna í Evrópu og víðar um heim og vakti konur til umhugsunar um hin bágu kjör þeirra og réttindaleysi. Kvenrithöfundar, bækur þeirra og bæklingar juku einnig á vitund kvenna um hve léleg réttarstaða þeirra var. Nokkrar konur voru óháðar körlum þar sem þær voru ógiftar, voru kennarar, ráku greiðasölu eða verslun og greiddu skatta til samfélagsins. Barátta kvenna á Norðurlöndum fyrir kosningarétti hófst á seinni hluta 19. aldar. Noregur var fyrsta fullvalda ríkið til að veita konum kosningarétt árið 1913. Ástralía og Nýja-Sjáland höfðu veitt konum kosningarétt áður en þau ríki voru hins vegar í Breska heimsveldinu og Finnar, sem veittu konum kosningarétt árið 1906 voru á þeim tíma stórhertogadæmi undir stjórn Rússakeisara. Í Danmörku og á Íslandi fengu konur kosningarétt árið 1915 og í Svíþjóð árið 1919. Konur fengu almennt að kjósa fyrr í sveitarstjórnarkosningum en til þjóðþinga. Konur þurftu að berjast lengi til að fá þessi sjálfsögðu mannréttindi og oft fylgdi ekki kjörgengi um leið. Karlar höfðu ekki heldur allir rétt til að kjósa þar sem kosningaréttur var oft háður aldri, búsetu, eignum, skattgreiðslum og stétt. Konur sem greiddu skatta eða voru í iðnaðarmannagildum í Finnlandi og Svíþjóð fengu takmarkaðan kosningarétt á árunum 1718-1771 en þá var hann afnuminn. Árið 1862 gátu sænskar konur sem greiddu skatta kosið en það voru aðallega ógiftar konur eða ekkjur. Árið 1906 gátu giftar konur kosið til bæjarstjórna í Svíþjóð og árið 1909 gátu allar konur kosið í bæjarstjórnarkosningum. Árið 1863 fengu ógiftar konur og ekkjur í Noregi að kjósa ef þær voru eldri en 30 ára og væru myndugar. Árið 1898 höfðu allir karlar fengið kosningarétt og konur fengu rétt til að kjósa til sveitarstjórna. Noregur varð sjálfstætt konungsríki árið 1905 og tveimur árum síðar gátu konur sem voru eldri en 25 ára gamlar og áttu eignir eða greiddu skatta kosið í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum og boðið sig fram til þings. Kjörgengi þeirra var því víðtækara en kosningarétturinn sem þær fengu árið 1913. Þegar Danir sömdu nýja stjórnarskrá árið 1849 fengu þeir karlar kosningarétt sem voru orðnir 30 ára gamlir og áttu eigið heimili og höfðu hvorki verið vinnuhjú eða þegið fátækrahjálp. Danskar konur gátu kosið til sveitarstjórna árið 1908 ef þær voru orðnar 25 ára gamlar eða eldri og greiddu skatta eða eiginmenn þeirra. Fyrstu konurnar sem settust á þing á Norðurlöndunum voru 19 finnskar konur sem kosnar voru árið 1907. Ein kona settist á þing í Noregi árið 1911 og árið 1918 settust níu konur á danska þingið og þremur árum síðar voru fimm konur kosnar á þing Svía. Fyrsti norræni kvenráðherrann var Nina Bang sem settist í ríkisstjórn í Danmörku árið 1924 og varð hún menntamálaráðherra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun