Kosningaréttur kvenna á Norðurlöndunum Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 16. júní 2015 07:00 Bók Mary Wollstonecraft Réttlæting fyrir réttindum kvenna sem kom út árið 1792 og Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill sem kom út árið 1869 höfðu mikil áhrif meðal kvenna í Evrópu og víðar um heim og vakti konur til umhugsunar um hin bágu kjör þeirra og réttindaleysi. Kvenrithöfundar, bækur þeirra og bæklingar juku einnig á vitund kvenna um hve léleg réttarstaða þeirra var. Nokkrar konur voru óháðar körlum þar sem þær voru ógiftar, voru kennarar, ráku greiðasölu eða verslun og greiddu skatta til samfélagsins. Barátta kvenna á Norðurlöndum fyrir kosningarétti hófst á seinni hluta 19. aldar. Noregur var fyrsta fullvalda ríkið til að veita konum kosningarétt árið 1913. Ástralía og Nýja-Sjáland höfðu veitt konum kosningarétt áður en þau ríki voru hins vegar í Breska heimsveldinu og Finnar, sem veittu konum kosningarétt árið 1906 voru á þeim tíma stórhertogadæmi undir stjórn Rússakeisara. Í Danmörku og á Íslandi fengu konur kosningarétt árið 1915 og í Svíþjóð árið 1919. Konur fengu almennt að kjósa fyrr í sveitarstjórnarkosningum en til þjóðþinga. Konur þurftu að berjast lengi til að fá þessi sjálfsögðu mannréttindi og oft fylgdi ekki kjörgengi um leið. Karlar höfðu ekki heldur allir rétt til að kjósa þar sem kosningaréttur var oft háður aldri, búsetu, eignum, skattgreiðslum og stétt. Konur sem greiddu skatta eða voru í iðnaðarmannagildum í Finnlandi og Svíþjóð fengu takmarkaðan kosningarétt á árunum 1718-1771 en þá var hann afnuminn. Árið 1862 gátu sænskar konur sem greiddu skatta kosið en það voru aðallega ógiftar konur eða ekkjur. Árið 1906 gátu giftar konur kosið til bæjarstjórna í Svíþjóð og árið 1909 gátu allar konur kosið í bæjarstjórnarkosningum. Árið 1863 fengu ógiftar konur og ekkjur í Noregi að kjósa ef þær voru eldri en 30 ára og væru myndugar. Árið 1898 höfðu allir karlar fengið kosningarétt og konur fengu rétt til að kjósa til sveitarstjórna. Noregur varð sjálfstætt konungsríki árið 1905 og tveimur árum síðar gátu konur sem voru eldri en 25 ára gamlar og áttu eignir eða greiddu skatta kosið í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum og boðið sig fram til þings. Kjörgengi þeirra var því víðtækara en kosningarétturinn sem þær fengu árið 1913. Þegar Danir sömdu nýja stjórnarskrá árið 1849 fengu þeir karlar kosningarétt sem voru orðnir 30 ára gamlir og áttu eigið heimili og höfðu hvorki verið vinnuhjú eða þegið fátækrahjálp. Danskar konur gátu kosið til sveitarstjórna árið 1908 ef þær voru orðnar 25 ára gamlar eða eldri og greiddu skatta eða eiginmenn þeirra. Fyrstu konurnar sem settust á þing á Norðurlöndunum voru 19 finnskar konur sem kosnar voru árið 1907. Ein kona settist á þing í Noregi árið 1911 og árið 1918 settust níu konur á danska þingið og þremur árum síðar voru fimm konur kosnar á þing Svía. Fyrsti norræni kvenráðherrann var Nina Bang sem settist í ríkisstjórn í Danmörku árið 1924 og varð hún menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Bók Mary Wollstonecraft Réttlæting fyrir réttindum kvenna sem kom út árið 1792 og Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill sem kom út árið 1869 höfðu mikil áhrif meðal kvenna í Evrópu og víðar um heim og vakti konur til umhugsunar um hin bágu kjör þeirra og réttindaleysi. Kvenrithöfundar, bækur þeirra og bæklingar juku einnig á vitund kvenna um hve léleg réttarstaða þeirra var. Nokkrar konur voru óháðar körlum þar sem þær voru ógiftar, voru kennarar, ráku greiðasölu eða verslun og greiddu skatta til samfélagsins. Barátta kvenna á Norðurlöndum fyrir kosningarétti hófst á seinni hluta 19. aldar. Noregur var fyrsta fullvalda ríkið til að veita konum kosningarétt árið 1913. Ástralía og Nýja-Sjáland höfðu veitt konum kosningarétt áður en þau ríki voru hins vegar í Breska heimsveldinu og Finnar, sem veittu konum kosningarétt árið 1906 voru á þeim tíma stórhertogadæmi undir stjórn Rússakeisara. Í Danmörku og á Íslandi fengu konur kosningarétt árið 1915 og í Svíþjóð árið 1919. Konur fengu almennt að kjósa fyrr í sveitarstjórnarkosningum en til þjóðþinga. Konur þurftu að berjast lengi til að fá þessi sjálfsögðu mannréttindi og oft fylgdi ekki kjörgengi um leið. Karlar höfðu ekki heldur allir rétt til að kjósa þar sem kosningaréttur var oft háður aldri, búsetu, eignum, skattgreiðslum og stétt. Konur sem greiddu skatta eða voru í iðnaðarmannagildum í Finnlandi og Svíþjóð fengu takmarkaðan kosningarétt á árunum 1718-1771 en þá var hann afnuminn. Árið 1862 gátu sænskar konur sem greiddu skatta kosið en það voru aðallega ógiftar konur eða ekkjur. Árið 1906 gátu giftar konur kosið til bæjarstjórna í Svíþjóð og árið 1909 gátu allar konur kosið í bæjarstjórnarkosningum. Árið 1863 fengu ógiftar konur og ekkjur í Noregi að kjósa ef þær voru eldri en 30 ára og væru myndugar. Árið 1898 höfðu allir karlar fengið kosningarétt og konur fengu rétt til að kjósa til sveitarstjórna. Noregur varð sjálfstætt konungsríki árið 1905 og tveimur árum síðar gátu konur sem voru eldri en 25 ára gamlar og áttu eignir eða greiddu skatta kosið í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum og boðið sig fram til þings. Kjörgengi þeirra var því víðtækara en kosningarétturinn sem þær fengu árið 1913. Þegar Danir sömdu nýja stjórnarskrá árið 1849 fengu þeir karlar kosningarétt sem voru orðnir 30 ára gamlir og áttu eigið heimili og höfðu hvorki verið vinnuhjú eða þegið fátækrahjálp. Danskar konur gátu kosið til sveitarstjórna árið 1908 ef þær voru orðnar 25 ára gamlar eða eldri og greiddu skatta eða eiginmenn þeirra. Fyrstu konurnar sem settust á þing á Norðurlöndunum voru 19 finnskar konur sem kosnar voru árið 1907. Ein kona settist á þing í Noregi árið 1911 og árið 1918 settust níu konur á danska þingið og þremur árum síðar voru fimm konur kosnar á þing Svía. Fyrsti norræni kvenráðherrann var Nina Bang sem settist í ríkisstjórn í Danmörku árið 1924 og varð hún menntamálaráðherra.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar