Kona Stinky endurheimt eftir þrjá mánuði Jóhannes Stefánsson skrifar 1. febrúar 2014 13:26 Kona Stinky er keppnishjólið hans Gísla Freys. Mynd/Facebook Gísli Freyr Sverrisson endurheimti fokdýrt keppnishjól sitt með hjálp lögreglumanna sem biðu í launsátri á meðan hann fór og hitti þjófinn, eftir að því var stolið af sjöundu hæð í blokk í Engihjallanum. „Þetta byrjaði á því að ég skildi hjólið mitt eftir á gangi á 7. hæð í Engihjallanum því ég nennti ekki a þeirri sekúndu að fara inn með hjólið," segir Gísli Freyr Sverrisson. Gísli er bróðir Jóns Margeirs Sverrissonar, sundkappa. „Pabbi fer síðan og skutlar bróður mínum á sundæfingu og þegar hann kemur heim spyr hann mig: „Hvar er hjólið þitt?" Ég fór bara beint út að leita að því. Það var snjókoma í gangi þannig að ég gat elt förin eftir hjólið aftur fyrir blokkina. Þaðan lágu þau að Digranesskóla en vegna þess að það var nýbúið að ryðja hurfu förin og ég gat ekki elt þau lengra," segir Gísli.Löggan beið í launsátri á meðan þeir hittu þjófinn„Ég auglýsti á Facebook að hjólinu mínu hefði verið stolið, en það skilaði engu. Þetta hjól kostar nýtt hálfa milljón og ég er búinn að eyða miklum peningum í það, þannig að þetta var ótrúlega leiðinlegt," segir Gísli. „Þrem mánuðum seinna hringir félagi minn í mig og segir að sér hafi verið boðið Kona Stinky 2008 árgerð í skiptum fyrir vespuna sína. Ég veit að það eru bara til þrjú svona hjól á landinu og annar félagi minn á eitt þeirra. Ég hringdi í hann og hann sagði að hann væri ekki að reyna að selja sitt, svo að mig grunaði að þetta væri mitt hjól," segir Gísli. „Vinur minn þóttist hafa áhuga á að fá hjólið í skiptum fyrir vespuna og fékk senda mynd af því. Þá var ég viss um að þetta væri mitt hjól og lét lögregluna vita af því. Síðan fórum við bara að skoða hjólið og við vorum búnir að hitta lögguna. Þeir biðu bara í rólegheitunum í nágrenninu og eftir að hafa spjallað við seljandann fór einn okkar út og veifaði til löggunar sem kom bara. Þjófurinn reyndi fyrst að ljúga sig út úr þessu, en ég er allavega búinn að fá hjólið," segir Gísli Freyr Sverrisson. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Gísli Freyr Sverrisson endurheimti fokdýrt keppnishjól sitt með hjálp lögreglumanna sem biðu í launsátri á meðan hann fór og hitti þjófinn, eftir að því var stolið af sjöundu hæð í blokk í Engihjallanum. „Þetta byrjaði á því að ég skildi hjólið mitt eftir á gangi á 7. hæð í Engihjallanum því ég nennti ekki a þeirri sekúndu að fara inn með hjólið," segir Gísli Freyr Sverrisson. Gísli er bróðir Jóns Margeirs Sverrissonar, sundkappa. „Pabbi fer síðan og skutlar bróður mínum á sundæfingu og þegar hann kemur heim spyr hann mig: „Hvar er hjólið þitt?" Ég fór bara beint út að leita að því. Það var snjókoma í gangi þannig að ég gat elt förin eftir hjólið aftur fyrir blokkina. Þaðan lágu þau að Digranesskóla en vegna þess að það var nýbúið að ryðja hurfu förin og ég gat ekki elt þau lengra," segir Gísli.Löggan beið í launsátri á meðan þeir hittu þjófinn„Ég auglýsti á Facebook að hjólinu mínu hefði verið stolið, en það skilaði engu. Þetta hjól kostar nýtt hálfa milljón og ég er búinn að eyða miklum peningum í það, þannig að þetta var ótrúlega leiðinlegt," segir Gísli. „Þrem mánuðum seinna hringir félagi minn í mig og segir að sér hafi verið boðið Kona Stinky 2008 árgerð í skiptum fyrir vespuna sína. Ég veit að það eru bara til þrjú svona hjól á landinu og annar félagi minn á eitt þeirra. Ég hringdi í hann og hann sagði að hann væri ekki að reyna að selja sitt, svo að mig grunaði að þetta væri mitt hjól," segir Gísli. „Vinur minn þóttist hafa áhuga á að fá hjólið í skiptum fyrir vespuna og fékk senda mynd af því. Þá var ég viss um að þetta væri mitt hjól og lét lögregluna vita af því. Síðan fórum við bara að skoða hjólið og við vorum búnir að hitta lögguna. Þeir biðu bara í rólegheitunum í nágrenninu og eftir að hafa spjallað við seljandann fór einn okkar út og veifaði til löggunar sem kom bara. Þjófurinn reyndi fyrst að ljúga sig út úr þessu, en ég er allavega búinn að fá hjólið," segir Gísli Freyr Sverrisson.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira