Mistæk menntun Kristján G. Arngrímsson skrifar 23. júlí 2014 07:00 Menntun kennara á Íslandi er ábótavant. Það skýrir að einhverju leyti dapurlega niðurstöðu í skýrslu sem unnin var fyrir menntamálaráðuneytið um stærðfræðikennslu. Megingallinn við núverandi fyrirkomulag menntunar kennara er sá, að hún miðast ekki við það sem kennaranemarnir koma raunverulega til með að þurfa að gera þegar þeir hefja störf í grunn- og framhaldsskólum, heldur miðast menntun þeirra fyrst og fremst við hagsmuni, sérþekkingu og viðhorf þeirra sem kenna þeim – þ.e. háskólakennaranna. Spurningin er hvort ekki skorti á að kennslufræðikennarar landsins hafi sérþekkingu á og jákvætt viðhorf til stærðfræðimenntunar. Ég var fyrir tveim eða þrem árum við nám á menntavísindasviði HÍ, og það var óskemmtileg reynsla. Samhliða náminu var ég kennari í framhaldsskóla (sem ég er enn) og það var sláandi hversu fjarlægur veruleiki kennarastarfsins var veruleika kennaranámsins. Stundum fannst mér eins og að fræðin sem ég var að lesa til að verða menntaður kennari kæmu hinu áþreifanlega starfi ekkert við. Í ljósi þessa var ekki undarlegt að ég og margir samnemendur mínir litum í rauninni ekki svo á að við væru að sækja okkur menntun (þekkingu og færni) heldur vorum við fyrst og fremst að þessu til að fá leyfisbréfið og mega fara að sinna því sem máli skiptir – kennslunni. Sem dæmi um hversu fjarlægur veruleiki réttindanámsins er hinu eiginlega kennslustarfi má nefna að í einni af kennslubókunum sem við áttum að nota – og afla okkur þekkingar úr, væntanlega – var talað um hinar ýmsu kennsluaðferðir, þar á meðal að nota skyggnur við kennslu. Og svo var stuttur kafli um að netið mætti alveg nota til gagns við kennslu. Ég er ekki viss um að allir samnemendur mínir hafi vitað hvað skyggnur eru, og svo mikið er víst að nemendur mínir hafa ekki hugmynd um það. Og skólinn sem ég kenni við (Menntaskóli Borgarfjarðar) gerir ráð fyrir að allir nemendur noti tölvur og netið til að vinna og skila verkefnum. Og MB er alls ekki eini skólinn sem svo háttar um, flestir framhaldsskólar starfa raunverulega með þessum hætti, það ég best veit.Vendikennsla Annað dæmi má nefna. Núna er vendikennsla eitt það nýjasta í kennslufræðum og flestir á þeirri skoðun að hefðbundnir fyrirlestrar séu gagnslaus kennsluaðferð. Ef ég man rétt var eitthvað minnst á þetta í kennslunni á menntavísindasviðinu, og haldnir yfir okkur fyrirlestrar um það hvað fyrirlestrar væru vonlaus kennsluaðferð. Enda sátu nemendurnir, kennaraefnin, flest í salnum og skoðuðu Facebook á meðan. Eða horfðu á myndbönd á YouTube. Hvað veldur því að kennsla í kennslufræðum hefur úrelst svona og fjarlægst veruleika kennarastarfsins? Að sumu leyti má finna svarið í hugtakinu „kennslufræði“. Áherslan er of mikil á fræðilega umfjöllun á kostnað hagnýtrar kennslu. Þessu til viðbótar má nefna, að þau fræði sem nemendum menntavísindasviðs eru kynnt virðast vera stöðnuð, sbr. kennslubókina sem ég nefndi hér að ofan. Síðast en ekki síst þykir kennsla ekki fínt starf í háskóla og bætir ekki laun háskólafólks. Fræðilegar rannsóknir eru það sem allt snýst um og það sem hækkar launin. Með því að birta svo og svo mikið af fræðilegum skrifum geta háskólakennarar hækkað í launum og því kannski eðlilegt að þeir vilji heldur sinna rannsóknum en kennslu. (Og jafnvel hætta á að þeir hugsi frekar um magn birtra fræðaskrifa heldur en raunverulegt, fræðilegt vægi þeirra). En þessar fræðilegu rannsóknir koma kennaranemum því miður að litlum notum. Þess vegna er hætt við að þeir sitji og bíði, og stytti sér stundir á Facebook og YouTube, á meðan „spekingurinn á sviðinu“ heldur langan fyrirlestur um niðurstöður rannsókna sinna (eða annarra sem hann er sammála). Til lengdar bíða nemendurnir einfaldlega eftir því að fá leyfisbréfið. Það blasir við að þetta hugarfar er ekki gott fyrir móralinn, en þarna er ekki við nemendurna að sakast, heldur frekar kennslustofnunina. Miða þarf meira við veruleika og þarfir nemenda hinna verðandi kennara, en ekki við fræðilegar áherslur og rannsóknir kennslufræðinganna. Bætt kennaramenntun fæst ekki með því að finna betri og „réttari“ kennslufræðikenningu, heldur með því að leggja meiri áherslu á hagnýta nálgun sem tekur mið af þeim veruleika sem kennaraefnin koma til með að mæta í starfi. Með þessum hætti væri hægt að gera kennaranámið merkingarbærara og betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Menntun kennara á Íslandi er ábótavant. Það skýrir að einhverju leyti dapurlega niðurstöðu í skýrslu sem unnin var fyrir menntamálaráðuneytið um stærðfræðikennslu. Megingallinn við núverandi fyrirkomulag menntunar kennara er sá, að hún miðast ekki við það sem kennaranemarnir koma raunverulega til með að þurfa að gera þegar þeir hefja störf í grunn- og framhaldsskólum, heldur miðast menntun þeirra fyrst og fremst við hagsmuni, sérþekkingu og viðhorf þeirra sem kenna þeim – þ.e. háskólakennaranna. Spurningin er hvort ekki skorti á að kennslufræðikennarar landsins hafi sérþekkingu á og jákvætt viðhorf til stærðfræðimenntunar. Ég var fyrir tveim eða þrem árum við nám á menntavísindasviði HÍ, og það var óskemmtileg reynsla. Samhliða náminu var ég kennari í framhaldsskóla (sem ég er enn) og það var sláandi hversu fjarlægur veruleiki kennarastarfsins var veruleika kennaranámsins. Stundum fannst mér eins og að fræðin sem ég var að lesa til að verða menntaður kennari kæmu hinu áþreifanlega starfi ekkert við. Í ljósi þessa var ekki undarlegt að ég og margir samnemendur mínir litum í rauninni ekki svo á að við væru að sækja okkur menntun (þekkingu og færni) heldur vorum við fyrst og fremst að þessu til að fá leyfisbréfið og mega fara að sinna því sem máli skiptir – kennslunni. Sem dæmi um hversu fjarlægur veruleiki réttindanámsins er hinu eiginlega kennslustarfi má nefna að í einni af kennslubókunum sem við áttum að nota – og afla okkur þekkingar úr, væntanlega – var talað um hinar ýmsu kennsluaðferðir, þar á meðal að nota skyggnur við kennslu. Og svo var stuttur kafli um að netið mætti alveg nota til gagns við kennslu. Ég er ekki viss um að allir samnemendur mínir hafi vitað hvað skyggnur eru, og svo mikið er víst að nemendur mínir hafa ekki hugmynd um það. Og skólinn sem ég kenni við (Menntaskóli Borgarfjarðar) gerir ráð fyrir að allir nemendur noti tölvur og netið til að vinna og skila verkefnum. Og MB er alls ekki eini skólinn sem svo háttar um, flestir framhaldsskólar starfa raunverulega með þessum hætti, það ég best veit.Vendikennsla Annað dæmi má nefna. Núna er vendikennsla eitt það nýjasta í kennslufræðum og flestir á þeirri skoðun að hefðbundnir fyrirlestrar séu gagnslaus kennsluaðferð. Ef ég man rétt var eitthvað minnst á þetta í kennslunni á menntavísindasviðinu, og haldnir yfir okkur fyrirlestrar um það hvað fyrirlestrar væru vonlaus kennsluaðferð. Enda sátu nemendurnir, kennaraefnin, flest í salnum og skoðuðu Facebook á meðan. Eða horfðu á myndbönd á YouTube. Hvað veldur því að kennsla í kennslufræðum hefur úrelst svona og fjarlægst veruleika kennarastarfsins? Að sumu leyti má finna svarið í hugtakinu „kennslufræði“. Áherslan er of mikil á fræðilega umfjöllun á kostnað hagnýtrar kennslu. Þessu til viðbótar má nefna, að þau fræði sem nemendum menntavísindasviðs eru kynnt virðast vera stöðnuð, sbr. kennslubókina sem ég nefndi hér að ofan. Síðast en ekki síst þykir kennsla ekki fínt starf í háskóla og bætir ekki laun háskólafólks. Fræðilegar rannsóknir eru það sem allt snýst um og það sem hækkar launin. Með því að birta svo og svo mikið af fræðilegum skrifum geta háskólakennarar hækkað í launum og því kannski eðlilegt að þeir vilji heldur sinna rannsóknum en kennslu. (Og jafnvel hætta á að þeir hugsi frekar um magn birtra fræðaskrifa heldur en raunverulegt, fræðilegt vægi þeirra). En þessar fræðilegu rannsóknir koma kennaranemum því miður að litlum notum. Þess vegna er hætt við að þeir sitji og bíði, og stytti sér stundir á Facebook og YouTube, á meðan „spekingurinn á sviðinu“ heldur langan fyrirlestur um niðurstöður rannsókna sinna (eða annarra sem hann er sammála). Til lengdar bíða nemendurnir einfaldlega eftir því að fá leyfisbréfið. Það blasir við að þetta hugarfar er ekki gott fyrir móralinn, en þarna er ekki við nemendurna að sakast, heldur frekar kennslustofnunina. Miða þarf meira við veruleika og þarfir nemenda hinna verðandi kennara, en ekki við fræðilegar áherslur og rannsóknir kennslufræðinganna. Bætt kennaramenntun fæst ekki með því að finna betri og „réttari“ kennslufræðikenningu, heldur með því að leggja meiri áherslu á hagnýta nálgun sem tekur mið af þeim veruleika sem kennaraefnin koma til með að mæta í starfi. Með þessum hætti væri hægt að gera kennaranámið merkingarbærara og betra.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun