Bréf til bæjarstjóra Þorgeir Valur Ellertsson skrifar 14. apríl 2014 13:26 Kæri bæjarstjóri og bæjarfulltrúar Þorgeir heiti ég og er Kópavogsbúi. Mig langar að koma athugasemd á framfæri varðandi útboðið til reksturs heilsurækta í sundlaugum bæjarins. Í fyrsta lagi, hvernig staðið var að útboðinu og hvaða hlutir voru þar metnir bjóðendum til tekna. Í öðru lagi hvaða áhrif þetta hefur á líf bæjarbúa í Kópavogi, kjör þeirra og heilsu. Það sést glöggt þegar litið er yfir forsendur útboðsins að hagur Kópavogsbúa er ekki hafður að leiðarljósi og því miður ekki heldur hagur Kópavogsbæjar. Stigagjöf var sett upp á eftirfarandi hátt. 5% Reynsla af rekstri líkamsræktar. 5% Reynsla af rekstri líkamsræktar tengdri sundlaug. 15% Verð á árskortum (sem gildir fyrsta árið, eftir það er verðið frjálst). 15 % Föst leiga á mánuði. 60% Aðgangs- og þjónustugjald, m.v. 270.000 heimsóknir á ári. Útboðið miðast við 8 ár með möguleika á framlengingu um 4 til viðbótar, alls 12 ár. Þarna eru tveir liðir sem vega hvað mest sem eru í raun algjörlega óskilgreindir. Verð á árskortum er látið gilda 15% í útboðinu. Það verð verður í boði eitt ár af þeim 12 sem samningurinn nær til. Þ.e. hvaða verð verður boðið upp á 8,3% samningstímans. Eftir 1 ár er frjáls verðlagning. Það verð sem WorldClass bauð fyrsta árið af samning sínum er 59.950 eða 42,3% hærra verð en Gym heilsa bauð. Það er engin trygging fyrir því að það verði ekki hækkað mun meira á samningstímanum, ég notaðist við google til að skoða verðþróun á líkamsræktarkortum hjá World Class Laugum og Gym heilsu (sem áður hét Actic, en sama kt.) samkvæmt þeim niðurstöðum komst ég að því að 23. september 2010 kostaði árskort í World Class í laugum 63.420 en í dag kostar það 79.990, hækkun upp á 16.570 kr. Hjá Actic (nú Gym Heilsa)á kostaði árskortið í Actic 31.419 kr, í dag kostar það 41.990kr, og er því hækkun Gym heilsu 10.571 kr þarna er 56% munur á hækkunum á innan við 4 árum. Hversu mikil ætli hækkun World Class verði á 12 árum, sér í lagi ef engin samkeppni verður eftir. Aðgangs og þjónustugjald, sem greitt er fyrir hverja heimsókn iðkanda. Miðað er við 270.000 heimsóknir. Gildir þessi liður 60%. Hvernig er hægt að gera ráð fyrir því að eftirspurnin verði 270.000 heimsóknir án þess að meta aðrar forsendur inn í. S.s. 66.6% verðskrárhækkun, það að nýi rekstraraðilinn skuli reka tvær aðrar líkamsræktarstöðvar í bæjarfélaginu fyrir eða aðra hluti svo sem almennings álit en svona mætti lengi telja. Hvernig er hægt að láta 60% af stigagjöfinni gilda fyrir huglægt mat. Aðsókn í heilsuræktina þarf einungis að dragast saman um 15,5% til að skila bæjarfélaginu minni pening á samningstímanum. En hver eru áhrifin fyrir Kópavogsbúa, hvað hefur þetta áhrif á marga Kópavogsbúa? Það er því miður staðreynd að það hafa ekki allir Kópavogsbúar efni á stunda heilsurækt vegna fjárskorts, með þessum breytingum þá hafa en færri möguleika á því, hækkun um 17.910 kr. eða 35.820 kr. parið er stór biti fyrir margar fjölskyldur eins og staðan er í dag. Við vitum öll að hreyfing hefur jákvæð áhrif á heilsuna, bæði líkamlega og andlega. Til eru mörg dæmi þess að hreyfing hefur stuðlað að aukinni atvinnuþáttöku einstaklinga, og því miður líka að skortur á hreyfingu dragi úr atvinnuþáttöku, vegna andlegs og líkamlegs vanlíðan og auki kostnað á heilbrigðiskerfið. Því er það stórt hagsmunarmál Kópavogsbæjar að sem flestir bæjarbúar stundi líkamsrækt af einhverjum toga. Í dag æfa u.þ.b. 5.000 manns hjá GYM heilsu, þar af eru c.a. 75% Kópavogsbúar, það eru c.a. 3.750 manns. Nú er verið að hækka árskortin þeirra um 17.960 kr. að lágmarki. Það gerir 67.350.000 króna hækkun á ári til íbúa í Kópavogi. Ef við gefum okkur það að verðið haldist óbreytt og ásókn verði sú sem gefin er upp á samningstímanum, sem verður að teljast að séu harla ólíklegt, þá eru þetta auknar álögur á kópavogsbúa upp á “einungis” 808.200.000 kr. á 12 ára tímabili. Hverju skilar þetta til Kópavogsbæjar? Það er í raun óvitað, en gefum okkur að aðsóknin haldist óbreytt, þá var tilboð WorldClass 12,4 milljónum hærra miðað við forsendur tilboðsins. Á 12 ára tímabili skilar það Kópavogsbæ auknum tekjum upp á 148,8 milljónir. Að sjálfsögðu eru það miklir peningar til að hjálpa við rekstur Kópavogsbæjar, en ef við drögum þær frá þeim auknu álögum sem leggjast á Kópavogsbúa þá er mismunurinn “aðeins” 659.400.000 krónur. Þessir peningar renna beint úr vösum bæjarbúa til WorldClass. Kæri bæjarstjóri og bæjarfulltrúar: Er það niðurstaða bæjarráðs Kópavogsbæjar að World Class sé best til þess fallið á sjá um þennan rekstur? Er það hagur Kópavogsbæjar að taka tilboði World Class? Er það gert með hagsmunum bæjarbúa að leiðarljósi að samþykja tilboð World Class? Hver er samfélagsleg ábyrgð Kópavogsbæjar? Getur það verið að mig vanti einhverjar forsendur í jöfnuna, er mér að yfirsjást eitthvað? Virðingarfyllst: Þorgeir Valur EllertssonLesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Kæri bæjarstjóri og bæjarfulltrúar Þorgeir heiti ég og er Kópavogsbúi. Mig langar að koma athugasemd á framfæri varðandi útboðið til reksturs heilsurækta í sundlaugum bæjarins. Í fyrsta lagi, hvernig staðið var að útboðinu og hvaða hlutir voru þar metnir bjóðendum til tekna. Í öðru lagi hvaða áhrif þetta hefur á líf bæjarbúa í Kópavogi, kjör þeirra og heilsu. Það sést glöggt þegar litið er yfir forsendur útboðsins að hagur Kópavogsbúa er ekki hafður að leiðarljósi og því miður ekki heldur hagur Kópavogsbæjar. Stigagjöf var sett upp á eftirfarandi hátt. 5% Reynsla af rekstri líkamsræktar. 5% Reynsla af rekstri líkamsræktar tengdri sundlaug. 15% Verð á árskortum (sem gildir fyrsta árið, eftir það er verðið frjálst). 15 % Föst leiga á mánuði. 60% Aðgangs- og þjónustugjald, m.v. 270.000 heimsóknir á ári. Útboðið miðast við 8 ár með möguleika á framlengingu um 4 til viðbótar, alls 12 ár. Þarna eru tveir liðir sem vega hvað mest sem eru í raun algjörlega óskilgreindir. Verð á árskortum er látið gilda 15% í útboðinu. Það verð verður í boði eitt ár af þeim 12 sem samningurinn nær til. Þ.e. hvaða verð verður boðið upp á 8,3% samningstímans. Eftir 1 ár er frjáls verðlagning. Það verð sem WorldClass bauð fyrsta árið af samning sínum er 59.950 eða 42,3% hærra verð en Gym heilsa bauð. Það er engin trygging fyrir því að það verði ekki hækkað mun meira á samningstímanum, ég notaðist við google til að skoða verðþróun á líkamsræktarkortum hjá World Class Laugum og Gym heilsu (sem áður hét Actic, en sama kt.) samkvæmt þeim niðurstöðum komst ég að því að 23. september 2010 kostaði árskort í World Class í laugum 63.420 en í dag kostar það 79.990, hækkun upp á 16.570 kr. Hjá Actic (nú Gym Heilsa)á kostaði árskortið í Actic 31.419 kr, í dag kostar það 41.990kr, og er því hækkun Gym heilsu 10.571 kr þarna er 56% munur á hækkunum á innan við 4 árum. Hversu mikil ætli hækkun World Class verði á 12 árum, sér í lagi ef engin samkeppni verður eftir. Aðgangs og þjónustugjald, sem greitt er fyrir hverja heimsókn iðkanda. Miðað er við 270.000 heimsóknir. Gildir þessi liður 60%. Hvernig er hægt að gera ráð fyrir því að eftirspurnin verði 270.000 heimsóknir án þess að meta aðrar forsendur inn í. S.s. 66.6% verðskrárhækkun, það að nýi rekstraraðilinn skuli reka tvær aðrar líkamsræktarstöðvar í bæjarfélaginu fyrir eða aðra hluti svo sem almennings álit en svona mætti lengi telja. Hvernig er hægt að láta 60% af stigagjöfinni gilda fyrir huglægt mat. Aðsókn í heilsuræktina þarf einungis að dragast saman um 15,5% til að skila bæjarfélaginu minni pening á samningstímanum. En hver eru áhrifin fyrir Kópavogsbúa, hvað hefur þetta áhrif á marga Kópavogsbúa? Það er því miður staðreynd að það hafa ekki allir Kópavogsbúar efni á stunda heilsurækt vegna fjárskorts, með þessum breytingum þá hafa en færri möguleika á því, hækkun um 17.910 kr. eða 35.820 kr. parið er stór biti fyrir margar fjölskyldur eins og staðan er í dag. Við vitum öll að hreyfing hefur jákvæð áhrif á heilsuna, bæði líkamlega og andlega. Til eru mörg dæmi þess að hreyfing hefur stuðlað að aukinni atvinnuþáttöku einstaklinga, og því miður líka að skortur á hreyfingu dragi úr atvinnuþáttöku, vegna andlegs og líkamlegs vanlíðan og auki kostnað á heilbrigðiskerfið. Því er það stórt hagsmunarmál Kópavogsbæjar að sem flestir bæjarbúar stundi líkamsrækt af einhverjum toga. Í dag æfa u.þ.b. 5.000 manns hjá GYM heilsu, þar af eru c.a. 75% Kópavogsbúar, það eru c.a. 3.750 manns. Nú er verið að hækka árskortin þeirra um 17.960 kr. að lágmarki. Það gerir 67.350.000 króna hækkun á ári til íbúa í Kópavogi. Ef við gefum okkur það að verðið haldist óbreytt og ásókn verði sú sem gefin er upp á samningstímanum, sem verður að teljast að séu harla ólíklegt, þá eru þetta auknar álögur á kópavogsbúa upp á “einungis” 808.200.000 kr. á 12 ára tímabili. Hverju skilar þetta til Kópavogsbæjar? Það er í raun óvitað, en gefum okkur að aðsóknin haldist óbreytt, þá var tilboð WorldClass 12,4 milljónum hærra miðað við forsendur tilboðsins. Á 12 ára tímabili skilar það Kópavogsbæ auknum tekjum upp á 148,8 milljónir. Að sjálfsögðu eru það miklir peningar til að hjálpa við rekstur Kópavogsbæjar, en ef við drögum þær frá þeim auknu álögum sem leggjast á Kópavogsbúa þá er mismunurinn “aðeins” 659.400.000 krónur. Þessir peningar renna beint úr vösum bæjarbúa til WorldClass. Kæri bæjarstjóri og bæjarfulltrúar: Er það niðurstaða bæjarráðs Kópavogsbæjar að World Class sé best til þess fallið á sjá um þennan rekstur? Er það hagur Kópavogsbæjar að taka tilboði World Class? Er það gert með hagsmunum bæjarbúa að leiðarljósi að samþykja tilboð World Class? Hver er samfélagsleg ábyrgð Kópavogsbæjar? Getur það verið að mig vanti einhverjar forsendur í jöfnuna, er mér að yfirsjást eitthvað? Virðingarfyllst: Þorgeir Valur EllertssonLesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun