Ákvarðanir vel tengda embættismannsins Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. október 2014 07:00 Kastljósi RÚV var á mánudagskvöldið beint að hagsmunatengslum valdamikils embættismanns í atvinnuvegaráðuneytinu, sem stýrir meðal annars nefnd sem tekur í umboði ráðherra ákvarðanir um hvort heimila skuli tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum. Tengsl embættismannsins við umsvifamikla innlenda framleiðendur eru margvísleg og víðtæk, en um leið er honum falið vald til að samþykkja eða synja beiðnum verzlunarfyrirtækja um að fá að flytja inn búvörur frá erlendum framleiðendum.„Við erum til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra var mættur í Kastljósið á þriðjudagskvöld og svaraði þar meðal annars þeirri gagnrýni að nefndin hefði dregið taum innlendra framleiðenda á kostnað innflytjenda. „En þannig er nú akkúrat lagaverkið. Það eru lögin sem Alþingi setti. Við erum til þess – lögin eru til þess sett að tryggja að hér sé innlend matvara á boðstólum og lögin snúast um það,“ sagði ráðherrann. Nú er það út af fyrir sig rétt hjá ráðherranum að lagasetning Alþingis hyglar einni atvinnugrein, landbúnaðinum, kinnroðalaust. Landbúnaðurinn er eina atvinnugreinin sem stjórnmálamenn telja sig sérstaklega „vera til þess“ að vernda fyrir erlendri samkeppni með ofurtollum og öðrum innflutningshömlum. Samþjöppun og einokun á mjólkurmarkaði, sem hefur orðið nánast algjör á undanförnum árum, er sömuleiðis í boði Alþingis, sem gaf mjólkuriðnaðinum sérstaka undanþágu frá samkeppnislöggjöfinni.Ekki framleitt á Íslandi Þrátt fyrir þetta gera lögin ráð fyrir því að hægt sé að flytja inn erlenda búvöru án tolla ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurninni. Samkvæmt 65. grein búvörulaganna skal ráðherra úthluta tollkvóta fyrir vörur sem ekki er nóg til af á innanlandsmarkaði. Ráðgjafarnefnd ráðherra um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum hefur ítrekað hafnað beiðnum fyrirtækja um að fá að flytja inn erlenda búvöru, sem er alls ekki framleidd á Íslandi, þar með talinn lífrænan kjúkling og osta úr ær-, geita- og buffalamjólk. Nefndin hefur vísað til þess að slíka vöru sé hægt að flytja inn samkvæmt öðrum tollkvótum. Þær ívilnanir voru hins vegar ekki ákveðnar til að mæta vöruskorti, heldur vegna gagnkvæmra skuldbindinga Íslands samkvæmt alþjóðasamningum. Það er engin leið að rökstyðja að innflutningur á búvöru, sem er ekki framleidd á Íslandi, vinni gegn því markmiði að innlend búvara sé á boðstólum. Ef eitthvað er myndi slíkur innflutningur stuðla að því að innlendir framleiðendur ykju fjölbreytnina í eigin vöruframboði, neytendum til hagsbóta. Að vilja hefta innflutning á ærmjólkurosti til að vernda innlenda ostaframleiðslu er dálítið eins og iðnaðarráðherrann vildi hafa ofurtolla á veiðistöngum til að vernda innlendar netagerðir. Atvinnuvegaráðuneytið vildi ekki takast á um ákvörðun ráðgjafanefndarinnar fyrir dómi og fékk í vikunni vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur stefnu Haga ehf., sem kröfðust ógildingar á synjun beiðni um tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir osta. Sú frávísun hefur verið kærð til Hæstaréttar. Íslenzk verzlunarfyrirtæki munu hins vegar halda áfram að láta reyna á lögmæti ákvarðana ráðgjafanefndarinnar, sem vel tengdi embættismaðurinn stýrir. Það er bæði hagur verzlunarinnar í landinu og neytenda að þær heimildir, sem þó eru í lögunum til að flytja inn ódýra búvöru, séu nýttar. Til lengri tíma litið þarf að tryggja að landbúnaðurinn fái erlenda samkeppni í vaxandi mæli, rétt eins og aðrar atvinnugreinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kastljósi RÚV var á mánudagskvöldið beint að hagsmunatengslum valdamikils embættismanns í atvinnuvegaráðuneytinu, sem stýrir meðal annars nefnd sem tekur í umboði ráðherra ákvarðanir um hvort heimila skuli tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum. Tengsl embættismannsins við umsvifamikla innlenda framleiðendur eru margvísleg og víðtæk, en um leið er honum falið vald til að samþykkja eða synja beiðnum verzlunarfyrirtækja um að fá að flytja inn búvörur frá erlendum framleiðendum.„Við erum til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra var mættur í Kastljósið á þriðjudagskvöld og svaraði þar meðal annars þeirri gagnrýni að nefndin hefði dregið taum innlendra framleiðenda á kostnað innflytjenda. „En þannig er nú akkúrat lagaverkið. Það eru lögin sem Alþingi setti. Við erum til þess – lögin eru til þess sett að tryggja að hér sé innlend matvara á boðstólum og lögin snúast um það,“ sagði ráðherrann. Nú er það út af fyrir sig rétt hjá ráðherranum að lagasetning Alþingis hyglar einni atvinnugrein, landbúnaðinum, kinnroðalaust. Landbúnaðurinn er eina atvinnugreinin sem stjórnmálamenn telja sig sérstaklega „vera til þess“ að vernda fyrir erlendri samkeppni með ofurtollum og öðrum innflutningshömlum. Samþjöppun og einokun á mjólkurmarkaði, sem hefur orðið nánast algjör á undanförnum árum, er sömuleiðis í boði Alþingis, sem gaf mjólkuriðnaðinum sérstaka undanþágu frá samkeppnislöggjöfinni.Ekki framleitt á Íslandi Þrátt fyrir þetta gera lögin ráð fyrir því að hægt sé að flytja inn erlenda búvöru án tolla ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurninni. Samkvæmt 65. grein búvörulaganna skal ráðherra úthluta tollkvóta fyrir vörur sem ekki er nóg til af á innanlandsmarkaði. Ráðgjafarnefnd ráðherra um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum hefur ítrekað hafnað beiðnum fyrirtækja um að fá að flytja inn erlenda búvöru, sem er alls ekki framleidd á Íslandi, þar með talinn lífrænan kjúkling og osta úr ær-, geita- og buffalamjólk. Nefndin hefur vísað til þess að slíka vöru sé hægt að flytja inn samkvæmt öðrum tollkvótum. Þær ívilnanir voru hins vegar ekki ákveðnar til að mæta vöruskorti, heldur vegna gagnkvæmra skuldbindinga Íslands samkvæmt alþjóðasamningum. Það er engin leið að rökstyðja að innflutningur á búvöru, sem er ekki framleidd á Íslandi, vinni gegn því markmiði að innlend búvara sé á boðstólum. Ef eitthvað er myndi slíkur innflutningur stuðla að því að innlendir framleiðendur ykju fjölbreytnina í eigin vöruframboði, neytendum til hagsbóta. Að vilja hefta innflutning á ærmjólkurosti til að vernda innlenda ostaframleiðslu er dálítið eins og iðnaðarráðherrann vildi hafa ofurtolla á veiðistöngum til að vernda innlendar netagerðir. Atvinnuvegaráðuneytið vildi ekki takast á um ákvörðun ráðgjafanefndarinnar fyrir dómi og fékk í vikunni vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur stefnu Haga ehf., sem kröfðust ógildingar á synjun beiðni um tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir osta. Sú frávísun hefur verið kærð til Hæstaréttar. Íslenzk verzlunarfyrirtæki munu hins vegar halda áfram að láta reyna á lögmæti ákvarðana ráðgjafanefndarinnar, sem vel tengdi embættismaðurinn stýrir. Það er bæði hagur verzlunarinnar í landinu og neytenda að þær heimildir, sem þó eru í lögunum til að flytja inn ódýra búvöru, séu nýttar. Til lengri tíma litið þarf að tryggja að landbúnaðurinn fái erlenda samkeppni í vaxandi mæli, rétt eins og aðrar atvinnugreinar.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun