Glæpagengi ráðast á konur og stúlkur Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. nóvember 2014 12:00 Israel Ticas Starfar hjá saksóknara í Hondúras við að grafa upp ómerktar grafir. vísir/ap Meira en 1.500 glæpagengi eru skráð í bækur öryggismálaráðuneytisins í El Salvador. Þau vaða uppi með ofbeldi og halda þjóðinni í heljargreipum. Konur og stúlkur verða einna verst úti, en til þessa hefur þögnin að mestu ríkt um hið kynbundna ofbeldi. „Allir meðlimir þessara glæpagengja ráðast á konur. Öll glæpagengin haga sér svona,“ segir Silvia Juares, lögmaður samtaka sem fylgjast með kynbundnu ofbeldi í El Salvador. „Ef það eru 60 til 70 þúsund glæpamenn, ímyndið ykkur þá hve mörgum konum hefur verið misþyrmt.“ Samkvæmt opinberum tölum hafa 239 konur og stúlkur verið myrtar í El Salvador það sem af er þessu ári, og 201 að auki er saknað. Frá ársbyrjun og fram í ágúst var tilkynnt um 361 nauðgun til lögreglunnar. Tölfræðin er hins vegar afar óáreiðanleg, enda er almennt talið að um það bil tuttugu prósent kvenna tilkynni um nauðganir. Líklegt er að þetta hlutfall sé enn lægra í El Salvador. Vera má að dauðsföll og mannshvörf séu heldur ekki tilkynnt í öllum tilvikum. Margar konur hafa flúið land frekar en að þurfa að leita á náðir réttarkerfis, sem oftar en ekki lætur ofbeldi gegn konum óátalið. Margar leita hælis í Bandaríkjunum eftir að hafa verið rænt og nauðgað. „Við höfum séð mikla fjölgun,“ segir Lindsay Toczlylowski, sem er lögfræðingur hjá kaþólskum líknarsamtökum í Los Angeles. „Þannig þróast gengjastríðin. Við sjáum þetta annars staðar þar sem stríðsástand ríkir og nauðganir eru notaðar sem vopn.“ Sex milljónir manns búa í El Salvador. Tíðni morða er þar hærri en í nokkru öðru landi að undanskildu nágrannalandinu Hondúras. Jafnan eftir miklar rigningar koma í ljós ómerktar grafir þar sem fórnarlömb glæpa hafa verið falin. Afbrotafræðingur að nafni Israel Ticas hefur það að starfi að grafa upp lík úr ómerktum gröfum fyrir skrifstofu ríkissaksóknarans. Hann segir að í meira en helmingi þeirra grafa, sem hann hefur fundið, séu lík kvenna eða stúlkna. „Það eru örugglega hundruð slíkra mála og jafnvel þúsundir,“ segir hann. Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Sjá meira
Meira en 1.500 glæpagengi eru skráð í bækur öryggismálaráðuneytisins í El Salvador. Þau vaða uppi með ofbeldi og halda þjóðinni í heljargreipum. Konur og stúlkur verða einna verst úti, en til þessa hefur þögnin að mestu ríkt um hið kynbundna ofbeldi. „Allir meðlimir þessara glæpagengja ráðast á konur. Öll glæpagengin haga sér svona,“ segir Silvia Juares, lögmaður samtaka sem fylgjast með kynbundnu ofbeldi í El Salvador. „Ef það eru 60 til 70 þúsund glæpamenn, ímyndið ykkur þá hve mörgum konum hefur verið misþyrmt.“ Samkvæmt opinberum tölum hafa 239 konur og stúlkur verið myrtar í El Salvador það sem af er þessu ári, og 201 að auki er saknað. Frá ársbyrjun og fram í ágúst var tilkynnt um 361 nauðgun til lögreglunnar. Tölfræðin er hins vegar afar óáreiðanleg, enda er almennt talið að um það bil tuttugu prósent kvenna tilkynni um nauðganir. Líklegt er að þetta hlutfall sé enn lægra í El Salvador. Vera má að dauðsföll og mannshvörf séu heldur ekki tilkynnt í öllum tilvikum. Margar konur hafa flúið land frekar en að þurfa að leita á náðir réttarkerfis, sem oftar en ekki lætur ofbeldi gegn konum óátalið. Margar leita hælis í Bandaríkjunum eftir að hafa verið rænt og nauðgað. „Við höfum séð mikla fjölgun,“ segir Lindsay Toczlylowski, sem er lögfræðingur hjá kaþólskum líknarsamtökum í Los Angeles. „Þannig þróast gengjastríðin. Við sjáum þetta annars staðar þar sem stríðsástand ríkir og nauðganir eru notaðar sem vopn.“ Sex milljónir manns búa í El Salvador. Tíðni morða er þar hærri en í nokkru öðru landi að undanskildu nágrannalandinu Hondúras. Jafnan eftir miklar rigningar koma í ljós ómerktar grafir þar sem fórnarlömb glæpa hafa verið falin. Afbrotafræðingur að nafni Israel Ticas hefur það að starfi að grafa upp lík úr ómerktum gröfum fyrir skrifstofu ríkissaksóknarans. Hann segir að í meira en helmingi þeirra grafa, sem hann hefur fundið, séu lík kvenna eða stúlkna. „Það eru örugglega hundruð slíkra mála og jafnvel þúsundir,“ segir hann.
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Sjá meira