Hver vill vera veikur? Eymundur L. Eymundsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Hvað getur maður sagt í blaði um geðraskanir. Jú, ég hef langa reynslu af kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Að kvíða hverjum degi og fara á hnefanum gegnum lífið er mikið myrkur sem mótaði mitt líf. Ég vissi ekki hvað þetta var og því þorði ég ekki að tala um hvernig mér leið út af skömm á sjálfum mér þar sem ég hélt að allir myndu dæma mig, segja mér að hætta þessari vitleysu og rífa mig bara upp og hætta þessu væli. Ef það væri nú bara svo auðvelt þá væri þetta ekkert mál. Ég hélt að fólk sem væri geðveikt væri eins og maður sér í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með geðraskanir. Það var hins vegar gæfa mín að fara í mína aðra mjaðmaliðaskiptingu á sex árum sömu megin eftir að vera kominn með slitgigt og vera verkjasjúklingur sem ég er í dag. Það var nefnilega árið 2005 þegar ég var í verkjaskóla á Kristnesi í Eyjafirði að þar var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það var í fyrsta skipti á minni ævi sem ég sá hvað ég hafði verið að glíma við allt mitt líf og sá líka að hægt var að fá hjálp og það var von um betra líf. Ég fékk hjálp og hef nýtt mér hjálpina með að viðurkenna mínar geðraskanir og maður þarf ekki að skammast sín fyrir að vera með sjúkdóm. Hef lagt gríðarlega mikla vinnu á mig og nýtt mér hjálpina enda vildi ég eignast líf en til þess þurfti ég að vinna fyrir því. Þetta var árið 2005 og núna, eftir að hafa nýtt mér hjálpina, á ég mér líf sem ég vil lifa að vera þáttakandi í og miðla meðal annars af minni reynslu til að hjálpa öðrum. Eins og að skrifa mína sögu sem gefur vonandi öðrum von. http://www.akv.is/akvbl/umraedan/2013/10/09/saga-af-bata/ http://grofin.wordpress.com/Tími til að opna umræðuna Um þessa hluti var ekki fjallað hér áður fyrr en sem betur fer er þetta að opnast. Það vill enginn vera veikur, sama hvaða veiki það er. Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, taugakerfið brothætt, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur og að vera uppstökkur. Allt eru þetta algengir fylgikvillar geðraskana. En af hverju eru svona miklir fordómar gagnvart fólki með geðraskanir? Er það umfjöllun fjölmiðla sem hefur svona mikil áhrif? Eru það bandarískar bíómyndir sem sýna óraunverulegt ástands fólks með geðraskanir? Ef fólk væri með krabbamein væri fólk með fordóma gagnvart því? Nei, það vill enginn vera veikur og það gildir jafnt yfir fólk með geðræn veikindi og önnur veikindi! Því eigum við að standa saman og hjálpa hverju öðru til öðlast betra líf. Vanþekking er enn mikil í þjóðfélaginu, stimplun og fordómar verða oft til þess að fólk leitar sér ekki aðstoðar. Með því að opna þessa umræðu og nýta sér sameiginlega reynslu fagmanna og notenda í bata af geðröskunum væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Meðal annars með því að leggja almennilegan pening í forvarnir og fræðslu um geðraskanir. Í félög sem eru að vinna í þessum geira svo þau geti sinnt þessum málum. Opinberar stofnanir sem vinna í þessum geira ættu að sjá hag sinn í að ráða notendur í bata til starfa. Það er mikill fjársjóður í notendum í bata sem er oft vanmetinn því miður. Það þarf nýja nálgun og hvernig væri þá að nýta sér reynslu notenda sem fæst ekki í bókum heldur af persónulegri reynslu. Að fagmenn og notendur í bata vinni saman á jafningjagrunni gæti hjálpað mörgum og bjargað mörgum mannslífum til að öðlast betra líf. En til þess þarf aðeins vilja til að breyta en ekki hanga í sama farinu. Það eru 2-3 sem svipta sig lífi á mánuði sem eru að gíma við geðraskanir og ég hefði getað orðið einn af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Hvað getur maður sagt í blaði um geðraskanir. Jú, ég hef langa reynslu af kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Að kvíða hverjum degi og fara á hnefanum gegnum lífið er mikið myrkur sem mótaði mitt líf. Ég vissi ekki hvað þetta var og því þorði ég ekki að tala um hvernig mér leið út af skömm á sjálfum mér þar sem ég hélt að allir myndu dæma mig, segja mér að hætta þessari vitleysu og rífa mig bara upp og hætta þessu væli. Ef það væri nú bara svo auðvelt þá væri þetta ekkert mál. Ég hélt að fólk sem væri geðveikt væri eins og maður sér í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með geðraskanir. Það var hins vegar gæfa mín að fara í mína aðra mjaðmaliðaskiptingu á sex árum sömu megin eftir að vera kominn með slitgigt og vera verkjasjúklingur sem ég er í dag. Það var nefnilega árið 2005 þegar ég var í verkjaskóla á Kristnesi í Eyjafirði að þar var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það var í fyrsta skipti á minni ævi sem ég sá hvað ég hafði verið að glíma við allt mitt líf og sá líka að hægt var að fá hjálp og það var von um betra líf. Ég fékk hjálp og hef nýtt mér hjálpina með að viðurkenna mínar geðraskanir og maður þarf ekki að skammast sín fyrir að vera með sjúkdóm. Hef lagt gríðarlega mikla vinnu á mig og nýtt mér hjálpina enda vildi ég eignast líf en til þess þurfti ég að vinna fyrir því. Þetta var árið 2005 og núna, eftir að hafa nýtt mér hjálpina, á ég mér líf sem ég vil lifa að vera þáttakandi í og miðla meðal annars af minni reynslu til að hjálpa öðrum. Eins og að skrifa mína sögu sem gefur vonandi öðrum von. http://www.akv.is/akvbl/umraedan/2013/10/09/saga-af-bata/ http://grofin.wordpress.com/Tími til að opna umræðuna Um þessa hluti var ekki fjallað hér áður fyrr en sem betur fer er þetta að opnast. Það vill enginn vera veikur, sama hvaða veiki það er. Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, taugakerfið brothætt, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur og að vera uppstökkur. Allt eru þetta algengir fylgikvillar geðraskana. En af hverju eru svona miklir fordómar gagnvart fólki með geðraskanir? Er það umfjöllun fjölmiðla sem hefur svona mikil áhrif? Eru það bandarískar bíómyndir sem sýna óraunverulegt ástands fólks með geðraskanir? Ef fólk væri með krabbamein væri fólk með fordóma gagnvart því? Nei, það vill enginn vera veikur og það gildir jafnt yfir fólk með geðræn veikindi og önnur veikindi! Því eigum við að standa saman og hjálpa hverju öðru til öðlast betra líf. Vanþekking er enn mikil í þjóðfélaginu, stimplun og fordómar verða oft til þess að fólk leitar sér ekki aðstoðar. Með því að opna þessa umræðu og nýta sér sameiginlega reynslu fagmanna og notenda í bata af geðröskunum væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Meðal annars með því að leggja almennilegan pening í forvarnir og fræðslu um geðraskanir. Í félög sem eru að vinna í þessum geira svo þau geti sinnt þessum málum. Opinberar stofnanir sem vinna í þessum geira ættu að sjá hag sinn í að ráða notendur í bata til starfa. Það er mikill fjársjóður í notendum í bata sem er oft vanmetinn því miður. Það þarf nýja nálgun og hvernig væri þá að nýta sér reynslu notenda sem fæst ekki í bókum heldur af persónulegri reynslu. Að fagmenn og notendur í bata vinni saman á jafningjagrunni gæti hjálpað mörgum og bjargað mörgum mannslífum til að öðlast betra líf. En til þess þarf aðeins vilja til að breyta en ekki hanga í sama farinu. Það eru 2-3 sem svipta sig lífi á mánuði sem eru að gíma við geðraskanir og ég hefði getað orðið einn af þeim.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun