Hver vill vera veikur? Eymundur L. Eymundsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Hvað getur maður sagt í blaði um geðraskanir. Jú, ég hef langa reynslu af kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Að kvíða hverjum degi og fara á hnefanum gegnum lífið er mikið myrkur sem mótaði mitt líf. Ég vissi ekki hvað þetta var og því þorði ég ekki að tala um hvernig mér leið út af skömm á sjálfum mér þar sem ég hélt að allir myndu dæma mig, segja mér að hætta þessari vitleysu og rífa mig bara upp og hætta þessu væli. Ef það væri nú bara svo auðvelt þá væri þetta ekkert mál. Ég hélt að fólk sem væri geðveikt væri eins og maður sér í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með geðraskanir. Það var hins vegar gæfa mín að fara í mína aðra mjaðmaliðaskiptingu á sex árum sömu megin eftir að vera kominn með slitgigt og vera verkjasjúklingur sem ég er í dag. Það var nefnilega árið 2005 þegar ég var í verkjaskóla á Kristnesi í Eyjafirði að þar var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það var í fyrsta skipti á minni ævi sem ég sá hvað ég hafði verið að glíma við allt mitt líf og sá líka að hægt var að fá hjálp og það var von um betra líf. Ég fékk hjálp og hef nýtt mér hjálpina með að viðurkenna mínar geðraskanir og maður þarf ekki að skammast sín fyrir að vera með sjúkdóm. Hef lagt gríðarlega mikla vinnu á mig og nýtt mér hjálpina enda vildi ég eignast líf en til þess þurfti ég að vinna fyrir því. Þetta var árið 2005 og núna, eftir að hafa nýtt mér hjálpina, á ég mér líf sem ég vil lifa að vera þáttakandi í og miðla meðal annars af minni reynslu til að hjálpa öðrum. Eins og að skrifa mína sögu sem gefur vonandi öðrum von. http://www.akv.is/akvbl/umraedan/2013/10/09/saga-af-bata/ http://grofin.wordpress.com/Tími til að opna umræðuna Um þessa hluti var ekki fjallað hér áður fyrr en sem betur fer er þetta að opnast. Það vill enginn vera veikur, sama hvaða veiki það er. Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, taugakerfið brothætt, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur og að vera uppstökkur. Allt eru þetta algengir fylgikvillar geðraskana. En af hverju eru svona miklir fordómar gagnvart fólki með geðraskanir? Er það umfjöllun fjölmiðla sem hefur svona mikil áhrif? Eru það bandarískar bíómyndir sem sýna óraunverulegt ástands fólks með geðraskanir? Ef fólk væri með krabbamein væri fólk með fordóma gagnvart því? Nei, það vill enginn vera veikur og það gildir jafnt yfir fólk með geðræn veikindi og önnur veikindi! Því eigum við að standa saman og hjálpa hverju öðru til öðlast betra líf. Vanþekking er enn mikil í þjóðfélaginu, stimplun og fordómar verða oft til þess að fólk leitar sér ekki aðstoðar. Með því að opna þessa umræðu og nýta sér sameiginlega reynslu fagmanna og notenda í bata af geðröskunum væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Meðal annars með því að leggja almennilegan pening í forvarnir og fræðslu um geðraskanir. Í félög sem eru að vinna í þessum geira svo þau geti sinnt þessum málum. Opinberar stofnanir sem vinna í þessum geira ættu að sjá hag sinn í að ráða notendur í bata til starfa. Það er mikill fjársjóður í notendum í bata sem er oft vanmetinn því miður. Það þarf nýja nálgun og hvernig væri þá að nýta sér reynslu notenda sem fæst ekki í bókum heldur af persónulegri reynslu. Að fagmenn og notendur í bata vinni saman á jafningjagrunni gæti hjálpað mörgum og bjargað mörgum mannslífum til að öðlast betra líf. En til þess þarf aðeins vilja til að breyta en ekki hanga í sama farinu. Það eru 2-3 sem svipta sig lífi á mánuði sem eru að gíma við geðraskanir og ég hefði getað orðið einn af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hvað getur maður sagt í blaði um geðraskanir. Jú, ég hef langa reynslu af kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Að kvíða hverjum degi og fara á hnefanum gegnum lífið er mikið myrkur sem mótaði mitt líf. Ég vissi ekki hvað þetta var og því þorði ég ekki að tala um hvernig mér leið út af skömm á sjálfum mér þar sem ég hélt að allir myndu dæma mig, segja mér að hætta þessari vitleysu og rífa mig bara upp og hætta þessu væli. Ef það væri nú bara svo auðvelt þá væri þetta ekkert mál. Ég hélt að fólk sem væri geðveikt væri eins og maður sér í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með geðraskanir. Það var hins vegar gæfa mín að fara í mína aðra mjaðmaliðaskiptingu á sex árum sömu megin eftir að vera kominn með slitgigt og vera verkjasjúklingur sem ég er í dag. Það var nefnilega árið 2005 þegar ég var í verkjaskóla á Kristnesi í Eyjafirði að þar var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það var í fyrsta skipti á minni ævi sem ég sá hvað ég hafði verið að glíma við allt mitt líf og sá líka að hægt var að fá hjálp og það var von um betra líf. Ég fékk hjálp og hef nýtt mér hjálpina með að viðurkenna mínar geðraskanir og maður þarf ekki að skammast sín fyrir að vera með sjúkdóm. Hef lagt gríðarlega mikla vinnu á mig og nýtt mér hjálpina enda vildi ég eignast líf en til þess þurfti ég að vinna fyrir því. Þetta var árið 2005 og núna, eftir að hafa nýtt mér hjálpina, á ég mér líf sem ég vil lifa að vera þáttakandi í og miðla meðal annars af minni reynslu til að hjálpa öðrum. Eins og að skrifa mína sögu sem gefur vonandi öðrum von. http://www.akv.is/akvbl/umraedan/2013/10/09/saga-af-bata/ http://grofin.wordpress.com/Tími til að opna umræðuna Um þessa hluti var ekki fjallað hér áður fyrr en sem betur fer er þetta að opnast. Það vill enginn vera veikur, sama hvaða veiki það er. Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, taugakerfið brothætt, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur og að vera uppstökkur. Allt eru þetta algengir fylgikvillar geðraskana. En af hverju eru svona miklir fordómar gagnvart fólki með geðraskanir? Er það umfjöllun fjölmiðla sem hefur svona mikil áhrif? Eru það bandarískar bíómyndir sem sýna óraunverulegt ástands fólks með geðraskanir? Ef fólk væri með krabbamein væri fólk með fordóma gagnvart því? Nei, það vill enginn vera veikur og það gildir jafnt yfir fólk með geðræn veikindi og önnur veikindi! Því eigum við að standa saman og hjálpa hverju öðru til öðlast betra líf. Vanþekking er enn mikil í þjóðfélaginu, stimplun og fordómar verða oft til þess að fólk leitar sér ekki aðstoðar. Með því að opna þessa umræðu og nýta sér sameiginlega reynslu fagmanna og notenda í bata af geðröskunum væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Meðal annars með því að leggja almennilegan pening í forvarnir og fræðslu um geðraskanir. Í félög sem eru að vinna í þessum geira svo þau geti sinnt þessum málum. Opinberar stofnanir sem vinna í þessum geira ættu að sjá hag sinn í að ráða notendur í bata til starfa. Það er mikill fjársjóður í notendum í bata sem er oft vanmetinn því miður. Það þarf nýja nálgun og hvernig væri þá að nýta sér reynslu notenda sem fæst ekki í bókum heldur af persónulegri reynslu. Að fagmenn og notendur í bata vinni saman á jafningjagrunni gæti hjálpað mörgum og bjargað mörgum mannslífum til að öðlast betra líf. En til þess þarf aðeins vilja til að breyta en ekki hanga í sama farinu. Það eru 2-3 sem svipta sig lífi á mánuði sem eru að gíma við geðraskanir og ég hefði getað orðið einn af þeim.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun