Einu sinni ákvað ég að verða læknir þegar ég yrði stór Sigrún Benediktsdóttir skrifar 18. desember 2014 07:00 Einu sinni ákvað ég að verða læknir þegar ég yrði stór. Ég man ekki nákvæmlega hvenær það gerðist, ég veit ekki af hverju það gerðist eða hvernig það gerðist, það bara gerðist. Ég þreytti inntökupróf í Læknadeild HÍ, meira að segja tvisvar, svo mikill var áhuginn. Ég var síðan himinsæl þegar ég komst inn. Ég fékk að vera með. Í deildinni átti ég dásamlegan tíma. Fyrstu þrjú árin voru aðallega bókleg en við fengum að stíga með litlu tána inn á spítalana svona endrum og sinnum. Þvílíkur heimur! Á fjórða ári í Læknadeild byrjar lífið. Viðvera inni á deildum spítalans, undir handleiðslu þessara frábæru lækna sem starfa hér á landi. Mikil viðvera, dagleg, stundum fram á nótt, stundum um helgar – sem nemi. Mér varð fljótt ljóst að lífið innan spítalans var ekki alveg eins og annars staðar. Kandídatar og unglæknar unnu kannski frá 8 að morgni til miðnættis og voru samt mættir daginn eftir kl. 8 í vinnu. Sérfræðingar voru heima á bakvakt, kallaðir í hús seint að kvöldi eða um miðjar nætur og engu að síður komnir kl. 8 morguninn eftir til að sinna dagvinnu. Þessir læknar virtust flestir eiga fjölskyldu, sumir voru jafnvel með ung börn. Eðlilega var ég hugsi. Ætli þau sjái nokkurn tíma fólkið sitt? Í þrjú ár sem klínískur nemi sá ég líka hvernig ástandið fór versnandi. Alltaf virtist fækka í hópi lækna. Fleiri unglæknar drifu sig út í sérnám fyrr af því það er það sem unglæknar þurfa að gera. Þeir þurfa að fara af landi brott til að klára nám sitt. Þeir ætla að verða sérfræðingar þegar þeir verða stórir. Þeir sem eru orðnir stórir sérfræðingar koma síðan ekki heim. Þeir sem voru komnir heim fóru jafnvel aftur utan. Þannig voru færri eftir hérna heima. Færri til að skipta með sér vöktum. Færri til að vinna jafn mikla vinnu – nei, meiri vinnu. En af hverju vill enginn koma heim? Það er ekki bara af því að húsnæðið er úr sér gengið. Það er ekki bara af því að nauðsynleg tæki eru biluð, ónýt eða jafnvel ekki til á landinu. Það er ekki bara af því að veðrið er betra í útlöndum. Það er líka út af kjörunum. Ísland er ekki samkeppnishæft. Læknar hérlendis hafa dregist aftur úr. Aftur úr kollegum sínum erlendis. Aftur úr öðrum háskólamenntuðum stéttum hérlendis.Eigum betra skilið Ég útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands í sumar. Ég er núna læknakandídat. Grunnlaun mín eru á mánuði 340.734 kr. fyrir skatt. Þetta fæ ég að loknum 6 árum í háskóla. Byrjunarlaun sérfræðings sem er nýkominn heim úr sérnámi, sem er í það minnsta 5 ár ofan á 6 ár í læknadeild og kandídatsár, eru 530.556 kr. Launatafla okkar er einföld og hana er auðvelt að nálgast (http://www.lis.is/Kjaramal/Kjarasamningar). Laun eru ekki það sama og tekjur. Suma mánuði tek ég margar vaktir og fæ þá þolanlega summu á launaseðilinn að mér finnst. Mér finnst það allavega alveg þar til að ég átta mig hversu mikil vinna liggur að baki upphæðinni. Þá verð ég sár. Mér sárnar um hver mánaðamót. Mér finnst ég eiga betra skilið. Mér finnst við öll eiga betra skilið. Við sem þjóð eigum skilið öflugt og gott heilbrigðiskerfi sem allir hafa aðgang að. Við eigum skilið að stjórnvöld grípi í taumana, semji við lækna og bjargi því sem bjargað verður. Það er að verða of seint. Ég hef skrifað undir yfirlýsingu læknakandídata þess efnis að ég hyggist ekki ráða mig sem almennan lækni við heilbrigðisstofnanir hér á landi þegar kandídatsári mínu líkur. Ekki fyrr en viðunandi kjarasamningar við lækna hafa verið undirritaðir. Ég ætla enn að verða læknir þegar ég verð stór. Eins og staðan er núna langar mig ekki að vera læknir á Íslandi. Vonandi breytist það sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni ákvað ég að verða læknir þegar ég yrði stór. Ég man ekki nákvæmlega hvenær það gerðist, ég veit ekki af hverju það gerðist eða hvernig það gerðist, það bara gerðist. Ég þreytti inntökupróf í Læknadeild HÍ, meira að segja tvisvar, svo mikill var áhuginn. Ég var síðan himinsæl þegar ég komst inn. Ég fékk að vera með. Í deildinni átti ég dásamlegan tíma. Fyrstu þrjú árin voru aðallega bókleg en við fengum að stíga með litlu tána inn á spítalana svona endrum og sinnum. Þvílíkur heimur! Á fjórða ári í Læknadeild byrjar lífið. Viðvera inni á deildum spítalans, undir handleiðslu þessara frábæru lækna sem starfa hér á landi. Mikil viðvera, dagleg, stundum fram á nótt, stundum um helgar – sem nemi. Mér varð fljótt ljóst að lífið innan spítalans var ekki alveg eins og annars staðar. Kandídatar og unglæknar unnu kannski frá 8 að morgni til miðnættis og voru samt mættir daginn eftir kl. 8 í vinnu. Sérfræðingar voru heima á bakvakt, kallaðir í hús seint að kvöldi eða um miðjar nætur og engu að síður komnir kl. 8 morguninn eftir til að sinna dagvinnu. Þessir læknar virtust flestir eiga fjölskyldu, sumir voru jafnvel með ung börn. Eðlilega var ég hugsi. Ætli þau sjái nokkurn tíma fólkið sitt? Í þrjú ár sem klínískur nemi sá ég líka hvernig ástandið fór versnandi. Alltaf virtist fækka í hópi lækna. Fleiri unglæknar drifu sig út í sérnám fyrr af því það er það sem unglæknar þurfa að gera. Þeir þurfa að fara af landi brott til að klára nám sitt. Þeir ætla að verða sérfræðingar þegar þeir verða stórir. Þeir sem eru orðnir stórir sérfræðingar koma síðan ekki heim. Þeir sem voru komnir heim fóru jafnvel aftur utan. Þannig voru færri eftir hérna heima. Færri til að skipta með sér vöktum. Færri til að vinna jafn mikla vinnu – nei, meiri vinnu. En af hverju vill enginn koma heim? Það er ekki bara af því að húsnæðið er úr sér gengið. Það er ekki bara af því að nauðsynleg tæki eru biluð, ónýt eða jafnvel ekki til á landinu. Það er ekki bara af því að veðrið er betra í útlöndum. Það er líka út af kjörunum. Ísland er ekki samkeppnishæft. Læknar hérlendis hafa dregist aftur úr. Aftur úr kollegum sínum erlendis. Aftur úr öðrum háskólamenntuðum stéttum hérlendis.Eigum betra skilið Ég útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands í sumar. Ég er núna læknakandídat. Grunnlaun mín eru á mánuði 340.734 kr. fyrir skatt. Þetta fæ ég að loknum 6 árum í háskóla. Byrjunarlaun sérfræðings sem er nýkominn heim úr sérnámi, sem er í það minnsta 5 ár ofan á 6 ár í læknadeild og kandídatsár, eru 530.556 kr. Launatafla okkar er einföld og hana er auðvelt að nálgast (http://www.lis.is/Kjaramal/Kjarasamningar). Laun eru ekki það sama og tekjur. Suma mánuði tek ég margar vaktir og fæ þá þolanlega summu á launaseðilinn að mér finnst. Mér finnst það allavega alveg þar til að ég átta mig hversu mikil vinna liggur að baki upphæðinni. Þá verð ég sár. Mér sárnar um hver mánaðamót. Mér finnst ég eiga betra skilið. Mér finnst við öll eiga betra skilið. Við sem þjóð eigum skilið öflugt og gott heilbrigðiskerfi sem allir hafa aðgang að. Við eigum skilið að stjórnvöld grípi í taumana, semji við lækna og bjargi því sem bjargað verður. Það er að verða of seint. Ég hef skrifað undir yfirlýsingu læknakandídata þess efnis að ég hyggist ekki ráða mig sem almennan lækni við heilbrigðisstofnanir hér á landi þegar kandídatsári mínu líkur. Ekki fyrr en viðunandi kjarasamningar við lækna hafa verið undirritaðir. Ég ætla enn að verða læknir þegar ég verð stór. Eins og staðan er núna langar mig ekki að vera læknir á Íslandi. Vonandi breytist það sem fyrst.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar