Einu sinni ákvað ég að verða læknir þegar ég yrði stór Sigrún Benediktsdóttir skrifar 18. desember 2014 07:00 Einu sinni ákvað ég að verða læknir þegar ég yrði stór. Ég man ekki nákvæmlega hvenær það gerðist, ég veit ekki af hverju það gerðist eða hvernig það gerðist, það bara gerðist. Ég þreytti inntökupróf í Læknadeild HÍ, meira að segja tvisvar, svo mikill var áhuginn. Ég var síðan himinsæl þegar ég komst inn. Ég fékk að vera með. Í deildinni átti ég dásamlegan tíma. Fyrstu þrjú árin voru aðallega bókleg en við fengum að stíga með litlu tána inn á spítalana svona endrum og sinnum. Þvílíkur heimur! Á fjórða ári í Læknadeild byrjar lífið. Viðvera inni á deildum spítalans, undir handleiðslu þessara frábæru lækna sem starfa hér á landi. Mikil viðvera, dagleg, stundum fram á nótt, stundum um helgar – sem nemi. Mér varð fljótt ljóst að lífið innan spítalans var ekki alveg eins og annars staðar. Kandídatar og unglæknar unnu kannski frá 8 að morgni til miðnættis og voru samt mættir daginn eftir kl. 8 í vinnu. Sérfræðingar voru heima á bakvakt, kallaðir í hús seint að kvöldi eða um miðjar nætur og engu að síður komnir kl. 8 morguninn eftir til að sinna dagvinnu. Þessir læknar virtust flestir eiga fjölskyldu, sumir voru jafnvel með ung börn. Eðlilega var ég hugsi. Ætli þau sjái nokkurn tíma fólkið sitt? Í þrjú ár sem klínískur nemi sá ég líka hvernig ástandið fór versnandi. Alltaf virtist fækka í hópi lækna. Fleiri unglæknar drifu sig út í sérnám fyrr af því það er það sem unglæknar þurfa að gera. Þeir þurfa að fara af landi brott til að klára nám sitt. Þeir ætla að verða sérfræðingar þegar þeir verða stórir. Þeir sem eru orðnir stórir sérfræðingar koma síðan ekki heim. Þeir sem voru komnir heim fóru jafnvel aftur utan. Þannig voru færri eftir hérna heima. Færri til að skipta með sér vöktum. Færri til að vinna jafn mikla vinnu – nei, meiri vinnu. En af hverju vill enginn koma heim? Það er ekki bara af því að húsnæðið er úr sér gengið. Það er ekki bara af því að nauðsynleg tæki eru biluð, ónýt eða jafnvel ekki til á landinu. Það er ekki bara af því að veðrið er betra í útlöndum. Það er líka út af kjörunum. Ísland er ekki samkeppnishæft. Læknar hérlendis hafa dregist aftur úr. Aftur úr kollegum sínum erlendis. Aftur úr öðrum háskólamenntuðum stéttum hérlendis.Eigum betra skilið Ég útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands í sumar. Ég er núna læknakandídat. Grunnlaun mín eru á mánuði 340.734 kr. fyrir skatt. Þetta fæ ég að loknum 6 árum í háskóla. Byrjunarlaun sérfræðings sem er nýkominn heim úr sérnámi, sem er í það minnsta 5 ár ofan á 6 ár í læknadeild og kandídatsár, eru 530.556 kr. Launatafla okkar er einföld og hana er auðvelt að nálgast (http://www.lis.is/Kjaramal/Kjarasamningar). Laun eru ekki það sama og tekjur. Suma mánuði tek ég margar vaktir og fæ þá þolanlega summu á launaseðilinn að mér finnst. Mér finnst það allavega alveg þar til að ég átta mig hversu mikil vinna liggur að baki upphæðinni. Þá verð ég sár. Mér sárnar um hver mánaðamót. Mér finnst ég eiga betra skilið. Mér finnst við öll eiga betra skilið. Við sem þjóð eigum skilið öflugt og gott heilbrigðiskerfi sem allir hafa aðgang að. Við eigum skilið að stjórnvöld grípi í taumana, semji við lækna og bjargi því sem bjargað verður. Það er að verða of seint. Ég hef skrifað undir yfirlýsingu læknakandídata þess efnis að ég hyggist ekki ráða mig sem almennan lækni við heilbrigðisstofnanir hér á landi þegar kandídatsári mínu líkur. Ekki fyrr en viðunandi kjarasamningar við lækna hafa verið undirritaðir. Ég ætla enn að verða læknir þegar ég verð stór. Eins og staðan er núna langar mig ekki að vera læknir á Íslandi. Vonandi breytist það sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Einu sinni ákvað ég að verða læknir þegar ég yrði stór. Ég man ekki nákvæmlega hvenær það gerðist, ég veit ekki af hverju það gerðist eða hvernig það gerðist, það bara gerðist. Ég þreytti inntökupróf í Læknadeild HÍ, meira að segja tvisvar, svo mikill var áhuginn. Ég var síðan himinsæl þegar ég komst inn. Ég fékk að vera með. Í deildinni átti ég dásamlegan tíma. Fyrstu þrjú árin voru aðallega bókleg en við fengum að stíga með litlu tána inn á spítalana svona endrum og sinnum. Þvílíkur heimur! Á fjórða ári í Læknadeild byrjar lífið. Viðvera inni á deildum spítalans, undir handleiðslu þessara frábæru lækna sem starfa hér á landi. Mikil viðvera, dagleg, stundum fram á nótt, stundum um helgar – sem nemi. Mér varð fljótt ljóst að lífið innan spítalans var ekki alveg eins og annars staðar. Kandídatar og unglæknar unnu kannski frá 8 að morgni til miðnættis og voru samt mættir daginn eftir kl. 8 í vinnu. Sérfræðingar voru heima á bakvakt, kallaðir í hús seint að kvöldi eða um miðjar nætur og engu að síður komnir kl. 8 morguninn eftir til að sinna dagvinnu. Þessir læknar virtust flestir eiga fjölskyldu, sumir voru jafnvel með ung börn. Eðlilega var ég hugsi. Ætli þau sjái nokkurn tíma fólkið sitt? Í þrjú ár sem klínískur nemi sá ég líka hvernig ástandið fór versnandi. Alltaf virtist fækka í hópi lækna. Fleiri unglæknar drifu sig út í sérnám fyrr af því það er það sem unglæknar þurfa að gera. Þeir þurfa að fara af landi brott til að klára nám sitt. Þeir ætla að verða sérfræðingar þegar þeir verða stórir. Þeir sem eru orðnir stórir sérfræðingar koma síðan ekki heim. Þeir sem voru komnir heim fóru jafnvel aftur utan. Þannig voru færri eftir hérna heima. Færri til að skipta með sér vöktum. Færri til að vinna jafn mikla vinnu – nei, meiri vinnu. En af hverju vill enginn koma heim? Það er ekki bara af því að húsnæðið er úr sér gengið. Það er ekki bara af því að nauðsynleg tæki eru biluð, ónýt eða jafnvel ekki til á landinu. Það er ekki bara af því að veðrið er betra í útlöndum. Það er líka út af kjörunum. Ísland er ekki samkeppnishæft. Læknar hérlendis hafa dregist aftur úr. Aftur úr kollegum sínum erlendis. Aftur úr öðrum háskólamenntuðum stéttum hérlendis.Eigum betra skilið Ég útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands í sumar. Ég er núna læknakandídat. Grunnlaun mín eru á mánuði 340.734 kr. fyrir skatt. Þetta fæ ég að loknum 6 árum í háskóla. Byrjunarlaun sérfræðings sem er nýkominn heim úr sérnámi, sem er í það minnsta 5 ár ofan á 6 ár í læknadeild og kandídatsár, eru 530.556 kr. Launatafla okkar er einföld og hana er auðvelt að nálgast (http://www.lis.is/Kjaramal/Kjarasamningar). Laun eru ekki það sama og tekjur. Suma mánuði tek ég margar vaktir og fæ þá þolanlega summu á launaseðilinn að mér finnst. Mér finnst það allavega alveg þar til að ég átta mig hversu mikil vinna liggur að baki upphæðinni. Þá verð ég sár. Mér sárnar um hver mánaðamót. Mér finnst ég eiga betra skilið. Mér finnst við öll eiga betra skilið. Við sem þjóð eigum skilið öflugt og gott heilbrigðiskerfi sem allir hafa aðgang að. Við eigum skilið að stjórnvöld grípi í taumana, semji við lækna og bjargi því sem bjargað verður. Það er að verða of seint. Ég hef skrifað undir yfirlýsingu læknakandídata þess efnis að ég hyggist ekki ráða mig sem almennan lækni við heilbrigðisstofnanir hér á landi þegar kandídatsári mínu líkur. Ekki fyrr en viðunandi kjarasamningar við lækna hafa verið undirritaðir. Ég ætla enn að verða læknir þegar ég verð stór. Eins og staðan er núna langar mig ekki að vera læknir á Íslandi. Vonandi breytist það sem fyrst.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun