Einu sinni ákvað ég að verða læknir þegar ég yrði stór Sigrún Benediktsdóttir skrifar 18. desember 2014 07:00 Einu sinni ákvað ég að verða læknir þegar ég yrði stór. Ég man ekki nákvæmlega hvenær það gerðist, ég veit ekki af hverju það gerðist eða hvernig það gerðist, það bara gerðist. Ég þreytti inntökupróf í Læknadeild HÍ, meira að segja tvisvar, svo mikill var áhuginn. Ég var síðan himinsæl þegar ég komst inn. Ég fékk að vera með. Í deildinni átti ég dásamlegan tíma. Fyrstu þrjú árin voru aðallega bókleg en við fengum að stíga með litlu tána inn á spítalana svona endrum og sinnum. Þvílíkur heimur! Á fjórða ári í Læknadeild byrjar lífið. Viðvera inni á deildum spítalans, undir handleiðslu þessara frábæru lækna sem starfa hér á landi. Mikil viðvera, dagleg, stundum fram á nótt, stundum um helgar – sem nemi. Mér varð fljótt ljóst að lífið innan spítalans var ekki alveg eins og annars staðar. Kandídatar og unglæknar unnu kannski frá 8 að morgni til miðnættis og voru samt mættir daginn eftir kl. 8 í vinnu. Sérfræðingar voru heima á bakvakt, kallaðir í hús seint að kvöldi eða um miðjar nætur og engu að síður komnir kl. 8 morguninn eftir til að sinna dagvinnu. Þessir læknar virtust flestir eiga fjölskyldu, sumir voru jafnvel með ung börn. Eðlilega var ég hugsi. Ætli þau sjái nokkurn tíma fólkið sitt? Í þrjú ár sem klínískur nemi sá ég líka hvernig ástandið fór versnandi. Alltaf virtist fækka í hópi lækna. Fleiri unglæknar drifu sig út í sérnám fyrr af því það er það sem unglæknar þurfa að gera. Þeir þurfa að fara af landi brott til að klára nám sitt. Þeir ætla að verða sérfræðingar þegar þeir verða stórir. Þeir sem eru orðnir stórir sérfræðingar koma síðan ekki heim. Þeir sem voru komnir heim fóru jafnvel aftur utan. Þannig voru færri eftir hérna heima. Færri til að skipta með sér vöktum. Færri til að vinna jafn mikla vinnu – nei, meiri vinnu. En af hverju vill enginn koma heim? Það er ekki bara af því að húsnæðið er úr sér gengið. Það er ekki bara af því að nauðsynleg tæki eru biluð, ónýt eða jafnvel ekki til á landinu. Það er ekki bara af því að veðrið er betra í útlöndum. Það er líka út af kjörunum. Ísland er ekki samkeppnishæft. Læknar hérlendis hafa dregist aftur úr. Aftur úr kollegum sínum erlendis. Aftur úr öðrum háskólamenntuðum stéttum hérlendis.Eigum betra skilið Ég útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands í sumar. Ég er núna læknakandídat. Grunnlaun mín eru á mánuði 340.734 kr. fyrir skatt. Þetta fæ ég að loknum 6 árum í háskóla. Byrjunarlaun sérfræðings sem er nýkominn heim úr sérnámi, sem er í það minnsta 5 ár ofan á 6 ár í læknadeild og kandídatsár, eru 530.556 kr. Launatafla okkar er einföld og hana er auðvelt að nálgast (http://www.lis.is/Kjaramal/Kjarasamningar). Laun eru ekki það sama og tekjur. Suma mánuði tek ég margar vaktir og fæ þá þolanlega summu á launaseðilinn að mér finnst. Mér finnst það allavega alveg þar til að ég átta mig hversu mikil vinna liggur að baki upphæðinni. Þá verð ég sár. Mér sárnar um hver mánaðamót. Mér finnst ég eiga betra skilið. Mér finnst við öll eiga betra skilið. Við sem þjóð eigum skilið öflugt og gott heilbrigðiskerfi sem allir hafa aðgang að. Við eigum skilið að stjórnvöld grípi í taumana, semji við lækna og bjargi því sem bjargað verður. Það er að verða of seint. Ég hef skrifað undir yfirlýsingu læknakandídata þess efnis að ég hyggist ekki ráða mig sem almennan lækni við heilbrigðisstofnanir hér á landi þegar kandídatsári mínu líkur. Ekki fyrr en viðunandi kjarasamningar við lækna hafa verið undirritaðir. Ég ætla enn að verða læknir þegar ég verð stór. Eins og staðan er núna langar mig ekki að vera læknir á Íslandi. Vonandi breytist það sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Einu sinni ákvað ég að verða læknir þegar ég yrði stór. Ég man ekki nákvæmlega hvenær það gerðist, ég veit ekki af hverju það gerðist eða hvernig það gerðist, það bara gerðist. Ég þreytti inntökupróf í Læknadeild HÍ, meira að segja tvisvar, svo mikill var áhuginn. Ég var síðan himinsæl þegar ég komst inn. Ég fékk að vera með. Í deildinni átti ég dásamlegan tíma. Fyrstu þrjú árin voru aðallega bókleg en við fengum að stíga með litlu tána inn á spítalana svona endrum og sinnum. Þvílíkur heimur! Á fjórða ári í Læknadeild byrjar lífið. Viðvera inni á deildum spítalans, undir handleiðslu þessara frábæru lækna sem starfa hér á landi. Mikil viðvera, dagleg, stundum fram á nótt, stundum um helgar – sem nemi. Mér varð fljótt ljóst að lífið innan spítalans var ekki alveg eins og annars staðar. Kandídatar og unglæknar unnu kannski frá 8 að morgni til miðnættis og voru samt mættir daginn eftir kl. 8 í vinnu. Sérfræðingar voru heima á bakvakt, kallaðir í hús seint að kvöldi eða um miðjar nætur og engu að síður komnir kl. 8 morguninn eftir til að sinna dagvinnu. Þessir læknar virtust flestir eiga fjölskyldu, sumir voru jafnvel með ung börn. Eðlilega var ég hugsi. Ætli þau sjái nokkurn tíma fólkið sitt? Í þrjú ár sem klínískur nemi sá ég líka hvernig ástandið fór versnandi. Alltaf virtist fækka í hópi lækna. Fleiri unglæknar drifu sig út í sérnám fyrr af því það er það sem unglæknar þurfa að gera. Þeir þurfa að fara af landi brott til að klára nám sitt. Þeir ætla að verða sérfræðingar þegar þeir verða stórir. Þeir sem eru orðnir stórir sérfræðingar koma síðan ekki heim. Þeir sem voru komnir heim fóru jafnvel aftur utan. Þannig voru færri eftir hérna heima. Færri til að skipta með sér vöktum. Færri til að vinna jafn mikla vinnu – nei, meiri vinnu. En af hverju vill enginn koma heim? Það er ekki bara af því að húsnæðið er úr sér gengið. Það er ekki bara af því að nauðsynleg tæki eru biluð, ónýt eða jafnvel ekki til á landinu. Það er ekki bara af því að veðrið er betra í útlöndum. Það er líka út af kjörunum. Ísland er ekki samkeppnishæft. Læknar hérlendis hafa dregist aftur úr. Aftur úr kollegum sínum erlendis. Aftur úr öðrum háskólamenntuðum stéttum hérlendis.Eigum betra skilið Ég útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands í sumar. Ég er núna læknakandídat. Grunnlaun mín eru á mánuði 340.734 kr. fyrir skatt. Þetta fæ ég að loknum 6 árum í háskóla. Byrjunarlaun sérfræðings sem er nýkominn heim úr sérnámi, sem er í það minnsta 5 ár ofan á 6 ár í læknadeild og kandídatsár, eru 530.556 kr. Launatafla okkar er einföld og hana er auðvelt að nálgast (http://www.lis.is/Kjaramal/Kjarasamningar). Laun eru ekki það sama og tekjur. Suma mánuði tek ég margar vaktir og fæ þá þolanlega summu á launaseðilinn að mér finnst. Mér finnst það allavega alveg þar til að ég átta mig hversu mikil vinna liggur að baki upphæðinni. Þá verð ég sár. Mér sárnar um hver mánaðamót. Mér finnst ég eiga betra skilið. Mér finnst við öll eiga betra skilið. Við sem þjóð eigum skilið öflugt og gott heilbrigðiskerfi sem allir hafa aðgang að. Við eigum skilið að stjórnvöld grípi í taumana, semji við lækna og bjargi því sem bjargað verður. Það er að verða of seint. Ég hef skrifað undir yfirlýsingu læknakandídata þess efnis að ég hyggist ekki ráða mig sem almennan lækni við heilbrigðisstofnanir hér á landi þegar kandídatsári mínu líkur. Ekki fyrr en viðunandi kjarasamningar við lækna hafa verið undirritaðir. Ég ætla enn að verða læknir þegar ég verð stór. Eins og staðan er núna langar mig ekki að vera læknir á Íslandi. Vonandi breytist það sem fyrst.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun