Janúar kemur fyrr en varir Rakel Garðarsdóttir skrifar 18. desember 2014 07:00 Íslendingar eru upp til hópa mikil jólabörn sem halda í heiðri gamla íslenska siði og venjur. Með fjölbreyttara mannlífi berast hingað til lands í auknum mæli jólasiðir annarra þjóða. Jólin eru hátíð sem flest okkar bera miklar væntingar til. Undirbúningur og stemningin eru alls ráðandi, það þarf að huga að mörgu svo eftirvænting breytist ekki í vonbrigði. Jólaljós eru hengd upp strax í byrjun desember og jólalögin fara að óma. Jólin eru líka mikil matarhátíð þar sem keppst er við að belgja sig út af alls kyns kræsingum. Tímabil áts og sukks er alltaf að lengjast í kringum jólahátíðina. Í byrjun aðventu snýst veruleiki fólks á haus og margir eiga í erfiðleikum með að finna tíma fyrir öll jólahlaðborðin og jólaskemmtanirnar sem eru á dagskrá desembermánaðar. Myrkrið hverfur þar sem allt er uppljómað af kertum og jólaseríum. Kirkjuklukkur eru notaðar til að minna okkur á upphaf jóla og fæðingu frelsarans. En þessari miklu hátíð ljóss og friðar fylgir einnig of mikið óhóf.xxxÁnægjulegt er þegar fólk kemur saman á jólahlaðborði. Jólin snúast einmitt um það að hittast, vera saman og gleðjast. Maður er manns gaman. Flestöll veitingahús og veislusalir bjóða upp á jólahlaðborð. Borð svigna undan mat og drykk – því meira sem er á boðstólunum þeim mun betra – finnst mörgum. Jólahlaðborð eru hins vegar ekki endilega mjög sniðug því margt af matnum sem þar er á boðstólum fer til spillis. Stemningin er að borða mikið. Oft bjóða fyrirtæki starfsmönnum sínum í jólahlaðborð. Fólk ber því hugsanlega ekki sömu virðingu fyrir matnum og ef það þyrfti að borga sjálft fyrir hann. Nú er um að gera að belgja sig út eins og enginn sé morgundagurinn. Það eru jú að koma jól – og þá er allt leyfilegt. Fólk kann sér ekki hóf – diskar á jólahlaðborðum eru kúfaðir og öllu blandað saman. Um að gera að spara ferðirnar að jólahlaðborðinu. Síldin eða hryggurinn gætu verið búin þegar þú ferð næstu ferð. Graflaxsósa lekur yfir hangikjötið. Maturinn á disknum lítur út eins og hann sé að koma úr hrærivél. Í eldhúsinu standa matreiðslumennirnir sem hafa lagt mikið á sig til að gera jólahlaðborðið sem girnilegast. Fátt gleður augað eftir að gesturinn er búinn að smyrja fiski og kjöti saman á diskinn og hrúga 3-4 sósutegundum yfir krásirnar. Bragðið virðist ekki skipta máli lengur – nú hefur græðgin náð yfirhöndinni.Getum haft áhrif Hvernig væri nú að setja minna á diskinn á næsta jólahlaðborði og fara jafnvel fleiri ferðir? Taka bara einn rétt í einu og njóta þess sem á diskinum er. Með því að setja minni skammta á diskinn minnka líkur á að matur endi í ruslinu. Færri ferðir og minna magn á diskinum getur meira að segja dregið úr skaðsemi loftslagsbreytinga. Því miður er matarsóun staðreynd. Hættuleg staðreynd. Ofneysla leiðir af sér falska eftirspurn eftir mat sem síðar á þátt í að draga úr lífsgæðum hér á jörð og veldur margs konar náttúruspjöllum. Að ekki sé talað um fjármuni og tíma sem sóað er um leið. Mitt ráð til þín er að huga aðeins betur að því sem þú setur á diskinn. Að kitla bragðlaukana og njóta matarins – líka sjónrænt, vitandi að þú getur lagt þitt af mörkum til að gera jörðina lífvænlegri. Það þarf ekki að vera neitt leiðinlegra og er í ofanálag mun hátíðlegra. Að njóta betur og að koma í veg fyrir óþarfa sóun. Magn og gæði fara ekki alltaf saman. Sagt er að janúar sé mánudagur mánaðanna. Hann birtist fyrr en varir og þá hefst sami vítahringurinn hjá fjölmörgum – það er að reyna að ná af sér jólasukkinu og borga kreditkortareikninginn. Hlýnun jarðar og gróðurhúsaáhrif er eitthvað sem kemur þér við, og mér líka. Ofsafengin veður, þurrkar, flóð – er það sem græðgi og virðingarleysi gagnvart náttúrunni færir okkur. Og þetta byrjar allt og endar á diskinum þínum. Við getum haft áhrif, en til þess þurfum við að vera meðvituð og upplýst. Leyfum komandi kynslóðum einnig að njóta jóla í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Íslendingar eru upp til hópa mikil jólabörn sem halda í heiðri gamla íslenska siði og venjur. Með fjölbreyttara mannlífi berast hingað til lands í auknum mæli jólasiðir annarra þjóða. Jólin eru hátíð sem flest okkar bera miklar væntingar til. Undirbúningur og stemningin eru alls ráðandi, það þarf að huga að mörgu svo eftirvænting breytist ekki í vonbrigði. Jólaljós eru hengd upp strax í byrjun desember og jólalögin fara að óma. Jólin eru líka mikil matarhátíð þar sem keppst er við að belgja sig út af alls kyns kræsingum. Tímabil áts og sukks er alltaf að lengjast í kringum jólahátíðina. Í byrjun aðventu snýst veruleiki fólks á haus og margir eiga í erfiðleikum með að finna tíma fyrir öll jólahlaðborðin og jólaskemmtanirnar sem eru á dagskrá desembermánaðar. Myrkrið hverfur þar sem allt er uppljómað af kertum og jólaseríum. Kirkjuklukkur eru notaðar til að minna okkur á upphaf jóla og fæðingu frelsarans. En þessari miklu hátíð ljóss og friðar fylgir einnig of mikið óhóf.xxxÁnægjulegt er þegar fólk kemur saman á jólahlaðborði. Jólin snúast einmitt um það að hittast, vera saman og gleðjast. Maður er manns gaman. Flestöll veitingahús og veislusalir bjóða upp á jólahlaðborð. Borð svigna undan mat og drykk – því meira sem er á boðstólunum þeim mun betra – finnst mörgum. Jólahlaðborð eru hins vegar ekki endilega mjög sniðug því margt af matnum sem þar er á boðstólum fer til spillis. Stemningin er að borða mikið. Oft bjóða fyrirtæki starfsmönnum sínum í jólahlaðborð. Fólk ber því hugsanlega ekki sömu virðingu fyrir matnum og ef það þyrfti að borga sjálft fyrir hann. Nú er um að gera að belgja sig út eins og enginn sé morgundagurinn. Það eru jú að koma jól – og þá er allt leyfilegt. Fólk kann sér ekki hóf – diskar á jólahlaðborðum eru kúfaðir og öllu blandað saman. Um að gera að spara ferðirnar að jólahlaðborðinu. Síldin eða hryggurinn gætu verið búin þegar þú ferð næstu ferð. Graflaxsósa lekur yfir hangikjötið. Maturinn á disknum lítur út eins og hann sé að koma úr hrærivél. Í eldhúsinu standa matreiðslumennirnir sem hafa lagt mikið á sig til að gera jólahlaðborðið sem girnilegast. Fátt gleður augað eftir að gesturinn er búinn að smyrja fiski og kjöti saman á diskinn og hrúga 3-4 sósutegundum yfir krásirnar. Bragðið virðist ekki skipta máli lengur – nú hefur græðgin náð yfirhöndinni.Getum haft áhrif Hvernig væri nú að setja minna á diskinn á næsta jólahlaðborði og fara jafnvel fleiri ferðir? Taka bara einn rétt í einu og njóta þess sem á diskinum er. Með því að setja minni skammta á diskinn minnka líkur á að matur endi í ruslinu. Færri ferðir og minna magn á diskinum getur meira að segja dregið úr skaðsemi loftslagsbreytinga. Því miður er matarsóun staðreynd. Hættuleg staðreynd. Ofneysla leiðir af sér falska eftirspurn eftir mat sem síðar á þátt í að draga úr lífsgæðum hér á jörð og veldur margs konar náttúruspjöllum. Að ekki sé talað um fjármuni og tíma sem sóað er um leið. Mitt ráð til þín er að huga aðeins betur að því sem þú setur á diskinn. Að kitla bragðlaukana og njóta matarins – líka sjónrænt, vitandi að þú getur lagt þitt af mörkum til að gera jörðina lífvænlegri. Það þarf ekki að vera neitt leiðinlegra og er í ofanálag mun hátíðlegra. Að njóta betur og að koma í veg fyrir óþarfa sóun. Magn og gæði fara ekki alltaf saman. Sagt er að janúar sé mánudagur mánaðanna. Hann birtist fyrr en varir og þá hefst sami vítahringurinn hjá fjölmörgum – það er að reyna að ná af sér jólasukkinu og borga kreditkortareikninginn. Hlýnun jarðar og gróðurhúsaáhrif er eitthvað sem kemur þér við, og mér líka. Ofsafengin veður, þurrkar, flóð – er það sem græðgi og virðingarleysi gagnvart náttúrunni færir okkur. Og þetta byrjar allt og endar á diskinum þínum. Við getum haft áhrif, en til þess þurfum við að vera meðvituð og upplýst. Leyfum komandi kynslóðum einnig að njóta jóla í framtíðinni.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun