Bílaeign landsmanna Árni Davíðsson skrifar 23. apríl 2014 12:58 Í almennri umræðu heyrast oft þær fullyrðingar að meðalaldur fólksbíla á Íslandi sé of hár og mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá þykir bílaeign landsmanna mikil í alþjóðlegum samanburði. Sennilega er þó bæði bílaeign landsmanna og meðalaldur fólksbílaflotans ofmetinn vegna þess að íslenska tölfræðin er ekki samanburðarhæf við þá erlendu. Opinber tölfræði á Íslandi um bílaeign hefur miðast við fjölda bíla á skrá en Evrópusambandið og fleiri lönd gefa hinsvegar upp tölur um bílaeign sem fjölda bíla í umferð. Það gerir og ACEA (Samtök Evrópskra bílaframleiðanda). Nauðsynlegt að útskýra tvö hugtök áður en lengra er haldið. Bíll á skrá: er bíll sem hefur verið skráður í ökutækjaskrá í umsjá Samgöngustofu (Umferðarstofu) og hefur ekki verið afskráður. Fjöldi fólksbíla á skrá eru allir fólksbílar sem eru í ökutækjaskrá. Bíll í umferð: er bíll sem er á ökutækjaskrá og er á númerum og má vera í umferð. Hægt er að taka bíl af númerum og er hann þá áfram í ökutækjaskrá en ekki þarf að greiða af honum tryggingar né flest opinber gjöld og hann er þá ekki talinn í umferð.Er bílaeign landsmanna ofmetinn? Það gefur auga leið að ef borinn er saman fjöldi bíla á skrá og fjöldi bíla í umferð getur sá samanburður orðið mjög villandi ef hátt hlutfall bíla á skrá er ekki í umferð. Á Íslandi er hlutfall fólksbíla úr umferð en á skrá um 15% að sumarlagi en um 17% að vetrarlagi. Í lok október 2013 voru t.d. 213.479 fólksbílar á skrá en um 177.276 fólksbílar í umferð. Hlutfall fólksbíla sem ekki var í umferð var 17%. Tölur um bílaeign milli landa eru gjarnan gefin upp sem fjöldi fólksbíla á hverja 1.000 íbúa og hefur Ísland verið í 2. sæti yfir mestu bílaeign í Evrópu miðað við fólksbíla á skrá. Ef reiknað er með að um 15% fólksbíla sé að jafnaði ekki í umferð síðustu ár fæst niðurstaða yfir samanburð á bílaeign eins og sýnd er á myndinni hér að neðan. Þar er sýnt yfirlit yfir fólksbíla í umferð á hverja 1.000 íbúa árið 2011 í löndum EB en fyrir Ísland er sýndur fjöldi fólksbíla á skrá og áætlaður fjöldi fólksbíla í umferð árið 2011. Árið 2011 er valið því það er síðasta ár sem tölur eru til fyrir Evrópulönd.Fólksbílaeign íslendinga var samkvæmt þessu um 550 fólksbílar á hverja 1.000 íbúa en ekki 646 fólksbílar á hverja 1.000 íbúa. Ísland var þá í 6. sæti yfir bílaeign í Evrópu árið 2011 en ekki í 2. sæti.Meðalaldur fólksbíla Samkvæmt upplýsingum ACEA (Samtök Evrópskra bílaframleiðanda) var meðalaldur fólksbíla í umferð í Evrópusambandinu 8,3 ár árið 2010 en nýrri tölur eru ekki til fyrir EB. Engar upplýsingar eru til um meðalaldur fólksbíla í umferð á Íslandi árið 2010. Hinsvegar hefur verið gefin upp meðalaldur fólksbíla á skrá og var hann 10,9 ár árið 2010 og 11,95 ár árið 2012. Þær tölur hafa verið bornar saman við meðalaldur fólksbíla i umferð í öðrum löndum. Ef meðalaldur skráðra fólksbíla sem eru ekki í umferð er hærri en meðalaldur fólksbíla sem eru í umferð er meðalaldur íslenska fólksbílaflotans ofmetin í alþjóðlegum samanburði. Gömlu bílarnir sem teknir hafa verið úr umferð og eru en á skrá geta hækkað meðalaldurinn svo um munar. Til að kanna þetta var gerð könnun á meðalaldri fólksbíla sem óku um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar milli kl. 17 og 18 dag einn í september 2013. Meðalaldur 162 fólksbíla sem óku um gatnamótin var 8,9 ár ± 0,78 ár. Samgöngustofa veitti einnig upplýsingar um meðalaldur fólksbíla í umferð í lok október 2013 og var hann 10,6 ár. Það er þá réttur meðalaldur fólksbílaflotans á Íslandi á þeim tímapunkti. Á myndinni hér að neðan er sýndur meðalaldur fólksbíla í umferð árið 2010 í nokkrum löndum EB. Fyrir Ísland er sýndur meðalaldur skráðra fólksbíla árin 2010 og 2012 og niðurstaða könnunar á meðalaldri fólksbíla í umferð í september 2013 á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og meðalaldur fólksbíla í umferð 31. okt. 2013 samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu.Þar sem upplýsingar frá þessum löndum EB eru frá árinu 2010 er ekki hægt að segja með fullkominni vissu hvar Ísland raðast í þessum samanburði. Það er þó ekki ólíklegt að meðalaldur fólksbíla í þessum löndum hafi líka hækkað eitthvað frá árinu 2010 vegna kreppunnar. Ekki er ólíklegt að meðalaldur fólksbíla á Íslandi sé svipaður og meðaltalið í þessum löndum EB um þessar mundir.Lokaorð Samanburður milli landa er oft vandasamur þar sem tölur geta verið fengnar með ýmsum hætti. Oft er gengið of langt í að bera saman ólíkar tölur milli landa og er tölfræðin um bílaeign gott dæmi um það að oft þarf að skoða hvernig tölur eru fengnar áður en þær eru bornar saman. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn í samanburðinum á bílaeign milli landa. Sumir hafa áhyggjur af hækkandi meðalaldri fólksbílaflotans á Íslandi. Það er þó löng hefð fyrir því að endurnýjun bíla á Íslandi verði í kippum og hefur gengi krónunnar líklega mest um það að segja auk annarra efnahagslegra þátta. Síðustu ár hefur óvissa í þjóðfélaginu haft áhrif að auki. Segja má líka að ekki hafi verið mikil þörf á endurnýjun þar sem meðalaldur bíla í umferð hefur líklega verið í sögulegu lágmarki í lok síðustu bólu rétt fyrir hrun (þó meðalaldur skráðra bila hafi blekkt). Ýmislegt bendir líka til þess að bílaeign landsmanna á hverja 1.000 íbúa hafi dregist eitthvað saman og geti jafnvel minnkað en næstu ár. Almennt efnahagsástand mun þó nú sem fyrr hafa mikið að segja um hver þróunin verður.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu heyrast oft þær fullyrðingar að meðalaldur fólksbíla á Íslandi sé of hár og mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá þykir bílaeign landsmanna mikil í alþjóðlegum samanburði. Sennilega er þó bæði bílaeign landsmanna og meðalaldur fólksbílaflotans ofmetinn vegna þess að íslenska tölfræðin er ekki samanburðarhæf við þá erlendu. Opinber tölfræði á Íslandi um bílaeign hefur miðast við fjölda bíla á skrá en Evrópusambandið og fleiri lönd gefa hinsvegar upp tölur um bílaeign sem fjölda bíla í umferð. Það gerir og ACEA (Samtök Evrópskra bílaframleiðanda). Nauðsynlegt að útskýra tvö hugtök áður en lengra er haldið. Bíll á skrá: er bíll sem hefur verið skráður í ökutækjaskrá í umsjá Samgöngustofu (Umferðarstofu) og hefur ekki verið afskráður. Fjöldi fólksbíla á skrá eru allir fólksbílar sem eru í ökutækjaskrá. Bíll í umferð: er bíll sem er á ökutækjaskrá og er á númerum og má vera í umferð. Hægt er að taka bíl af númerum og er hann þá áfram í ökutækjaskrá en ekki þarf að greiða af honum tryggingar né flest opinber gjöld og hann er þá ekki talinn í umferð.Er bílaeign landsmanna ofmetinn? Það gefur auga leið að ef borinn er saman fjöldi bíla á skrá og fjöldi bíla í umferð getur sá samanburður orðið mjög villandi ef hátt hlutfall bíla á skrá er ekki í umferð. Á Íslandi er hlutfall fólksbíla úr umferð en á skrá um 15% að sumarlagi en um 17% að vetrarlagi. Í lok október 2013 voru t.d. 213.479 fólksbílar á skrá en um 177.276 fólksbílar í umferð. Hlutfall fólksbíla sem ekki var í umferð var 17%. Tölur um bílaeign milli landa eru gjarnan gefin upp sem fjöldi fólksbíla á hverja 1.000 íbúa og hefur Ísland verið í 2. sæti yfir mestu bílaeign í Evrópu miðað við fólksbíla á skrá. Ef reiknað er með að um 15% fólksbíla sé að jafnaði ekki í umferð síðustu ár fæst niðurstaða yfir samanburð á bílaeign eins og sýnd er á myndinni hér að neðan. Þar er sýnt yfirlit yfir fólksbíla í umferð á hverja 1.000 íbúa árið 2011 í löndum EB en fyrir Ísland er sýndur fjöldi fólksbíla á skrá og áætlaður fjöldi fólksbíla í umferð árið 2011. Árið 2011 er valið því það er síðasta ár sem tölur eru til fyrir Evrópulönd.Fólksbílaeign íslendinga var samkvæmt þessu um 550 fólksbílar á hverja 1.000 íbúa en ekki 646 fólksbílar á hverja 1.000 íbúa. Ísland var þá í 6. sæti yfir bílaeign í Evrópu árið 2011 en ekki í 2. sæti.Meðalaldur fólksbíla Samkvæmt upplýsingum ACEA (Samtök Evrópskra bílaframleiðanda) var meðalaldur fólksbíla í umferð í Evrópusambandinu 8,3 ár árið 2010 en nýrri tölur eru ekki til fyrir EB. Engar upplýsingar eru til um meðalaldur fólksbíla í umferð á Íslandi árið 2010. Hinsvegar hefur verið gefin upp meðalaldur fólksbíla á skrá og var hann 10,9 ár árið 2010 og 11,95 ár árið 2012. Þær tölur hafa verið bornar saman við meðalaldur fólksbíla i umferð í öðrum löndum. Ef meðalaldur skráðra fólksbíla sem eru ekki í umferð er hærri en meðalaldur fólksbíla sem eru í umferð er meðalaldur íslenska fólksbílaflotans ofmetin í alþjóðlegum samanburði. Gömlu bílarnir sem teknir hafa verið úr umferð og eru en á skrá geta hækkað meðalaldurinn svo um munar. Til að kanna þetta var gerð könnun á meðalaldri fólksbíla sem óku um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar milli kl. 17 og 18 dag einn í september 2013. Meðalaldur 162 fólksbíla sem óku um gatnamótin var 8,9 ár ± 0,78 ár. Samgöngustofa veitti einnig upplýsingar um meðalaldur fólksbíla í umferð í lok október 2013 og var hann 10,6 ár. Það er þá réttur meðalaldur fólksbílaflotans á Íslandi á þeim tímapunkti. Á myndinni hér að neðan er sýndur meðalaldur fólksbíla í umferð árið 2010 í nokkrum löndum EB. Fyrir Ísland er sýndur meðalaldur skráðra fólksbíla árin 2010 og 2012 og niðurstaða könnunar á meðalaldri fólksbíla í umferð í september 2013 á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og meðalaldur fólksbíla í umferð 31. okt. 2013 samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu.Þar sem upplýsingar frá þessum löndum EB eru frá árinu 2010 er ekki hægt að segja með fullkominni vissu hvar Ísland raðast í þessum samanburði. Það er þó ekki ólíklegt að meðalaldur fólksbíla í þessum löndum hafi líka hækkað eitthvað frá árinu 2010 vegna kreppunnar. Ekki er ólíklegt að meðalaldur fólksbíla á Íslandi sé svipaður og meðaltalið í þessum löndum EB um þessar mundir.Lokaorð Samanburður milli landa er oft vandasamur þar sem tölur geta verið fengnar með ýmsum hætti. Oft er gengið of langt í að bera saman ólíkar tölur milli landa og er tölfræðin um bílaeign gott dæmi um það að oft þarf að skoða hvernig tölur eru fengnar áður en þær eru bornar saman. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn í samanburðinum á bílaeign milli landa. Sumir hafa áhyggjur af hækkandi meðalaldri fólksbílaflotans á Íslandi. Það er þó löng hefð fyrir því að endurnýjun bíla á Íslandi verði í kippum og hefur gengi krónunnar líklega mest um það að segja auk annarra efnahagslegra þátta. Síðustu ár hefur óvissa í þjóðfélaginu haft áhrif að auki. Segja má líka að ekki hafi verið mikil þörf á endurnýjun þar sem meðalaldur bíla í umferð hefur líklega verið í sögulegu lágmarki í lok síðustu bólu rétt fyrir hrun (þó meðalaldur skráðra bila hafi blekkt). Ýmislegt bendir líka til þess að bílaeign landsmanna á hverja 1.000 íbúa hafi dregist eitthvað saman og geti jafnvel minnkað en næstu ár. Almennt efnahagsástand mun þó nú sem fyrr hafa mikið að segja um hver þróunin verður.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun