Katrín Jakobsdóttir nýtur mestrar virðingar formanna Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2014 20:45 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ber höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga stjórnmálaflokka á Alþingi varðandi þá persónueiginleika sem almenningur telur að prýða eigi stjórnmálaleiðtoga samkvæmt könnun MMR. Borgarstjóri og forseti Íslands þykja líka góðum kostum búnir. Í könnun MMR er spurt út í átta persónuleikaeinkenni sem prýða mega góðan stjórnmálaleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir lendir alls staðar í fyrsta eða öðru sæti og því augljóst að almenningur ber mikið traust til hennar. Í könnun MMR var spurt hvað af tilteknum kostum fólk teldi stjórnmálaleiðtoga landsins hafa. Katrín Jakobsdóttir skorar hæst í þremur af átta flokkum. Þannig telja 48 prósent þeirra sem taka afstöðu að hún sé heiðarleg en næst á eftir henni kemurJón Gnarr en síðan leiðtogar annarra flokka og forsetinn. Fjörtíu og fimm prósent telja Katrínu einnig standa á eigin meiningu og þar fyglir borgarstjórinn fast á eftir og 41 prósent telja að hún sé ákveðin en í öðru sætinu þar er Ólafur Ragnar Grímsson. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir þessar niðurstöður ekki koma henni á óvart. „Nei þetta kemur mér ekki á óvart og ekki vinstri grænum væntanlega. En það gleður okkur um leið að þjóðin skuli vera sammála okkur í þessum efnum. Þarna eru eiginleikar sem er auðvitað mikilvægt að góður forystumaður hafi yfir að búa,“ segir Svandís.Aðeins borgarstjórinn er talinn gæddur meiri persónutöfrum en Katrín af stjórnmálaleiðtogum landsins, forsetinn er talinn sterkastur en þar kemur Katrín á hæla Ólafs Ragnars, Jón Gnarr er talinn í mestum tengslum við almenning, síðan Katrín og þá forsetinn, flestir telja hann einnig vera fæddan leiðtoga en síðan Katrínu og þá eru flestir þeirrar skoðunar að forsetinn vinni vel undir álagi, en þar er varla mælanlegur munur á henni og forsetanum, hann með 25 prósent en hún 24,6 prósent. Athygli vekur að allt frá 28 prósentum til 47 prósenta telja að aðrir stjórnmálaleiðtogar á þingi hafi ekki yfir neinum þessara kosta að ráða og þar trónir forsætiráðherrann efstur ásamt formönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. En hvernig kemur hún sínum sjónarmiðum á framfæri þegar hún vill ráða ferðinni? „Ég held að það komi ágætlega fram í þessari könnun. Katrín er bæði góð í að tala og góð í að hlusta. Og ég held að það sé eiginleiki sem margir mættu tileinka sér meira í stjórnmálum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Skoða má könnun MMR í heild sinni hér: Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ber höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga stjórnmálaflokka á Alþingi varðandi þá persónueiginleika sem almenningur telur að prýða eigi stjórnmálaleiðtoga samkvæmt könnun MMR. Borgarstjóri og forseti Íslands þykja líka góðum kostum búnir. Í könnun MMR er spurt út í átta persónuleikaeinkenni sem prýða mega góðan stjórnmálaleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir lendir alls staðar í fyrsta eða öðru sæti og því augljóst að almenningur ber mikið traust til hennar. Í könnun MMR var spurt hvað af tilteknum kostum fólk teldi stjórnmálaleiðtoga landsins hafa. Katrín Jakobsdóttir skorar hæst í þremur af átta flokkum. Þannig telja 48 prósent þeirra sem taka afstöðu að hún sé heiðarleg en næst á eftir henni kemurJón Gnarr en síðan leiðtogar annarra flokka og forsetinn. Fjörtíu og fimm prósent telja Katrínu einnig standa á eigin meiningu og þar fyglir borgarstjórinn fast á eftir og 41 prósent telja að hún sé ákveðin en í öðru sætinu þar er Ólafur Ragnar Grímsson. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir þessar niðurstöður ekki koma henni á óvart. „Nei þetta kemur mér ekki á óvart og ekki vinstri grænum væntanlega. En það gleður okkur um leið að þjóðin skuli vera sammála okkur í þessum efnum. Þarna eru eiginleikar sem er auðvitað mikilvægt að góður forystumaður hafi yfir að búa,“ segir Svandís.Aðeins borgarstjórinn er talinn gæddur meiri persónutöfrum en Katrín af stjórnmálaleiðtogum landsins, forsetinn er talinn sterkastur en þar kemur Katrín á hæla Ólafs Ragnars, Jón Gnarr er talinn í mestum tengslum við almenning, síðan Katrín og þá forsetinn, flestir telja hann einnig vera fæddan leiðtoga en síðan Katrínu og þá eru flestir þeirrar skoðunar að forsetinn vinni vel undir álagi, en þar er varla mælanlegur munur á henni og forsetanum, hann með 25 prósent en hún 24,6 prósent. Athygli vekur að allt frá 28 prósentum til 47 prósenta telja að aðrir stjórnmálaleiðtogar á þingi hafi ekki yfir neinum þessara kosta að ráða og þar trónir forsætiráðherrann efstur ásamt formönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. En hvernig kemur hún sínum sjónarmiðum á framfæri þegar hún vill ráða ferðinni? „Ég held að það komi ágætlega fram í þessari könnun. Katrín er bæði góð í að tala og góð í að hlusta. Og ég held að það sé eiginleiki sem margir mættu tileinka sér meira í stjórnmálum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Skoða má könnun MMR í heild sinni hér:
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira