Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar 18. júní 2014 17:12 Kári Kristján Kristjánsson. vísir/vilhelm Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. Kári taldi sig hafa náð samkomulagi um samning við félagið en skilningur handknattleiksdeildar ÍBV er allt annar eins og fram kemur í yfirlýsingunni að neðan. Þar segir enn fremur að ásakanir Kára í viðtalinu í Fréttablaðinu séu ekki á rökum reistar og honum ósæmandi.Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild ÍBV ÍþróttafélagsÁ vefmiðlinum visi.is er viðtal við Kára Kristján Kristjánsson, handknattleiksmann og fyrrum leikmann með ÍBV Íþróttafélagi. Í viðtalinu kemur fram hörð gagnrýni á handknattleiksdeildina og er ÍBV m.a. sakað af Kára að stinga hann í bakið og standa ekki við gerða samninga. Fram kemur hjá Kára að viðræður hafi hafist í byrjun maí og að sæst hafi verið á tölur og að hann hafi talið málið í höfn. Handknattleiksdeild ÍBV Íþróttafélags vill því gera grein fyrir málinu frá sinni hendi.Viðræður ÍBV og Kára Kristjáns hófust þann 30. apríl sl. ÍBV taldi Kára, og telur hann enn vera mjög góðan leikmann, og gerði honum því gott tilboð að okkar mati. Kári svaraði því samdægurs og hafnaði því með þeim orðum að menn væru á sitthvorri ströndinni og að annað félag á Íslandi væri í sambandi við hann sem væri að tala allt annað tungumál en við.Í framhaldi af því óskaði ÍBV eftir tilboði frá Kára og sendi hann á okkur sínar hugmyndir þann 2. maí sl. Við höfnuðum þeim hugmyndum daginn eftir og óskuðum honum alls hins besta.Þann 7. maí hafði hljóðið aðeins breyst hjá Kára og sendum við honum því annað tilboð um leið og ítrekað var að ekki yrði farið hærra í fjárhæðum, við réðum einfaldlega ekki við það. Því tilboði var ekki tekið og voru síðustu samskipti Kára og ÍBV vegna þessara samningsumleitana þann 8. maí sl. Þar sem enn bar nokkuð á milli og ekkert heyrðist í Kára í rúmar fimm vikur, þó svo að við fréttum af honum á Eyjunni Fögru á þessum tíma, gerðum við ráð fyrir að hann væri einfaldlega að ræða við önnur lið eins og hann tók fram að hefðu verið í sambandi við sig. Þannig ganga þessi mál fyrir sig hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við brugðust við því með því að leita annað enda annað ekki í boði að okkar mati.Við hörmum þær ásakanir sem beinast að handknattleiksdeild ÍBV. Þær eru á engum rökum reistar og honum ósæmilegar, enda komum við fram við Kára af fullum heilindum. Við höfðum bara ekki það fjármagn sem til þurfti. Kára óskum við alls hins besta og velfarnaðar í framtíðinni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. Kári taldi sig hafa náð samkomulagi um samning við félagið en skilningur handknattleiksdeildar ÍBV er allt annar eins og fram kemur í yfirlýsingunni að neðan. Þar segir enn fremur að ásakanir Kára í viðtalinu í Fréttablaðinu séu ekki á rökum reistar og honum ósæmandi.Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild ÍBV ÍþróttafélagsÁ vefmiðlinum visi.is er viðtal við Kára Kristján Kristjánsson, handknattleiksmann og fyrrum leikmann með ÍBV Íþróttafélagi. Í viðtalinu kemur fram hörð gagnrýni á handknattleiksdeildina og er ÍBV m.a. sakað af Kára að stinga hann í bakið og standa ekki við gerða samninga. Fram kemur hjá Kára að viðræður hafi hafist í byrjun maí og að sæst hafi verið á tölur og að hann hafi talið málið í höfn. Handknattleiksdeild ÍBV Íþróttafélags vill því gera grein fyrir málinu frá sinni hendi.Viðræður ÍBV og Kára Kristjáns hófust þann 30. apríl sl. ÍBV taldi Kára, og telur hann enn vera mjög góðan leikmann, og gerði honum því gott tilboð að okkar mati. Kári svaraði því samdægurs og hafnaði því með þeim orðum að menn væru á sitthvorri ströndinni og að annað félag á Íslandi væri í sambandi við hann sem væri að tala allt annað tungumál en við.Í framhaldi af því óskaði ÍBV eftir tilboði frá Kára og sendi hann á okkur sínar hugmyndir þann 2. maí sl. Við höfnuðum þeim hugmyndum daginn eftir og óskuðum honum alls hins besta.Þann 7. maí hafði hljóðið aðeins breyst hjá Kára og sendum við honum því annað tilboð um leið og ítrekað var að ekki yrði farið hærra í fjárhæðum, við réðum einfaldlega ekki við það. Því tilboði var ekki tekið og voru síðustu samskipti Kára og ÍBV vegna þessara samningsumleitana þann 8. maí sl. Þar sem enn bar nokkuð á milli og ekkert heyrðist í Kára í rúmar fimm vikur, þó svo að við fréttum af honum á Eyjunni Fögru á þessum tíma, gerðum við ráð fyrir að hann væri einfaldlega að ræða við önnur lið eins og hann tók fram að hefðu verið í sambandi við sig. Þannig ganga þessi mál fyrir sig hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við brugðust við því með því að leita annað enda annað ekki í boði að okkar mati.Við hörmum þær ásakanir sem beinast að handknattleiksdeild ÍBV. Þær eru á engum rökum reistar og honum ósæmilegar, enda komum við fram við Kára af fullum heilindum. Við höfðum bara ekki það fjármagn sem til þurfti. Kára óskum við alls hins besta og velfarnaðar í framtíðinni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti