Lífið

Fórnarlömb flóðanna styrkt

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ojba rasta Kemur frá á Gauknum laugardagskvöld.
Ojba rasta Kemur frá á Gauknum laugardagskvöld. vísir/valli
Sumartónleikar og reggí til styrktar fórnarlamba flóðanna í Serbíu og Bosníu fara fram í dag við Ingólfstorg og svo fara tónleikar einnig fram á Gauknum í kvöld.

Á dagskránni verða tónleikar þar sem Mosi, Tanya & Marlon, 7Berg, Diddi Fel, Átrúnaðargoðarnir, Geimfarar, Alvia Mooncat og Elín og Elísabet Eyþórsdætur troða upp. Einnig verður danshópur Brynju Péturs med danssýningu sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Á svæðinu verða sjálfboðaliðar með fötur sem ganga milli manna og taka á móti framlögum. Einnig verður hægt að leggja inn á reikning fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta en vilja hjálpa málstaðnum. Kennitala er 470711-0780 og reikningsnúmer er 526-26-470711.

Dagskráin byrjar klukkan 12 og mun vera fram til klukkan 18. Tónlistin heldur áfram á Gauk á Stöng frá klukkan 21. Þar koma fram Ojba Rasta, Amaba Dama, Cell7, Kött Grá Pjé, Braga úr Johnny and the Rest, Thizone, T.Y. & Djásnið, Skinny T, DJ Cyppie og RVK Soundsystem.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.