Maður á hjóli fékk enga samúð: "Fuck you and your hand“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 17:54 Magnús var að hjóla inn Laufásveg þegar hann lenti í árekstri við bifreið og lítil umferðateppa myndaðist sem fór illa í bílstjóra sem kom aðvífandi. Magnús Hreggviðsson, hjólreiðamaður, lenti í umferðaróhappi í gær þegar hann hjólaði inn Laufásveg og myndaðist lítil umferðateppa. En það eru harkaleg viðbrögð bílstjóra sem bíða þurfti í bíl sínum á meðan stumrað var yfir honum sem eru honum eftirminnileg. „Hann kemur út úr bílnum. Frussandi reiður. Ég hélt að hann ætlaði bara að koma og ráðast á mig,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús lýsir atvikinu þannig að hann hafi skroppið úr vinnunni heim í hádeginu og var að hjóla aftur tilbaka. „Ég sé að það er bíll sem er að keyra inn Laufásveginn, hann hægir á sér svo ég ætla að taka framúr honum. En svo er hann að taka u-beygju og keyrir á mig,“ útskýrir Magnús. Hann fellur í jörðina við áreksturinn og maðurinn sem keyrir á hann kemur út til hans, þar sem hann liggur ásamt hjólinu, til að athuga með hann og biðjast afsökunar.„I don‘t care about your accident“ „Síðan eru tveir bílar sem eru að beygja inn Laufásveg sem þurfa að stoppa af því að við erum fyrir. Ökumaður seinni bílsins byrjar að flauta og kalla á okkur. Gefur okkur til kynna að drulla okkur í burtu.“ Reyndi Magnús ásamt bílstjóra þess bíls sem hafði ekið á hann að útskýra að það hefði orðið slys og verið væri að hlú að Magnúsi. „Það virtist ekki skipta neinu máli. Ég er í sjokki og gef honum fingurinn. Þá bara trompast hann,“ útskýrir Magnús. Þá stígur maðurinn út úr bílnum sínum öskrandi og gengur að slysstað. „Hann segir bara: „I don‘t care about your accident“ [Ísl. Mér er alveg sama um slysið þitt.] og „Never do this“, eða svona gerirðu aldrei.“ Maðurinn fór inn í bílinn sinn aftur þegar Magnús fór af götunni en hann hafði ekki sagt sitt síðasta orð. „Hann keyrir löturhægt framhjá mér, flautar, skrúfar niður gluggann og fokkar á mig og segir: „Fuck you and your hand.“ [Ísl: Far þú og þín hönd í rass.] Ég var bara að labba með hjólið með blóðuga hendina,“ segir Magnús sem slasaðist sem betur fer ekki alvarlega. „Ég fékk smá rispur og skrámur, er bólginn á hnénu og aðeins slæmur í úlnlið og olnboga.“ „Ég var reiðari og í meira sjokki yfir þessum viðbrögðum heldur en sjálfu slysinu,“ segir Magnús sem hefur þó jafnað sig í dag. „Þetta voru bara þrjár mínútur í heildina. Þetta var bara örstutt.“ Maðurinn var hávaxinn, þrekinn, krúnurakaðan og af erlendu bergi brotinn. „Til að kóróna þetta þá var hann á nýjum silfurlitum Range rover.“ Segir Magnús hann ekki hafa gert Range rover steríótýpunni neinn greiða. „Og þarna var ég bara að gera aðför að einkabílnum,“ segir Magnús að lokum og hlær. „Þetta er eiginlega bara fyndið.“ Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Magnús Hreggviðsson, hjólreiðamaður, lenti í umferðaróhappi í gær þegar hann hjólaði inn Laufásveg og myndaðist lítil umferðateppa. En það eru harkaleg viðbrögð bílstjóra sem bíða þurfti í bíl sínum á meðan stumrað var yfir honum sem eru honum eftirminnileg. „Hann kemur út úr bílnum. Frussandi reiður. Ég hélt að hann ætlaði bara að koma og ráðast á mig,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús lýsir atvikinu þannig að hann hafi skroppið úr vinnunni heim í hádeginu og var að hjóla aftur tilbaka. „Ég sé að það er bíll sem er að keyra inn Laufásveginn, hann hægir á sér svo ég ætla að taka framúr honum. En svo er hann að taka u-beygju og keyrir á mig,“ útskýrir Magnús. Hann fellur í jörðina við áreksturinn og maðurinn sem keyrir á hann kemur út til hans, þar sem hann liggur ásamt hjólinu, til að athuga með hann og biðjast afsökunar.„I don‘t care about your accident“ „Síðan eru tveir bílar sem eru að beygja inn Laufásveg sem þurfa að stoppa af því að við erum fyrir. Ökumaður seinni bílsins byrjar að flauta og kalla á okkur. Gefur okkur til kynna að drulla okkur í burtu.“ Reyndi Magnús ásamt bílstjóra þess bíls sem hafði ekið á hann að útskýra að það hefði orðið slys og verið væri að hlú að Magnúsi. „Það virtist ekki skipta neinu máli. Ég er í sjokki og gef honum fingurinn. Þá bara trompast hann,“ útskýrir Magnús. Þá stígur maðurinn út úr bílnum sínum öskrandi og gengur að slysstað. „Hann segir bara: „I don‘t care about your accident“ [Ísl. Mér er alveg sama um slysið þitt.] og „Never do this“, eða svona gerirðu aldrei.“ Maðurinn fór inn í bílinn sinn aftur þegar Magnús fór af götunni en hann hafði ekki sagt sitt síðasta orð. „Hann keyrir löturhægt framhjá mér, flautar, skrúfar niður gluggann og fokkar á mig og segir: „Fuck you and your hand.“ [Ísl: Far þú og þín hönd í rass.] Ég var bara að labba með hjólið með blóðuga hendina,“ segir Magnús sem slasaðist sem betur fer ekki alvarlega. „Ég fékk smá rispur og skrámur, er bólginn á hnénu og aðeins slæmur í úlnlið og olnboga.“ „Ég var reiðari og í meira sjokki yfir þessum viðbrögðum heldur en sjálfu slysinu,“ segir Magnús sem hefur þó jafnað sig í dag. „Þetta voru bara þrjár mínútur í heildina. Þetta var bara örstutt.“ Maðurinn var hávaxinn, þrekinn, krúnurakaðan og af erlendu bergi brotinn. „Til að kóróna þetta þá var hann á nýjum silfurlitum Range rover.“ Segir Magnús hann ekki hafa gert Range rover steríótýpunni neinn greiða. „Og þarna var ég bara að gera aðför að einkabílnum,“ segir Magnús að lokum og hlær. „Þetta er eiginlega bara fyndið.“
Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira