Maður á hjóli fékk enga samúð: "Fuck you and your hand“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 17:54 Magnús var að hjóla inn Laufásveg þegar hann lenti í árekstri við bifreið og lítil umferðateppa myndaðist sem fór illa í bílstjóra sem kom aðvífandi. Magnús Hreggviðsson, hjólreiðamaður, lenti í umferðaróhappi í gær þegar hann hjólaði inn Laufásveg og myndaðist lítil umferðateppa. En það eru harkaleg viðbrögð bílstjóra sem bíða þurfti í bíl sínum á meðan stumrað var yfir honum sem eru honum eftirminnileg. „Hann kemur út úr bílnum. Frussandi reiður. Ég hélt að hann ætlaði bara að koma og ráðast á mig,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús lýsir atvikinu þannig að hann hafi skroppið úr vinnunni heim í hádeginu og var að hjóla aftur tilbaka. „Ég sé að það er bíll sem er að keyra inn Laufásveginn, hann hægir á sér svo ég ætla að taka framúr honum. En svo er hann að taka u-beygju og keyrir á mig,“ útskýrir Magnús. Hann fellur í jörðina við áreksturinn og maðurinn sem keyrir á hann kemur út til hans, þar sem hann liggur ásamt hjólinu, til að athuga með hann og biðjast afsökunar.„I don‘t care about your accident“ „Síðan eru tveir bílar sem eru að beygja inn Laufásveg sem þurfa að stoppa af því að við erum fyrir. Ökumaður seinni bílsins byrjar að flauta og kalla á okkur. Gefur okkur til kynna að drulla okkur í burtu.“ Reyndi Magnús ásamt bílstjóra þess bíls sem hafði ekið á hann að útskýra að það hefði orðið slys og verið væri að hlú að Magnúsi. „Það virtist ekki skipta neinu máli. Ég er í sjokki og gef honum fingurinn. Þá bara trompast hann,“ útskýrir Magnús. Þá stígur maðurinn út úr bílnum sínum öskrandi og gengur að slysstað. „Hann segir bara: „I don‘t care about your accident“ [Ísl. Mér er alveg sama um slysið þitt.] og „Never do this“, eða svona gerirðu aldrei.“ Maðurinn fór inn í bílinn sinn aftur þegar Magnús fór af götunni en hann hafði ekki sagt sitt síðasta orð. „Hann keyrir löturhægt framhjá mér, flautar, skrúfar niður gluggann og fokkar á mig og segir: „Fuck you and your hand.“ [Ísl: Far þú og þín hönd í rass.] Ég var bara að labba með hjólið með blóðuga hendina,“ segir Magnús sem slasaðist sem betur fer ekki alvarlega. „Ég fékk smá rispur og skrámur, er bólginn á hnénu og aðeins slæmur í úlnlið og olnboga.“ „Ég var reiðari og í meira sjokki yfir þessum viðbrögðum heldur en sjálfu slysinu,“ segir Magnús sem hefur þó jafnað sig í dag. „Þetta voru bara þrjár mínútur í heildina. Þetta var bara örstutt.“ Maðurinn var hávaxinn, þrekinn, krúnurakaðan og af erlendu bergi brotinn. „Til að kóróna þetta þá var hann á nýjum silfurlitum Range rover.“ Segir Magnús hann ekki hafa gert Range rover steríótýpunni neinn greiða. „Og þarna var ég bara að gera aðför að einkabílnum,“ segir Magnús að lokum og hlær. „Þetta er eiginlega bara fyndið.“ Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Magnús Hreggviðsson, hjólreiðamaður, lenti í umferðaróhappi í gær þegar hann hjólaði inn Laufásveg og myndaðist lítil umferðateppa. En það eru harkaleg viðbrögð bílstjóra sem bíða þurfti í bíl sínum á meðan stumrað var yfir honum sem eru honum eftirminnileg. „Hann kemur út úr bílnum. Frussandi reiður. Ég hélt að hann ætlaði bara að koma og ráðast á mig,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús lýsir atvikinu þannig að hann hafi skroppið úr vinnunni heim í hádeginu og var að hjóla aftur tilbaka. „Ég sé að það er bíll sem er að keyra inn Laufásveginn, hann hægir á sér svo ég ætla að taka framúr honum. En svo er hann að taka u-beygju og keyrir á mig,“ útskýrir Magnús. Hann fellur í jörðina við áreksturinn og maðurinn sem keyrir á hann kemur út til hans, þar sem hann liggur ásamt hjólinu, til að athuga með hann og biðjast afsökunar.„I don‘t care about your accident“ „Síðan eru tveir bílar sem eru að beygja inn Laufásveg sem þurfa að stoppa af því að við erum fyrir. Ökumaður seinni bílsins byrjar að flauta og kalla á okkur. Gefur okkur til kynna að drulla okkur í burtu.“ Reyndi Magnús ásamt bílstjóra þess bíls sem hafði ekið á hann að útskýra að það hefði orðið slys og verið væri að hlú að Magnúsi. „Það virtist ekki skipta neinu máli. Ég er í sjokki og gef honum fingurinn. Þá bara trompast hann,“ útskýrir Magnús. Þá stígur maðurinn út úr bílnum sínum öskrandi og gengur að slysstað. „Hann segir bara: „I don‘t care about your accident“ [Ísl. Mér er alveg sama um slysið þitt.] og „Never do this“, eða svona gerirðu aldrei.“ Maðurinn fór inn í bílinn sinn aftur þegar Magnús fór af götunni en hann hafði ekki sagt sitt síðasta orð. „Hann keyrir löturhægt framhjá mér, flautar, skrúfar niður gluggann og fokkar á mig og segir: „Fuck you and your hand.“ [Ísl: Far þú og þín hönd í rass.] Ég var bara að labba með hjólið með blóðuga hendina,“ segir Magnús sem slasaðist sem betur fer ekki alvarlega. „Ég fékk smá rispur og skrámur, er bólginn á hnénu og aðeins slæmur í úlnlið og olnboga.“ „Ég var reiðari og í meira sjokki yfir þessum viðbrögðum heldur en sjálfu slysinu,“ segir Magnús sem hefur þó jafnað sig í dag. „Þetta voru bara þrjár mínútur í heildina. Þetta var bara örstutt.“ Maðurinn var hávaxinn, þrekinn, krúnurakaðan og af erlendu bergi brotinn. „Til að kóróna þetta þá var hann á nýjum silfurlitum Range rover.“ Segir Magnús hann ekki hafa gert Range rover steríótýpunni neinn greiða. „Og þarna var ég bara að gera aðför að einkabílnum,“ segir Magnús að lokum og hlær. „Þetta er eiginlega bara fyndið.“
Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira