Önnur íþrótt í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. júní 2014 19:00 Sigríður tekur við heiðursverðlaunum sínum. Vísir/Getty „Þetta var frábært afrek á sínum tíma og fjöldi aðdáenda var eftir því. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu ævintýri,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir, fyrrverandi handboltakona og Íþróttamaður ársins, þegar Vísir heyrði í henni í dag. Sigríður var hluti af liði Íslands sem varð Norðurlandameistari fyrir 50 árum síðan. Á úrslitaleikinn mættu rúmlega 4000 manns sem er áhorfendamet á kvennaleik á Íslandi sem enn stendur í dag, 50 árum síðar. „Það var ansi margt gert fyrir okkur. Æfingaraðstaðan var ekki nægilega góð svo við fórum og æfðum upp á Keflavíkurflugvelli. Þar kom samheldnin, við vorum allar í mismunandi liðum en kynntumst í rútunni. Í Keflavík æfðum við þrek sem var óþekkt á þeim tíma.“ „Það var ótrúlega gaman þegar maður var að keppa að horfa upp í stúku og sjá fólk í öllum sætunum. Þetta var yndislegur tími og það er gríðarlega gaman að rifja þetta upp.“ Stór hluti hópsins mætti á blaðamannafund HSÍ þar sem leikmennirnir voru heiðraðir fyrir þátttöku sína. „Við erum eins og lítil fjölskylda og við hittumst sífellt oftar. Það er gaman að rifja upp sögur og skoða myndir. Við upplifðum þetta allar á sinn hátt og það er gaman að heyra sögur frá öllum sjónarmiðum.“ Gríðarleg breyting hefur orðið á handboltanum frá því þegar liðið varð Norðurlandameistari. Úrslitaleikurinn fór fram á grasi og spiluðu leikmenn í takkaskóm. „Það var spilað á grasi eða malarvelli, það var betra að spila á grasinu en það er stór munur á þessu. Það er mun meiri hraði í dag og mun meira af tæknilegum hlutum. Fólki er hent útaf fyrir eitthvað smávægilegt.“ „Hraðinn er orðinn allt of mikill, að mörkin skuli fara yfir 30 er of mikið. Þetta er ekkert skylt því sem ég þekki, þetta er önnur íþrótt,“ sagði Sigríður. Íslenski handboltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
„Þetta var frábært afrek á sínum tíma og fjöldi aðdáenda var eftir því. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu ævintýri,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir, fyrrverandi handboltakona og Íþróttamaður ársins, þegar Vísir heyrði í henni í dag. Sigríður var hluti af liði Íslands sem varð Norðurlandameistari fyrir 50 árum síðan. Á úrslitaleikinn mættu rúmlega 4000 manns sem er áhorfendamet á kvennaleik á Íslandi sem enn stendur í dag, 50 árum síðar. „Það var ansi margt gert fyrir okkur. Æfingaraðstaðan var ekki nægilega góð svo við fórum og æfðum upp á Keflavíkurflugvelli. Þar kom samheldnin, við vorum allar í mismunandi liðum en kynntumst í rútunni. Í Keflavík æfðum við þrek sem var óþekkt á þeim tíma.“ „Það var ótrúlega gaman þegar maður var að keppa að horfa upp í stúku og sjá fólk í öllum sætunum. Þetta var yndislegur tími og það er gríðarlega gaman að rifja þetta upp.“ Stór hluti hópsins mætti á blaðamannafund HSÍ þar sem leikmennirnir voru heiðraðir fyrir þátttöku sína. „Við erum eins og lítil fjölskylda og við hittumst sífellt oftar. Það er gaman að rifja upp sögur og skoða myndir. Við upplifðum þetta allar á sinn hátt og það er gaman að heyra sögur frá öllum sjónarmiðum.“ Gríðarleg breyting hefur orðið á handboltanum frá því þegar liðið varð Norðurlandameistari. Úrslitaleikurinn fór fram á grasi og spiluðu leikmenn í takkaskóm. „Það var spilað á grasi eða malarvelli, það var betra að spila á grasinu en það er stór munur á þessu. Það er mun meiri hraði í dag og mun meira af tæknilegum hlutum. Fólki er hent útaf fyrir eitthvað smávægilegt.“ „Hraðinn er orðinn allt of mikill, að mörkin skuli fara yfir 30 er of mikið. Þetta er ekkert skylt því sem ég þekki, þetta er önnur íþrótt,“ sagði Sigríður.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira