Lífið

Radíusbræður skemmta á ný

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Radíusbræðurnir, Davíð Þór og Steinn Ármann
Radíusbræðurnir, Davíð Þór og Steinn Ármann Vísir/Stefán
Einhverjir hressustu Hafnfirðingar sem sögur fara af, Radíusbræðurnir,Steinn ÁrmannMagnússon og Davíð Þór Jónsson, ætla að skemmta fólki í Bæjarbíói í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem að þeir félagar skemmta fólki á sviði.

Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar tók við lyklunum að hinu sögufræga Bæjarbíói í Hafnarfirði á dögunum og blæs því í lúðra.

Þá verða tvær myndir leikstjórans og Hafnfirðingsins Gunnars Björns Guðmundssonar sýndar, Astríopía, sem gerist einmitt í Hafnarfirði, og stuttmyndin Karamellumyndin. Gunnar Björn mun sjálfur kynna myndirnar fyrir sýninguna. Radíusbræður skemmta á milli sýninga en fjörið hefst klukkan 21.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.