Birgir Leifur Hafþórsson fór vel af stað á fyrsta stigi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi.
Mótið hófst í Portúgal í dag og er Birgir Leifur í 4.-12. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á þremur höggum undir pari vallarins.
Alls taka 94 keppendur þátt og komast 20 þeirra áfram á næsta stig úrtökumótaraðarinnar.
Nú þegar hafa Þórður Rafn Gissurarson og Ólafur Björn Loftsson tryggt sér þátttökurétt á öðru stigi úrtökumótaraðarinnar sem fer fram í byrjun nóvember.

