Golf

Ólafur komst áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur lék á einu höggi yfir pari í dag.
Ólafur lék á einu höggi yfir pari í dag. Vísir/Daníel
Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, komst í dag á 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Ólafur lék á 72 höggum, eða einu höggi yfir pari, á móti í Hardelot í Frakklandi sem lauk í dag. Ólafur endaði í 19.-23. sæti á einu höggi undir pari, en aðeins einu höggi munaði að hann kæmist ekki áfram.

Daninn Martin Oveser varð hlutskarpastur á mótinu, en hann lék á 14. höggum undir pari.

Ólafur var sáttur með afrakstur dagsins

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×