Eru tilfinningar til trafala? Hildur Þórðardóttir skrifar 12. mars 2014 07:00 Í menningu okkar eiga allir að vera glaðir, jákvæðir, skemmtilegir og hressir. Það þykir skömm að því að gráta á almannafæri og hvað þá að taka reiðiköst. Fólk á ekki að vera reitt og ef fólk hefur tilhneigingu til að reiðast ætti það að skella sér á reiðistjórnunarnámskeið hið snarasta. Helst eiga tilfinningar ekki að koma daglegu lífi við. Þannig lærir heil þjóð að afneita tilfinningum sínum vegna þess að þær þykja ekki vænlegar til árangurs. Við lærum heilmargar leiðir til að bæla þær eins og áfengisdrykkju, eiturlyfjanotkun, reykingar, geðdeyfðarlyf og fata-, skó- eða græjukaup. Sjónvarpsgláp, tölvuleikir og kynlíf eru líka frábærar leiðir til að hunsa vanlíðan og vaxandi pirring. Tilfinningar eru ekki eitthvað sem við veljum að upplifa, heldur viðbrögð við áföllum, uppákomum og lífinu eins og það kemur. Ef einhver stígur á fótinn á þér bregstu við með því að kippa fætinum undan, æpa, ýta burtu þeim sem steig ofan á þig eða fyllist ótta. Öll viðbrögðin eru réttmæt og fara eftir hversu oft hefur verið stigið á fótinn á þér áður. Á sama hátt eru allar tilfinningar réttmætar. Hvort þú bregst við með skilningi, ótta, kvíða, depurð, höfnunartilfinningu, kærleika eða reiði fer eftir hversu margar óuppgerðar tilfinningar þú geymir. Hafir þú búið við ofbeldi þar sem þú varst sífellt hræddur eru líkur á að þú upplifir ótta í óvæntum aðstæðum. Hafir þú upplifað mikla höfnun er líklegt að þú lítir á allar uppákomur sem höfnun á þér. Við flokkum oft tilfinningar í neikvæðar eða jákvæðar. Þessar jákvæðu eru álitnar í lagi en þessar neikvæðu skulu grafnar djúpt og alls ekki viðurkenndar. En þær neikvæðu eru alveg jafn eðlilegar og hinar jákvæðu og einmitt með því að viðurkenna þær hleypum við þeim út. Ef manneskja upplifir reiði yfir því að einhver gerði á rétt hennar er miklu vænlegra að hún leyfi reiðinni að fá útrás með því að mótmæla. Hún þarf ekki að gera það með yfirgangi eða frekju. Reiði er í raun uppsafnaður pirringur og við könnumst flest við að leyfa pirrandi ástandi að viðgangast því við viljum ekki vera með vesen. Þess vegna gröfum við pirringinn þar til ekki er pláss fyrir meira og við springum. Þá eigum við miklu erfiðara með að stjórna orðum okkar og hættir til að særa. Það er miklu heilbrigðara að segja eitthvað strax. En þegar öll áherslan er á að vera skemmtilegur og glaður er erfitt að vera sá leiðinlegi sem segir hvað honum finnst. Með því að hleypa tilfinningunum út jafnóðum í stað þess að grafa þær inni í okkur náum við betri stjórn á þeim. Hreinsum líka út þær tilfinningar sem við höfum hlaðið hvað mest af til að hjálpa okkur að bregðast öðruvísi við. Að hafa taumhald á tilfinningunum þýðir ekki að afneita þeim og þykjast vera alltaf glöð, heldur einmitt að viðurkenna þær og hleypa þeim út strax svo þær verði viðráðanlegri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í menningu okkar eiga allir að vera glaðir, jákvæðir, skemmtilegir og hressir. Það þykir skömm að því að gráta á almannafæri og hvað þá að taka reiðiköst. Fólk á ekki að vera reitt og ef fólk hefur tilhneigingu til að reiðast ætti það að skella sér á reiðistjórnunarnámskeið hið snarasta. Helst eiga tilfinningar ekki að koma daglegu lífi við. Þannig lærir heil þjóð að afneita tilfinningum sínum vegna þess að þær þykja ekki vænlegar til árangurs. Við lærum heilmargar leiðir til að bæla þær eins og áfengisdrykkju, eiturlyfjanotkun, reykingar, geðdeyfðarlyf og fata-, skó- eða græjukaup. Sjónvarpsgláp, tölvuleikir og kynlíf eru líka frábærar leiðir til að hunsa vanlíðan og vaxandi pirring. Tilfinningar eru ekki eitthvað sem við veljum að upplifa, heldur viðbrögð við áföllum, uppákomum og lífinu eins og það kemur. Ef einhver stígur á fótinn á þér bregstu við með því að kippa fætinum undan, æpa, ýta burtu þeim sem steig ofan á þig eða fyllist ótta. Öll viðbrögðin eru réttmæt og fara eftir hversu oft hefur verið stigið á fótinn á þér áður. Á sama hátt eru allar tilfinningar réttmætar. Hvort þú bregst við með skilningi, ótta, kvíða, depurð, höfnunartilfinningu, kærleika eða reiði fer eftir hversu margar óuppgerðar tilfinningar þú geymir. Hafir þú búið við ofbeldi þar sem þú varst sífellt hræddur eru líkur á að þú upplifir ótta í óvæntum aðstæðum. Hafir þú upplifað mikla höfnun er líklegt að þú lítir á allar uppákomur sem höfnun á þér. Við flokkum oft tilfinningar í neikvæðar eða jákvæðar. Þessar jákvæðu eru álitnar í lagi en þessar neikvæðu skulu grafnar djúpt og alls ekki viðurkenndar. En þær neikvæðu eru alveg jafn eðlilegar og hinar jákvæðu og einmitt með því að viðurkenna þær hleypum við þeim út. Ef manneskja upplifir reiði yfir því að einhver gerði á rétt hennar er miklu vænlegra að hún leyfi reiðinni að fá útrás með því að mótmæla. Hún þarf ekki að gera það með yfirgangi eða frekju. Reiði er í raun uppsafnaður pirringur og við könnumst flest við að leyfa pirrandi ástandi að viðgangast því við viljum ekki vera með vesen. Þess vegna gröfum við pirringinn þar til ekki er pláss fyrir meira og við springum. Þá eigum við miklu erfiðara með að stjórna orðum okkar og hættir til að særa. Það er miklu heilbrigðara að segja eitthvað strax. En þegar öll áherslan er á að vera skemmtilegur og glaður er erfitt að vera sá leiðinlegi sem segir hvað honum finnst. Með því að hleypa tilfinningunum út jafnóðum í stað þess að grafa þær inni í okkur náum við betri stjórn á þeim. Hreinsum líka út þær tilfinningar sem við höfum hlaðið hvað mest af til að hjálpa okkur að bregðast öðruvísi við. Að hafa taumhald á tilfinningunum þýðir ekki að afneita þeim og þykjast vera alltaf glöð, heldur einmitt að viðurkenna þær og hleypa þeim út strax svo þær verði viðráðanlegri.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun