„Á framhaldsskólaböllum skapast aðstæður fyrir börn til að byrja að drekka“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. mars 2014 15:51 Íris er formaður foreldraráðs Menntaskólans við Sund. „Ég fagna því að skólinn skuli grípa inn í þetta með þessum hætti og nú er bara að vona að það finnist farsæl lausn á málinu,“ segir Íris Georgsdóttir, formaður foreldraráðs Menntaskólans við Sund, um ákvörðun Más Vilhjálmssonar, rektors skólans, um að gera hlé á böllum í skólanum út skólaárið. Íris hvetur menntayfirvöld til þess að skoða málin heildrænt og hjálpa foreldrum og nemendum að brúa bilið á milli grunnskóla og framhaldsskóla. „Á framhaldsskólaböllum skapast aðstæður fyrir börn til að byrja að drekka,“ segir Íris sem hvetur aðra framhaldsskóla einnig til að skoða þessi mál.Hlutirnir ekki gengið nógu vel „Ástæðan fyrir þessu dansleikjabanni er að okkur hefur fundist hlutirnir ekki hafa gengið nógu vel og það hefur verið allt of mikið um ölvun,“ segir rektorinn Már í samtali við Vísi og Fréttablaðið sem birtist í morgun. Íris er sammála Má; eitthvað hafi þurft að gera. „Ég tek undir með Má að hlutirnir hafa ekki gengið nógu vel. Við í foreldraráði komum á svokallaðri foreldravakt fyrir utan böll í lok síðasta skólaárs og höfum því orðið vör við það sem rektor tekur fram í greininni. Það er of mikil ölvun sem blasir við okkur.“Aðrir framhaldsskólar eiga að fylgja Íris segir þessa ákvörðun Más vera eitthvað sem stjórnendur annarra framhaldsskóla þurfi að skoða. „Þetta er samt miklu stærra mál en bara þetta dansleikjahlé sem hefur verið sett á í MS, það þurfa allir framhaldsskólar að líta sér nær í þessum efnum.“ Íris segir að fræða þurfi nemendur áfengisneyslu. „Efla þarf fræðslu á þessu sviði og fjársveltur framhaldsskóli getur ekki staðið sig hvað þann málaflokk varðar.“Yfirvöld þurfa að vakna til lífsins „Menntamálayfirvöld þurfa að fara að vakna til lífsins og taka af skarið með þessi mál. Það vantar sárlega stuðning við nemendur og foreldra við þessi kaflaskil í lífi barnanna sem felast í því að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla, það er mjög breitt bil þarna á milli og annaðhvort þarf grunnskólinn að undirbúa þau betur undir þetta eða framhaldsskólinn að laga eitthvað hjá sér,“ segir Íris og bætir við:Ábyrgðin hjá foreldrum „En mikilvægur punktur í þessu öllu saman er að gleyma ekki ábyrgð foreldra, það er ekki hægt að skella skuldinni á aðra, né taka MS út fyrir sem eitthvað verri skóla en aðra. Einnig þarf að efla samstöðu foreldra. Ég hef trú á að þessu sé hægt að breyta,“ segir Íris „Börnin eru í mjög vernduðu umhverfi alla grunnskólagönguna og svo er þeim í raun hent í djúpu laugina þegar þau koma í framhaldsskóla og þá eykst pressan á þeim að byrja að drekka gífurlega, þessu þarf að breyta,“ segir Íris að lokum. Tengdar fréttir Ballbann í MS vegna ölvunar nemenda Stjórnendur og félagsmálafulltrúar Menntaskólans við Sund hafa ákveðið að fleiri dansleikir fari ekki fram þetta skólaárið. Ölvun á árshátíð skólans fyllti mælinn. 12. mars 2014 08:30 Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
„Ég fagna því að skólinn skuli grípa inn í þetta með þessum hætti og nú er bara að vona að það finnist farsæl lausn á málinu,“ segir Íris Georgsdóttir, formaður foreldraráðs Menntaskólans við Sund, um ákvörðun Más Vilhjálmssonar, rektors skólans, um að gera hlé á böllum í skólanum út skólaárið. Íris hvetur menntayfirvöld til þess að skoða málin heildrænt og hjálpa foreldrum og nemendum að brúa bilið á milli grunnskóla og framhaldsskóla. „Á framhaldsskólaböllum skapast aðstæður fyrir börn til að byrja að drekka,“ segir Íris sem hvetur aðra framhaldsskóla einnig til að skoða þessi mál.Hlutirnir ekki gengið nógu vel „Ástæðan fyrir þessu dansleikjabanni er að okkur hefur fundist hlutirnir ekki hafa gengið nógu vel og það hefur verið allt of mikið um ölvun,“ segir rektorinn Már í samtali við Vísi og Fréttablaðið sem birtist í morgun. Íris er sammála Má; eitthvað hafi þurft að gera. „Ég tek undir með Má að hlutirnir hafa ekki gengið nógu vel. Við í foreldraráði komum á svokallaðri foreldravakt fyrir utan böll í lok síðasta skólaárs og höfum því orðið vör við það sem rektor tekur fram í greininni. Það er of mikil ölvun sem blasir við okkur.“Aðrir framhaldsskólar eiga að fylgja Íris segir þessa ákvörðun Más vera eitthvað sem stjórnendur annarra framhaldsskóla þurfi að skoða. „Þetta er samt miklu stærra mál en bara þetta dansleikjahlé sem hefur verið sett á í MS, það þurfa allir framhaldsskólar að líta sér nær í þessum efnum.“ Íris segir að fræða þurfi nemendur áfengisneyslu. „Efla þarf fræðslu á þessu sviði og fjársveltur framhaldsskóli getur ekki staðið sig hvað þann málaflokk varðar.“Yfirvöld þurfa að vakna til lífsins „Menntamálayfirvöld þurfa að fara að vakna til lífsins og taka af skarið með þessi mál. Það vantar sárlega stuðning við nemendur og foreldra við þessi kaflaskil í lífi barnanna sem felast í því að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla, það er mjög breitt bil þarna á milli og annaðhvort þarf grunnskólinn að undirbúa þau betur undir þetta eða framhaldsskólinn að laga eitthvað hjá sér,“ segir Íris og bætir við:Ábyrgðin hjá foreldrum „En mikilvægur punktur í þessu öllu saman er að gleyma ekki ábyrgð foreldra, það er ekki hægt að skella skuldinni á aðra, né taka MS út fyrir sem eitthvað verri skóla en aðra. Einnig þarf að efla samstöðu foreldra. Ég hef trú á að þessu sé hægt að breyta,“ segir Íris „Börnin eru í mjög vernduðu umhverfi alla grunnskólagönguna og svo er þeim í raun hent í djúpu laugina þegar þau koma í framhaldsskóla og þá eykst pressan á þeim að byrja að drekka gífurlega, þessu þarf að breyta,“ segir Íris að lokum.
Tengdar fréttir Ballbann í MS vegna ölvunar nemenda Stjórnendur og félagsmálafulltrúar Menntaskólans við Sund hafa ákveðið að fleiri dansleikir fari ekki fram þetta skólaárið. Ölvun á árshátíð skólans fyllti mælinn. 12. mars 2014 08:30 Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Ballbann í MS vegna ölvunar nemenda Stjórnendur og félagsmálafulltrúar Menntaskólans við Sund hafa ákveðið að fleiri dansleikir fari ekki fram þetta skólaárið. Ölvun á árshátíð skólans fyllti mælinn. 12. mars 2014 08:30