„Á framhaldsskólaböllum skapast aðstæður fyrir börn til að byrja að drekka“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. mars 2014 15:51 Íris er formaður foreldraráðs Menntaskólans við Sund. „Ég fagna því að skólinn skuli grípa inn í þetta með þessum hætti og nú er bara að vona að það finnist farsæl lausn á málinu,“ segir Íris Georgsdóttir, formaður foreldraráðs Menntaskólans við Sund, um ákvörðun Más Vilhjálmssonar, rektors skólans, um að gera hlé á böllum í skólanum út skólaárið. Íris hvetur menntayfirvöld til þess að skoða málin heildrænt og hjálpa foreldrum og nemendum að brúa bilið á milli grunnskóla og framhaldsskóla. „Á framhaldsskólaböllum skapast aðstæður fyrir börn til að byrja að drekka,“ segir Íris sem hvetur aðra framhaldsskóla einnig til að skoða þessi mál.Hlutirnir ekki gengið nógu vel „Ástæðan fyrir þessu dansleikjabanni er að okkur hefur fundist hlutirnir ekki hafa gengið nógu vel og það hefur verið allt of mikið um ölvun,“ segir rektorinn Már í samtali við Vísi og Fréttablaðið sem birtist í morgun. Íris er sammála Má; eitthvað hafi þurft að gera. „Ég tek undir með Má að hlutirnir hafa ekki gengið nógu vel. Við í foreldraráði komum á svokallaðri foreldravakt fyrir utan böll í lok síðasta skólaárs og höfum því orðið vör við það sem rektor tekur fram í greininni. Það er of mikil ölvun sem blasir við okkur.“Aðrir framhaldsskólar eiga að fylgja Íris segir þessa ákvörðun Más vera eitthvað sem stjórnendur annarra framhaldsskóla þurfi að skoða. „Þetta er samt miklu stærra mál en bara þetta dansleikjahlé sem hefur verið sett á í MS, það þurfa allir framhaldsskólar að líta sér nær í þessum efnum.“ Íris segir að fræða þurfi nemendur áfengisneyslu. „Efla þarf fræðslu á þessu sviði og fjársveltur framhaldsskóli getur ekki staðið sig hvað þann málaflokk varðar.“Yfirvöld þurfa að vakna til lífsins „Menntamálayfirvöld þurfa að fara að vakna til lífsins og taka af skarið með þessi mál. Það vantar sárlega stuðning við nemendur og foreldra við þessi kaflaskil í lífi barnanna sem felast í því að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla, það er mjög breitt bil þarna á milli og annaðhvort þarf grunnskólinn að undirbúa þau betur undir þetta eða framhaldsskólinn að laga eitthvað hjá sér,“ segir Íris og bætir við:Ábyrgðin hjá foreldrum „En mikilvægur punktur í þessu öllu saman er að gleyma ekki ábyrgð foreldra, það er ekki hægt að skella skuldinni á aðra, né taka MS út fyrir sem eitthvað verri skóla en aðra. Einnig þarf að efla samstöðu foreldra. Ég hef trú á að þessu sé hægt að breyta,“ segir Íris „Börnin eru í mjög vernduðu umhverfi alla grunnskólagönguna og svo er þeim í raun hent í djúpu laugina þegar þau koma í framhaldsskóla og þá eykst pressan á þeim að byrja að drekka gífurlega, þessu þarf að breyta,“ segir Íris að lokum. Tengdar fréttir Ballbann í MS vegna ölvunar nemenda Stjórnendur og félagsmálafulltrúar Menntaskólans við Sund hafa ákveðið að fleiri dansleikir fari ekki fram þetta skólaárið. Ölvun á árshátíð skólans fyllti mælinn. 12. mars 2014 08:30 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég fagna því að skólinn skuli grípa inn í þetta með þessum hætti og nú er bara að vona að það finnist farsæl lausn á málinu,“ segir Íris Georgsdóttir, formaður foreldraráðs Menntaskólans við Sund, um ákvörðun Más Vilhjálmssonar, rektors skólans, um að gera hlé á böllum í skólanum út skólaárið. Íris hvetur menntayfirvöld til þess að skoða málin heildrænt og hjálpa foreldrum og nemendum að brúa bilið á milli grunnskóla og framhaldsskóla. „Á framhaldsskólaböllum skapast aðstæður fyrir börn til að byrja að drekka,“ segir Íris sem hvetur aðra framhaldsskóla einnig til að skoða þessi mál.Hlutirnir ekki gengið nógu vel „Ástæðan fyrir þessu dansleikjabanni er að okkur hefur fundist hlutirnir ekki hafa gengið nógu vel og það hefur verið allt of mikið um ölvun,“ segir rektorinn Már í samtali við Vísi og Fréttablaðið sem birtist í morgun. Íris er sammála Má; eitthvað hafi þurft að gera. „Ég tek undir með Má að hlutirnir hafa ekki gengið nógu vel. Við í foreldraráði komum á svokallaðri foreldravakt fyrir utan böll í lok síðasta skólaárs og höfum því orðið vör við það sem rektor tekur fram í greininni. Það er of mikil ölvun sem blasir við okkur.“Aðrir framhaldsskólar eiga að fylgja Íris segir þessa ákvörðun Más vera eitthvað sem stjórnendur annarra framhaldsskóla þurfi að skoða. „Þetta er samt miklu stærra mál en bara þetta dansleikjahlé sem hefur verið sett á í MS, það þurfa allir framhaldsskólar að líta sér nær í þessum efnum.“ Íris segir að fræða þurfi nemendur áfengisneyslu. „Efla þarf fræðslu á þessu sviði og fjársveltur framhaldsskóli getur ekki staðið sig hvað þann málaflokk varðar.“Yfirvöld þurfa að vakna til lífsins „Menntamálayfirvöld þurfa að fara að vakna til lífsins og taka af skarið með þessi mál. Það vantar sárlega stuðning við nemendur og foreldra við þessi kaflaskil í lífi barnanna sem felast í því að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla, það er mjög breitt bil þarna á milli og annaðhvort þarf grunnskólinn að undirbúa þau betur undir þetta eða framhaldsskólinn að laga eitthvað hjá sér,“ segir Íris og bætir við:Ábyrgðin hjá foreldrum „En mikilvægur punktur í þessu öllu saman er að gleyma ekki ábyrgð foreldra, það er ekki hægt að skella skuldinni á aðra, né taka MS út fyrir sem eitthvað verri skóla en aðra. Einnig þarf að efla samstöðu foreldra. Ég hef trú á að þessu sé hægt að breyta,“ segir Íris „Börnin eru í mjög vernduðu umhverfi alla grunnskólagönguna og svo er þeim í raun hent í djúpu laugina þegar þau koma í framhaldsskóla og þá eykst pressan á þeim að byrja að drekka gífurlega, þessu þarf að breyta,“ segir Íris að lokum.
Tengdar fréttir Ballbann í MS vegna ölvunar nemenda Stjórnendur og félagsmálafulltrúar Menntaskólans við Sund hafa ákveðið að fleiri dansleikir fari ekki fram þetta skólaárið. Ölvun á árshátíð skólans fyllti mælinn. 12. mars 2014 08:30 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ballbann í MS vegna ölvunar nemenda Stjórnendur og félagsmálafulltrúar Menntaskólans við Sund hafa ákveðið að fleiri dansleikir fari ekki fram þetta skólaárið. Ölvun á árshátíð skólans fyllti mælinn. 12. mars 2014 08:30