Ert þú flugvallarvinur? Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Greta Björg Egilsdóttir skrifar 14. maí 2014 00:00 Við höfum verið spurðar hvort að við séum hlynntar því að leyfa borgarbúum að kjósa um veru flugvallarins í Vatnsmýri. Það er góð og gild spurning. En í okkar huga þá eru borgarbúar í raun að kjósa um framtíð flugvallarins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ef núverandi meirihluti heldur velli þá er alveg ljóst að afdráttarlaus afstaða þeirra er sú að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi, hvar svo sem hann mun enda með tilheyrandi kostnaði. Þó svo að kannanir hafi sýnt að margir Reykvíkingar vilji fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra þá er ekki hægt að undanskilja þá staðreynd að verði svo þá mun flugvöllurinn víkja fyrir 3 til 5 hæða íbúðabyggingum. Vilji núverandi meirihluta í borginni er að 90% af þéttingu byggðar hér í Reykjavík fram til ársins 2030 fari fram í Vatnsmýrinni, í miðborginni, þ.e við gömlu höfnina, og í Elliðaárvoginum. Eins og fram kom á hádegisverðarfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna þann 6. maí síðastliðinn, sem bar yfirskriftina „Konur til áhrifa“, þá koma um 82% ferðamanna hingað til lands til þess að skoða náttúru landsins. Þess vegna teljum við óhjákvæmilegt að verði innanlandsflugið flutt til Keflavíkur þá muni ferðamaðurinn geta stokkið beint upp í næstu flugvél og út á land og hafi því ekki eins ríka ástæðu til þess að heimsækja höfuðborgina. Verði það niðurstaðan mun flutningur Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni hafa bein áhrif á rekstur hótela, veitingahúsa og verslana í borginni og alla þá virðisaukandi þjónustu sem byggð hefur verið upp í borginni okkar á undanförnum árum. Það eru því ekki eingöngu þeir sem starfa beint við flugtengda starfsemi sem hafa hagsmuna að gæta hvað varðar veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Þetta eru hagsmunir allra borgarbúa og ekki síður til tryggingar áframhaldandi atvinnu og auknum atvinnutækifærum í Reykjavík. Tryggjum flugvellinum því áfram fastan sess í Vatnsmýrinni með því að kjósa það framboð sem skýrt stendur með vilja Reykvíkinga í þessu mikilvæga máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Við höfum verið spurðar hvort að við séum hlynntar því að leyfa borgarbúum að kjósa um veru flugvallarins í Vatnsmýri. Það er góð og gild spurning. En í okkar huga þá eru borgarbúar í raun að kjósa um framtíð flugvallarins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ef núverandi meirihluti heldur velli þá er alveg ljóst að afdráttarlaus afstaða þeirra er sú að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi, hvar svo sem hann mun enda með tilheyrandi kostnaði. Þó svo að kannanir hafi sýnt að margir Reykvíkingar vilji fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra þá er ekki hægt að undanskilja þá staðreynd að verði svo þá mun flugvöllurinn víkja fyrir 3 til 5 hæða íbúðabyggingum. Vilji núverandi meirihluta í borginni er að 90% af þéttingu byggðar hér í Reykjavík fram til ársins 2030 fari fram í Vatnsmýrinni, í miðborginni, þ.e við gömlu höfnina, og í Elliðaárvoginum. Eins og fram kom á hádegisverðarfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna þann 6. maí síðastliðinn, sem bar yfirskriftina „Konur til áhrifa“, þá koma um 82% ferðamanna hingað til lands til þess að skoða náttúru landsins. Þess vegna teljum við óhjákvæmilegt að verði innanlandsflugið flutt til Keflavíkur þá muni ferðamaðurinn geta stokkið beint upp í næstu flugvél og út á land og hafi því ekki eins ríka ástæðu til þess að heimsækja höfuðborgina. Verði það niðurstaðan mun flutningur Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni hafa bein áhrif á rekstur hótela, veitingahúsa og verslana í borginni og alla þá virðisaukandi þjónustu sem byggð hefur verið upp í borginni okkar á undanförnum árum. Það eru því ekki eingöngu þeir sem starfa beint við flugtengda starfsemi sem hafa hagsmuna að gæta hvað varðar veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Þetta eru hagsmunir allra borgarbúa og ekki síður til tryggingar áframhaldandi atvinnu og auknum atvinnutækifærum í Reykjavík. Tryggjum flugvellinum því áfram fastan sess í Vatnsmýrinni með því að kjósa það framboð sem skýrt stendur með vilja Reykvíkinga í þessu mikilvæga máli.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar