Akureyri er góður valkostur Guðmundur Baldvin Guðmundsson skrifar 8. júlí 2014 07:00 Ákvörðun stjórnvalda um að staðsetja höfuðstöðvar Fiskistofu á Akureyri er fagnaðarefni. Með henni er Akureyri viðurkennd sem mikilvægur valkostur við höfuðborgarsvæðið fyrir staðsetningu á stjórnsýslustarfsemi. Samstaða ríkir um það á Akureyri að styðja vel við bakið á Fiskistofu þegar hún verður komin í bæinn og áhersla lögð á að vel takist til við uppbyggingu hennar. Þá verður öllum liðsinnt, sem kjósa eða vilja kanna þann kost að fylgja stofnuninni á nýja starfsstöð. Fiskistofa er gott dæmi um stofnun sem á vel heima á Akureyri þar sem bærinn á langa útgerðarsögu og er jafnframt eini staðurinn á landinu þar sem sjávarútvegsfræði hefur verið kennd á háskólastigi í áratugi. Það má því segja að á Akureyri séu kjöraðstæður fyrir höfuðstöðvar Fiskistofu. Og þetta er gagnkvæmt því tilkoma Fiskistofu mun hafa jákvæð áhrif á Háskólann á Akureyri og starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja sem og samfélagið allt. Fjölgun sérhæfðra opinberra starfa á Akureyri eykur líka við þá fjölbreytni starfa sem er nú þegar innan bæjarins. Frekari fjölbreytni í störfum styður við fjölgun íbúa og að fólk sem vill búa á Akureyri finni sér störf við hæfi. Það er því full ástæða fyrir Akureyri að sækja fram með fjölgun opinberra starfa og frekari uppbyggingu atvinnulífs enda næg tækifæri til staðar. Ef vel tekst til í þessum efnum og með auknum umsvifum gæti orðið meiri fjölgun á Akureyri en við höfum séð hin síðari ár. Það er mikilvægt fyrir Akureyri að höfuðstöðvar stofnana séu þar staðsettar en ekki aðeins útibú því þegar skórinn kreppir að í opinberum fjármálum ríkir nefnilega tilhneiging til að leggja niður útibú. Stjórnkerfi okkar er ekki hoggið í stein og þær áherslur sem þar birtast munu alltaf taka breytingum í samræmi við strauma og stefnur í samfélaginu hverju sinni. Við skulum því hafa í huga að þó að áherslan hafi hingað til verið á að byggja upp stjórnsýsluna á höfuðborgarsvæðinu þá er það ekki lögmál. Við eigum að leggja áherslu á að lykilstofnanir samfélags okkar séu byggðar upp á þeim stöðum sem best henta fyrir starfsemi þeirra. Í tilfelli Fiskistofu er ljóst að Akureyri er ákjósanlegasti staðurinn á landinu fyrir starfsemi hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun stjórnvalda um að staðsetja höfuðstöðvar Fiskistofu á Akureyri er fagnaðarefni. Með henni er Akureyri viðurkennd sem mikilvægur valkostur við höfuðborgarsvæðið fyrir staðsetningu á stjórnsýslustarfsemi. Samstaða ríkir um það á Akureyri að styðja vel við bakið á Fiskistofu þegar hún verður komin í bæinn og áhersla lögð á að vel takist til við uppbyggingu hennar. Þá verður öllum liðsinnt, sem kjósa eða vilja kanna þann kost að fylgja stofnuninni á nýja starfsstöð. Fiskistofa er gott dæmi um stofnun sem á vel heima á Akureyri þar sem bærinn á langa útgerðarsögu og er jafnframt eini staðurinn á landinu þar sem sjávarútvegsfræði hefur verið kennd á háskólastigi í áratugi. Það má því segja að á Akureyri séu kjöraðstæður fyrir höfuðstöðvar Fiskistofu. Og þetta er gagnkvæmt því tilkoma Fiskistofu mun hafa jákvæð áhrif á Háskólann á Akureyri og starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja sem og samfélagið allt. Fjölgun sérhæfðra opinberra starfa á Akureyri eykur líka við þá fjölbreytni starfa sem er nú þegar innan bæjarins. Frekari fjölbreytni í störfum styður við fjölgun íbúa og að fólk sem vill búa á Akureyri finni sér störf við hæfi. Það er því full ástæða fyrir Akureyri að sækja fram með fjölgun opinberra starfa og frekari uppbyggingu atvinnulífs enda næg tækifæri til staðar. Ef vel tekst til í þessum efnum og með auknum umsvifum gæti orðið meiri fjölgun á Akureyri en við höfum séð hin síðari ár. Það er mikilvægt fyrir Akureyri að höfuðstöðvar stofnana séu þar staðsettar en ekki aðeins útibú því þegar skórinn kreppir að í opinberum fjármálum ríkir nefnilega tilhneiging til að leggja niður útibú. Stjórnkerfi okkar er ekki hoggið í stein og þær áherslur sem þar birtast munu alltaf taka breytingum í samræmi við strauma og stefnur í samfélaginu hverju sinni. Við skulum því hafa í huga að þó að áherslan hafi hingað til verið á að byggja upp stjórnsýsluna á höfuðborgarsvæðinu þá er það ekki lögmál. Við eigum að leggja áherslu á að lykilstofnanir samfélags okkar séu byggðar upp á þeim stöðum sem best henta fyrir starfsemi þeirra. Í tilfelli Fiskistofu er ljóst að Akureyri er ákjósanlegasti staðurinn á landinu fyrir starfsemi hennar.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun