Innlent

Ráðherrar ræddu um sveigjanleika

Freyr Bjarnason skrifar
Bjarni Benediktsson sat fundinn fyrir hönd Íslands.
Bjarni Benediktsson sat fundinn fyrir hönd Íslands. Mynd/Herve Cortinat
Sveigjanleiki í hagstjórn og mikilvægi þess að geta tekist á við efnahagsleg áföll voru efst á baugi á ráðherrafundi OECD í París frá þriðjudegi til miðvikudags.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat fundinn.

Rætt um hvernig best verði stuðlað að auknum hagvexti sem allir njóti góðs af, að því er segir í tilkynningu. Einnig um ástand og horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum og nýjar áskoranir í kjölfar kreppunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×