Hannes Smárason bar af sér allar sakir í fjárdráttarmáli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. maí 2014 15:26 Málið verður tekið fyrir 9. október nk. Hannes Smárason neitaði sök í fjárdráttarmáli FL Group þegar hann mætti í fyrsta skipti fyrir dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málinu var frestað til 9. október og verður greinagerð skilað inn þann dag. Hannes er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið að sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millifært upphæðina til baka, ásamt vöxtum, tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka.Gísli Hall, verjandi Hannesar, segir að líklega verði vitnum fækkað eitthvað, en um tuttugu og fimm manns eru nú á vitnalistanum. Samkvæmt frétt RÚV er Inga Jóna Þórðardóttir á meðal þeirra sem gert er ráð fyrir að beri vitni, en talið er að millifærslan hafi átt þátt í að Inga Jóna ásamt öðrum stjórnarmönnum sögðu af sér árið 2005. Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari ákærir Hannes Smárason Ákæran snýst um millifærslu tæplega 3 milljarða króna af reikningum FL Group til Kaupþings í Lúxemborg í apríl 2005. 4. nóvember 2013 21:48 Hannes dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna Hannes Smárason, fjárfestir, var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu. 28. nóvember 2013 18:30 Verjandi Hannesar segir sannanir skorta Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. 9. nóvember 2013 19:23 Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Vill styðja við ný viðskiptatækifæri í DNA-raðgreiningum. 9. september 2013 18:39 Hannes Smárason mætti ekki fyrir dóm Verjandi Hannesar segist hugsanlega ætla krefjast frávísunar. 14. nóvember 2013 12:09 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Hannes Smárason neitaði sök í fjárdráttarmáli FL Group þegar hann mætti í fyrsta skipti fyrir dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málinu var frestað til 9. október og verður greinagerð skilað inn þann dag. Hannes er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið að sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millifært upphæðina til baka, ásamt vöxtum, tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka.Gísli Hall, verjandi Hannesar, segir að líklega verði vitnum fækkað eitthvað, en um tuttugu og fimm manns eru nú á vitnalistanum. Samkvæmt frétt RÚV er Inga Jóna Þórðardóttir á meðal þeirra sem gert er ráð fyrir að beri vitni, en talið er að millifærslan hafi átt þátt í að Inga Jóna ásamt öðrum stjórnarmönnum sögðu af sér árið 2005.
Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari ákærir Hannes Smárason Ákæran snýst um millifærslu tæplega 3 milljarða króna af reikningum FL Group til Kaupþings í Lúxemborg í apríl 2005. 4. nóvember 2013 21:48 Hannes dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna Hannes Smárason, fjárfestir, var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu. 28. nóvember 2013 18:30 Verjandi Hannesar segir sannanir skorta Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. 9. nóvember 2013 19:23 Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Vill styðja við ný viðskiptatækifæri í DNA-raðgreiningum. 9. september 2013 18:39 Hannes Smárason mætti ekki fyrir dóm Verjandi Hannesar segist hugsanlega ætla krefjast frávísunar. 14. nóvember 2013 12:09 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Sérstakur saksóknari ákærir Hannes Smárason Ákæran snýst um millifærslu tæplega 3 milljarða króna af reikningum FL Group til Kaupþings í Lúxemborg í apríl 2005. 4. nóvember 2013 21:48
Hannes dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna Hannes Smárason, fjárfestir, var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu. 28. nóvember 2013 18:30
Verjandi Hannesar segir sannanir skorta Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. 9. nóvember 2013 19:23
Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Vill styðja við ný viðskiptatækifæri í DNA-raðgreiningum. 9. september 2013 18:39
Hannes Smárason mætti ekki fyrir dóm Verjandi Hannesar segist hugsanlega ætla krefjast frávísunar. 14. nóvember 2013 12:09