Samkvæmt umræddri vefsíðu er Hannes kominn aftur í erfðabransann eftir nokkur farsæl ár hjá FL Group og fleiri ört vaxandi fyrirtækjum.
Aðal viðskiptaáhugamál Hannesar í dag felast í því að aðstoða fyrirtæki í DNA-raðgreiningabransanum auk þess að hafa gaman af því að umbreyta ákvörðunum í heilbrigðiskerfum. Hvað sem það nú þýðir.
Vefsíðan er í það minnsta flott hjá kappanum og er ánægjulegt að sjá að Hannes er í fullu fjöri. Hér fyrir neðan má líta á myndband sem er að finna á síðunni. Sjón er sögu ríkari: