Rusl, sóðaskapur, veggjakrot, og hávaði í Mosfellsbænum Stella Eiríksdóttir skrifar 17. júlí 2014 07:00 Við hliðina á húsinu okkar sem við erum búin að búa í síðan 1996 er gæsluvöllur og á þessum tiltekna gæsluvelli eru dagmömmur. Þær eru búnar að vera þarna síðan gæsluvöllurinn var lagður niður í sinni merkingu sem gæsluvöllur. Það var þannig áður en dagmömmurnar komu að börnum frá leikskólum Mosfellsbæjar var komið fyrir á þessum litla gæsluvelli og í júní, júlí og ágúst voru þar um 30-40 börn allan daginn á sumrin, með tilheyrandi hávaða, meira að segja svo miklum hávaða að það var ekki hægt að sitja út á sinni eigin verönd. Eins og gefur að skilja var fólk ekki sátt við þetta, það var ítrekað haft samband við bæjarstjóra með fundum, tölvupóstum o.fl., eitthvað yrði að gera. Við bentum á ýmis atriði en ekkert fékkst áunnið. Ekkert gert nema sagt að þetta yrði athugað. Gæsluvellir voru síðan lagðir niður í sinni merkingu nema þessi gæsluvöllur var áfram skipaður dagmömmum með fullt af börnum og leikskólabörnum á morgnana, ásamt börnum frá leikskólum sem voru lokaðir á sumrin með tilheyrandi hávaða og látum. Mælirinn er löngu orðinn fullur bæði fyrir okkur og alla íbúa í kring um þennan gæsluvöll. Á 15 árum hefur ekkert skeð annað en stanslaust áreiti frá þessum gæsluvelli, ásamt andvaraleysi hjá bæjarstjórninni í Mosfellsbæ. Við erum búin að benda á að hávaðinn sé óþolandi á sumrin því að þegar gott er veður fyllist gæsluvöllurinn af börnum og hávaðinn er yfirþyrmandi. Það er sóðaskapur í kringum og inni á þessum gæsluvelli og illgresið og njólinn teygja sig í mannhæð yfir girðinguna og út á gangstéttina. Hávaði er í börnum og unglingum sem safnast saman á þessum velli um helgar, það eru oft brotnar rúður í þessum skúr sem að tilheyrir gæsluvellinum og oft er búið að grýta ljósastaura sem eru í kringum völlinn og brjóta í þeim perur auk þess sem skúrinn er yfirleitt útkrotaður.Ráðist á einkagarð Alls staðar í kringum þennan róluvöll og reyndar út um allan Mosfellsbæ er veggjakrot sem hefur aukist síðustu ár, og bæjarstjórnin gaf það svar um daginn að foreldrum fyndist þetta í lagi vegna þess að unglingarnir væru þá allavega ekki að drekka á meðan. (Sem sé þetta er tómstundagaman hjá unglingum í Mosfellsbæ í boði bæjarins.) Það virðist engin gæsla vera í Mosfellsbæ og bæjarstjórnin er ekkert að sinna sínum störfum. Um daginn skeði það svo að einhverjir kvörtuðu til bæjarins undan öspum sem við erum með í garðinum hjá okkur, að greinar þeirra næðu yfir girðinguna og trufluðu gangandi og hjólandi vegafarendur. Það var strax brugðist við og um morguninn meðan húsráðendur voru ekki heima var farið af stað og greinarnar sagaðar af þessum tilteknu öspum og meira en þurfti. Eins og gefur að skilja þá voru húsráðendur ekki hrifnir af þessu athæfi og höfðu samband við bæjarstjórnina. Svörin voru á þá leið að þeir hefðu haft fullt leyfi til að fara og snyrta aspirnar hjá okkur. Að vísu viðurkenndu þeir að þeir hefðu kannski átt að láta vita af sér fyrst áður en þeir fóru af stað. Þeir hefðu frekar átt að líta sér nær og snyrta og taka til á þessum gæsluvelli og í kringum hann frekar en að ráðast á einkagarða. Þetta er er skrifað í von um að bæjarstjóri ásamt fylgdarliði taki til skoðunar að það er fólk í bænum sem er óánægt með störf þess. Væri ekki ráð að leggja þennan gæsluvöll niður með tilliti til þess að það eru stærri og flottari vellir til annars staðar í þessum stóra bæ sem myndu ekki trufla íbúa í nágrenninu eins mikið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við hliðina á húsinu okkar sem við erum búin að búa í síðan 1996 er gæsluvöllur og á þessum tiltekna gæsluvelli eru dagmömmur. Þær eru búnar að vera þarna síðan gæsluvöllurinn var lagður niður í sinni merkingu sem gæsluvöllur. Það var þannig áður en dagmömmurnar komu að börnum frá leikskólum Mosfellsbæjar var komið fyrir á þessum litla gæsluvelli og í júní, júlí og ágúst voru þar um 30-40 börn allan daginn á sumrin, með tilheyrandi hávaða, meira að segja svo miklum hávaða að það var ekki hægt að sitja út á sinni eigin verönd. Eins og gefur að skilja var fólk ekki sátt við þetta, það var ítrekað haft samband við bæjarstjóra með fundum, tölvupóstum o.fl., eitthvað yrði að gera. Við bentum á ýmis atriði en ekkert fékkst áunnið. Ekkert gert nema sagt að þetta yrði athugað. Gæsluvellir voru síðan lagðir niður í sinni merkingu nema þessi gæsluvöllur var áfram skipaður dagmömmum með fullt af börnum og leikskólabörnum á morgnana, ásamt börnum frá leikskólum sem voru lokaðir á sumrin með tilheyrandi hávaða og látum. Mælirinn er löngu orðinn fullur bæði fyrir okkur og alla íbúa í kring um þennan gæsluvöll. Á 15 árum hefur ekkert skeð annað en stanslaust áreiti frá þessum gæsluvelli, ásamt andvaraleysi hjá bæjarstjórninni í Mosfellsbæ. Við erum búin að benda á að hávaðinn sé óþolandi á sumrin því að þegar gott er veður fyllist gæsluvöllurinn af börnum og hávaðinn er yfirþyrmandi. Það er sóðaskapur í kringum og inni á þessum gæsluvelli og illgresið og njólinn teygja sig í mannhæð yfir girðinguna og út á gangstéttina. Hávaði er í börnum og unglingum sem safnast saman á þessum velli um helgar, það eru oft brotnar rúður í þessum skúr sem að tilheyrir gæsluvellinum og oft er búið að grýta ljósastaura sem eru í kringum völlinn og brjóta í þeim perur auk þess sem skúrinn er yfirleitt útkrotaður.Ráðist á einkagarð Alls staðar í kringum þennan róluvöll og reyndar út um allan Mosfellsbæ er veggjakrot sem hefur aukist síðustu ár, og bæjarstjórnin gaf það svar um daginn að foreldrum fyndist þetta í lagi vegna þess að unglingarnir væru þá allavega ekki að drekka á meðan. (Sem sé þetta er tómstundagaman hjá unglingum í Mosfellsbæ í boði bæjarins.) Það virðist engin gæsla vera í Mosfellsbæ og bæjarstjórnin er ekkert að sinna sínum störfum. Um daginn skeði það svo að einhverjir kvörtuðu til bæjarins undan öspum sem við erum með í garðinum hjá okkur, að greinar þeirra næðu yfir girðinguna og trufluðu gangandi og hjólandi vegafarendur. Það var strax brugðist við og um morguninn meðan húsráðendur voru ekki heima var farið af stað og greinarnar sagaðar af þessum tilteknu öspum og meira en þurfti. Eins og gefur að skilja þá voru húsráðendur ekki hrifnir af þessu athæfi og höfðu samband við bæjarstjórnina. Svörin voru á þá leið að þeir hefðu haft fullt leyfi til að fara og snyrta aspirnar hjá okkur. Að vísu viðurkenndu þeir að þeir hefðu kannski átt að láta vita af sér fyrst áður en þeir fóru af stað. Þeir hefðu frekar átt að líta sér nær og snyrta og taka til á þessum gæsluvelli og í kringum hann frekar en að ráðast á einkagarða. Þetta er er skrifað í von um að bæjarstjóri ásamt fylgdarliði taki til skoðunar að það er fólk í bænum sem er óánægt með störf þess. Væri ekki ráð að leggja þennan gæsluvöll niður með tilliti til þess að það eru stærri og flottari vellir til annars staðar í þessum stóra bæ sem myndu ekki trufla íbúa í nágrenninu eins mikið?
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar