Rusl, sóðaskapur, veggjakrot, og hávaði í Mosfellsbænum Stella Eiríksdóttir skrifar 17. júlí 2014 07:00 Við hliðina á húsinu okkar sem við erum búin að búa í síðan 1996 er gæsluvöllur og á þessum tiltekna gæsluvelli eru dagmömmur. Þær eru búnar að vera þarna síðan gæsluvöllurinn var lagður niður í sinni merkingu sem gæsluvöllur. Það var þannig áður en dagmömmurnar komu að börnum frá leikskólum Mosfellsbæjar var komið fyrir á þessum litla gæsluvelli og í júní, júlí og ágúst voru þar um 30-40 börn allan daginn á sumrin, með tilheyrandi hávaða, meira að segja svo miklum hávaða að það var ekki hægt að sitja út á sinni eigin verönd. Eins og gefur að skilja var fólk ekki sátt við þetta, það var ítrekað haft samband við bæjarstjóra með fundum, tölvupóstum o.fl., eitthvað yrði að gera. Við bentum á ýmis atriði en ekkert fékkst áunnið. Ekkert gert nema sagt að þetta yrði athugað. Gæsluvellir voru síðan lagðir niður í sinni merkingu nema þessi gæsluvöllur var áfram skipaður dagmömmum með fullt af börnum og leikskólabörnum á morgnana, ásamt börnum frá leikskólum sem voru lokaðir á sumrin með tilheyrandi hávaða og látum. Mælirinn er löngu orðinn fullur bæði fyrir okkur og alla íbúa í kring um þennan gæsluvöll. Á 15 árum hefur ekkert skeð annað en stanslaust áreiti frá þessum gæsluvelli, ásamt andvaraleysi hjá bæjarstjórninni í Mosfellsbæ. Við erum búin að benda á að hávaðinn sé óþolandi á sumrin því að þegar gott er veður fyllist gæsluvöllurinn af börnum og hávaðinn er yfirþyrmandi. Það er sóðaskapur í kringum og inni á þessum gæsluvelli og illgresið og njólinn teygja sig í mannhæð yfir girðinguna og út á gangstéttina. Hávaði er í börnum og unglingum sem safnast saman á þessum velli um helgar, það eru oft brotnar rúður í þessum skúr sem að tilheyrir gæsluvellinum og oft er búið að grýta ljósastaura sem eru í kringum völlinn og brjóta í þeim perur auk þess sem skúrinn er yfirleitt útkrotaður.Ráðist á einkagarð Alls staðar í kringum þennan róluvöll og reyndar út um allan Mosfellsbæ er veggjakrot sem hefur aukist síðustu ár, og bæjarstjórnin gaf það svar um daginn að foreldrum fyndist þetta í lagi vegna þess að unglingarnir væru þá allavega ekki að drekka á meðan. (Sem sé þetta er tómstundagaman hjá unglingum í Mosfellsbæ í boði bæjarins.) Það virðist engin gæsla vera í Mosfellsbæ og bæjarstjórnin er ekkert að sinna sínum störfum. Um daginn skeði það svo að einhverjir kvörtuðu til bæjarins undan öspum sem við erum með í garðinum hjá okkur, að greinar þeirra næðu yfir girðinguna og trufluðu gangandi og hjólandi vegafarendur. Það var strax brugðist við og um morguninn meðan húsráðendur voru ekki heima var farið af stað og greinarnar sagaðar af þessum tilteknu öspum og meira en þurfti. Eins og gefur að skilja þá voru húsráðendur ekki hrifnir af þessu athæfi og höfðu samband við bæjarstjórnina. Svörin voru á þá leið að þeir hefðu haft fullt leyfi til að fara og snyrta aspirnar hjá okkur. Að vísu viðurkenndu þeir að þeir hefðu kannski átt að láta vita af sér fyrst áður en þeir fóru af stað. Þeir hefðu frekar átt að líta sér nær og snyrta og taka til á þessum gæsluvelli og í kringum hann frekar en að ráðast á einkagarða. Þetta er er skrifað í von um að bæjarstjóri ásamt fylgdarliði taki til skoðunar að það er fólk í bænum sem er óánægt með störf þess. Væri ekki ráð að leggja þennan gæsluvöll niður með tilliti til þess að það eru stærri og flottari vellir til annars staðar í þessum stóra bæ sem myndu ekki trufla íbúa í nágrenninu eins mikið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við hliðina á húsinu okkar sem við erum búin að búa í síðan 1996 er gæsluvöllur og á þessum tiltekna gæsluvelli eru dagmömmur. Þær eru búnar að vera þarna síðan gæsluvöllurinn var lagður niður í sinni merkingu sem gæsluvöllur. Það var þannig áður en dagmömmurnar komu að börnum frá leikskólum Mosfellsbæjar var komið fyrir á þessum litla gæsluvelli og í júní, júlí og ágúst voru þar um 30-40 börn allan daginn á sumrin, með tilheyrandi hávaða, meira að segja svo miklum hávaða að það var ekki hægt að sitja út á sinni eigin verönd. Eins og gefur að skilja var fólk ekki sátt við þetta, það var ítrekað haft samband við bæjarstjóra með fundum, tölvupóstum o.fl., eitthvað yrði að gera. Við bentum á ýmis atriði en ekkert fékkst áunnið. Ekkert gert nema sagt að þetta yrði athugað. Gæsluvellir voru síðan lagðir niður í sinni merkingu nema þessi gæsluvöllur var áfram skipaður dagmömmum með fullt af börnum og leikskólabörnum á morgnana, ásamt börnum frá leikskólum sem voru lokaðir á sumrin með tilheyrandi hávaða og látum. Mælirinn er löngu orðinn fullur bæði fyrir okkur og alla íbúa í kring um þennan gæsluvöll. Á 15 árum hefur ekkert skeð annað en stanslaust áreiti frá þessum gæsluvelli, ásamt andvaraleysi hjá bæjarstjórninni í Mosfellsbæ. Við erum búin að benda á að hávaðinn sé óþolandi á sumrin því að þegar gott er veður fyllist gæsluvöllurinn af börnum og hávaðinn er yfirþyrmandi. Það er sóðaskapur í kringum og inni á þessum gæsluvelli og illgresið og njólinn teygja sig í mannhæð yfir girðinguna og út á gangstéttina. Hávaði er í börnum og unglingum sem safnast saman á þessum velli um helgar, það eru oft brotnar rúður í þessum skúr sem að tilheyrir gæsluvellinum og oft er búið að grýta ljósastaura sem eru í kringum völlinn og brjóta í þeim perur auk þess sem skúrinn er yfirleitt útkrotaður.Ráðist á einkagarð Alls staðar í kringum þennan róluvöll og reyndar út um allan Mosfellsbæ er veggjakrot sem hefur aukist síðustu ár, og bæjarstjórnin gaf það svar um daginn að foreldrum fyndist þetta í lagi vegna þess að unglingarnir væru þá allavega ekki að drekka á meðan. (Sem sé þetta er tómstundagaman hjá unglingum í Mosfellsbæ í boði bæjarins.) Það virðist engin gæsla vera í Mosfellsbæ og bæjarstjórnin er ekkert að sinna sínum störfum. Um daginn skeði það svo að einhverjir kvörtuðu til bæjarins undan öspum sem við erum með í garðinum hjá okkur, að greinar þeirra næðu yfir girðinguna og trufluðu gangandi og hjólandi vegafarendur. Það var strax brugðist við og um morguninn meðan húsráðendur voru ekki heima var farið af stað og greinarnar sagaðar af þessum tilteknu öspum og meira en þurfti. Eins og gefur að skilja þá voru húsráðendur ekki hrifnir af þessu athæfi og höfðu samband við bæjarstjórnina. Svörin voru á þá leið að þeir hefðu haft fullt leyfi til að fara og snyrta aspirnar hjá okkur. Að vísu viðurkenndu þeir að þeir hefðu kannski átt að láta vita af sér fyrst áður en þeir fóru af stað. Þeir hefðu frekar átt að líta sér nær og snyrta og taka til á þessum gæsluvelli og í kringum hann frekar en að ráðast á einkagarða. Þetta er er skrifað í von um að bæjarstjóri ásamt fylgdarliði taki til skoðunar að það er fólk í bænum sem er óánægt með störf þess. Væri ekki ráð að leggja þennan gæsluvöll niður með tilliti til þess að það eru stærri og flottari vellir til annars staðar í þessum stóra bæ sem myndu ekki trufla íbúa í nágrenninu eins mikið?
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar