Er byggðastefna blótsyrði? Þóroddur Bjarnason skrifar 17. júlí 2014 07:00 Á undanförnum áratugum hafa mörkin milli þéttbýlis og dreifbýlis orðið sífellt flóknari og óskýrari í flestum vestrænum löndum. Bættar samgöngur, framfarir í samskiptatækni og sveigjanlegri atvinnuhættir hafa skapað margvísleg ný tækifæri til atvinnu og búsetu um leið og sérhæfing á vinnumarkaði hefur aukist og störfum í hefðbundinni frumframleiðslu á borð við sjávarútveg og landbúnað fækkað til muna. Þá hafa auknar kröfur um aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun, menningu, verslun og þjónustu víða leitt til dreifðari starfsemi og vaxtar smærri þjónustukjarna. Utan stórborganna blandast hefðbundið borgarsamfélag og hefðbundið dreifbýli nú í vaxandi mæli á atvinnu- og þjónustusvæðum stórra og smárra borga, úthverfa, bæja, þorpa og sveita. Veruleg fólksfækkun er nú víðast hvar einkum bundin við afskekktari byggðarlög sem búa við einhæfni í atvinnulífi og takmarkaðan aðgang að þeim lífsgæðum sem einkenna fjölbreytt nútímasamfélög. Þótt Reykjavík sé smáborg á alþjóðlegan mælikvarða býður hún upp á fjölbreytt tækifæri til atvinnu, afþreyingar, menntunar, menningar og þjónustu. Um tveir af hverjum þremur landsmönnum búa á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri hafa búið þar um lengri eða skemmri tíma. Jafnframt er Reykjavík nokkurs konar miðstöð hins alþjóðlega nútímasamfélags á Íslandi sem veitir alþjóðlegum straumum og stefnum í menningu, stjórnmálum og efnahagslífi um allt land. Þótt borginni og landsbyggðunum sé stundum stillt upp sem andstæðum og jafnvel andstæðingum í neikvæðri opinberri umræðu um byggðamál hefur samspil ólíkra byggðarlaga verið meðal helstu drifkrafta vaxtar og framfara um allt land um tveggja alda skeið. Íbúum landsbyggðanna hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu öld og eru þeir nú fleiri en nokkru sinni fyrr í Íslandssögunni. Jafnframt hefur fjölbreytni atvinnulífs og búsetukosta aukist til mikilla muna. Á Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum njóta um 50 þúsund landsmenn lífsgæða smærri samfélaga, nálægðar við náttúruna og lægra húsnæðisverðs í seilingarfjarlægð frá fjölbreyttu borgarsamfélagi Reykjavíkur. Á ysta jaðri þess svæðis hafa sjávarbyggðir á Snæfellsnesi og í Vestmannaeyjum haldið sínum hlut að mestu. Í samspili við helstu byggðakjarna í Skagafirði, Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu styður borgarsamfélag Akureyrar fjölbreytta verslun, þjónustu, menntun og menningu meðal um 30 þúsund íbúa Mið-Norðurlands. Á Austurlandi hefur orðið mikil uppbygging í stóriðju, sjávarútvegi og ferðaþjónustu og mynda Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð saman tiltölulega fjölbreytt en nokkuð brotakennt atvinnu- og þjónustusvæði með um tíu þúsund íbúa.Auðvelt að bregðast við Verulegur samdráttur og fólksfækkun eru að mestu bundin við svæði þar sem um 5% þjóðarinnar er búsett. Tækniframfarir, sérhæfing og samþjöppun framleiðslunnar hafa víða leitt til fækkunar starfa í sjávarútvegi, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Fólki hefur fækkað umtalsvert í sveitum og byggðakjörnum sem byggja einkum á þjónustu við landbúnað. Sömuleiðis hafa smærri sjávarþorp víða átt erfitt uppdráttar vegna breytinga í veiðum og vinnslu og óvissu um aflaheimildir. Á sama tíma hafa strjálbýli og erfiðar samgöngur á ákveðnum svæðum staðið annarri atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum og takmarkað aðgengi að gæðum fjölbreytts nútímasamfélags. Alvarlegur byggðavandi á Íslandi er landfræðilega afmarkaður og nær til lítils hluta þjóðarinnar. Því er tiltölulega auðvelt að bregðast við honum með markvissum hætti ef um það næst samstaða meðal þjóðarinnar og pólitískur vilji er fyrir hendi. Mikilvægt er að höfuðborgarsvæðið og önnur vaxtarsvæði landsins fái áfram að dafna. Það er jafnframt mikilvægt að stjórnvöld tryggi öflugt stoðkerfi atvinnulífsins, sanngjarna dreifingu opinberra starfa og opinbera þjónustu í heimabyggð eftir því sem mannfjöldi leyfir. Með samgöngubótum má styrkja og þétta vaxtarsvæði landsins, stækka þau og tengja með hagkvæmum hætti. Mikilvægi netsamskipta og öflugra gagnaflutninga fer jafnframt sífellt vaxandi og nauðsynlegt að hraðar tækniframfarir á því sviði nái sem fyrst til allra landsmanna. Þá er afhendingaröryggi og sambærilegur orkukostnaður einstaklinga og fyrirtækja mikilvæg forsenda viðunandi búsetuskilyrða um allt land. Draga þarf úr óvissu í brothættum byggðum með því að skilgreina með skýrum hætti þá opinberu þjónustu sem íbúarnir eiga rétt á í heimabyggð, hvernig hún verði tryggð til lengri tíma og hvernig íbúarnir geti með auðveldum og ódýrum hætti sótt aðra þjónustu til svæðisbundinna þjónustukjarna eða höfuðborgarsvæðisins. Tryggja þarf stöðugleika sjávarútvegs í þeim sjávarbyggðum sem liggja utan stærri vinnusóknarsvæða ef þær eiga að halda velli til langframa. Huga þarf að grunngerð sveitasamfélaga og nýta opinberan stuðning við landbúnað með markvissari hætti til að styrkja samfélagsgerðina, auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði og treysta svæðisbundna þjónustukjarna í sessi. Umfram allt er þó nauðsynlegt að stuðla að faglegri og sanngjarnari umræðu um byggðamál og skapa breiðari sátt um helstu markmið íslenskrar byggðastefnu. Það er sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar allrar að stuðla að fjölbreyttum búsetukostum og sjálfbærum samfélögum um land allt, fremur en að setja öll sín egg í sömu körfuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum áratugum hafa mörkin milli þéttbýlis og dreifbýlis orðið sífellt flóknari og óskýrari í flestum vestrænum löndum. Bættar samgöngur, framfarir í samskiptatækni og sveigjanlegri atvinnuhættir hafa skapað margvísleg ný tækifæri til atvinnu og búsetu um leið og sérhæfing á vinnumarkaði hefur aukist og störfum í hefðbundinni frumframleiðslu á borð við sjávarútveg og landbúnað fækkað til muna. Þá hafa auknar kröfur um aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun, menningu, verslun og þjónustu víða leitt til dreifðari starfsemi og vaxtar smærri þjónustukjarna. Utan stórborganna blandast hefðbundið borgarsamfélag og hefðbundið dreifbýli nú í vaxandi mæli á atvinnu- og þjónustusvæðum stórra og smárra borga, úthverfa, bæja, þorpa og sveita. Veruleg fólksfækkun er nú víðast hvar einkum bundin við afskekktari byggðarlög sem búa við einhæfni í atvinnulífi og takmarkaðan aðgang að þeim lífsgæðum sem einkenna fjölbreytt nútímasamfélög. Þótt Reykjavík sé smáborg á alþjóðlegan mælikvarða býður hún upp á fjölbreytt tækifæri til atvinnu, afþreyingar, menntunar, menningar og þjónustu. Um tveir af hverjum þremur landsmönnum búa á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri hafa búið þar um lengri eða skemmri tíma. Jafnframt er Reykjavík nokkurs konar miðstöð hins alþjóðlega nútímasamfélags á Íslandi sem veitir alþjóðlegum straumum og stefnum í menningu, stjórnmálum og efnahagslífi um allt land. Þótt borginni og landsbyggðunum sé stundum stillt upp sem andstæðum og jafnvel andstæðingum í neikvæðri opinberri umræðu um byggðamál hefur samspil ólíkra byggðarlaga verið meðal helstu drifkrafta vaxtar og framfara um allt land um tveggja alda skeið. Íbúum landsbyggðanna hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu öld og eru þeir nú fleiri en nokkru sinni fyrr í Íslandssögunni. Jafnframt hefur fjölbreytni atvinnulífs og búsetukosta aukist til mikilla muna. Á Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum njóta um 50 þúsund landsmenn lífsgæða smærri samfélaga, nálægðar við náttúruna og lægra húsnæðisverðs í seilingarfjarlægð frá fjölbreyttu borgarsamfélagi Reykjavíkur. Á ysta jaðri þess svæðis hafa sjávarbyggðir á Snæfellsnesi og í Vestmannaeyjum haldið sínum hlut að mestu. Í samspili við helstu byggðakjarna í Skagafirði, Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu styður borgarsamfélag Akureyrar fjölbreytta verslun, þjónustu, menntun og menningu meðal um 30 þúsund íbúa Mið-Norðurlands. Á Austurlandi hefur orðið mikil uppbygging í stóriðju, sjávarútvegi og ferðaþjónustu og mynda Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð saman tiltölulega fjölbreytt en nokkuð brotakennt atvinnu- og þjónustusvæði með um tíu þúsund íbúa.Auðvelt að bregðast við Verulegur samdráttur og fólksfækkun eru að mestu bundin við svæði þar sem um 5% þjóðarinnar er búsett. Tækniframfarir, sérhæfing og samþjöppun framleiðslunnar hafa víða leitt til fækkunar starfa í sjávarútvegi, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Fólki hefur fækkað umtalsvert í sveitum og byggðakjörnum sem byggja einkum á þjónustu við landbúnað. Sömuleiðis hafa smærri sjávarþorp víða átt erfitt uppdráttar vegna breytinga í veiðum og vinnslu og óvissu um aflaheimildir. Á sama tíma hafa strjálbýli og erfiðar samgöngur á ákveðnum svæðum staðið annarri atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum og takmarkað aðgengi að gæðum fjölbreytts nútímasamfélags. Alvarlegur byggðavandi á Íslandi er landfræðilega afmarkaður og nær til lítils hluta þjóðarinnar. Því er tiltölulega auðvelt að bregðast við honum með markvissum hætti ef um það næst samstaða meðal þjóðarinnar og pólitískur vilji er fyrir hendi. Mikilvægt er að höfuðborgarsvæðið og önnur vaxtarsvæði landsins fái áfram að dafna. Það er jafnframt mikilvægt að stjórnvöld tryggi öflugt stoðkerfi atvinnulífsins, sanngjarna dreifingu opinberra starfa og opinbera þjónustu í heimabyggð eftir því sem mannfjöldi leyfir. Með samgöngubótum má styrkja og þétta vaxtarsvæði landsins, stækka þau og tengja með hagkvæmum hætti. Mikilvægi netsamskipta og öflugra gagnaflutninga fer jafnframt sífellt vaxandi og nauðsynlegt að hraðar tækniframfarir á því sviði nái sem fyrst til allra landsmanna. Þá er afhendingaröryggi og sambærilegur orkukostnaður einstaklinga og fyrirtækja mikilvæg forsenda viðunandi búsetuskilyrða um allt land. Draga þarf úr óvissu í brothættum byggðum með því að skilgreina með skýrum hætti þá opinberu þjónustu sem íbúarnir eiga rétt á í heimabyggð, hvernig hún verði tryggð til lengri tíma og hvernig íbúarnir geti með auðveldum og ódýrum hætti sótt aðra þjónustu til svæðisbundinna þjónustukjarna eða höfuðborgarsvæðisins. Tryggja þarf stöðugleika sjávarútvegs í þeim sjávarbyggðum sem liggja utan stærri vinnusóknarsvæða ef þær eiga að halda velli til langframa. Huga þarf að grunngerð sveitasamfélaga og nýta opinberan stuðning við landbúnað með markvissari hætti til að styrkja samfélagsgerðina, auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði og treysta svæðisbundna þjónustukjarna í sessi. Umfram allt er þó nauðsynlegt að stuðla að faglegri og sanngjarnari umræðu um byggðamál og skapa breiðari sátt um helstu markmið íslenskrar byggðastefnu. Það er sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar allrar að stuðla að fjölbreyttum búsetukostum og sjálfbærum samfélögum um land allt, fremur en að setja öll sín egg í sömu körfuna.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar