Ísland, land tækifæranna Helga Þórðardóttir skrifar 23. desember 2014 07:00 Í lok árs þá horfir maður gjarnan yfir farinn veg og veltir fyrir sér stöðu þjóðmála. Það sem mér er efst í huga er hversu lítið hefur breyst til batnaðar á Íslandi við eitt mesta bankahrun veraldarsögunnar. Strax eftir hrun voru bundnar miklar vonir við lýðræðisumbætur og flestir voru sammála um að í hruninu fælist tækifæri til breytinga. Því miður gekk það ekki eftir og tilfinningin sem eftir situr er að ekkert hafi breyst og sumt jafnvel versnað. Það sem stendur upp úr hjá núverandi ríkisstjórn eru minnkaðar álögur á þá ríku og auknar á þá sem minna mega sín. Niðurskurður í velferðarkerfinu samfara orðræðu um einkavæðingu. Sjávarauðlind landsmanna er, þökk sé þessum flokkum, í höndum kvótagreifa og nú á að festa þetta kerfi enn frekar í sessi. Auk þess er farið að ræða um sölu á Landsvirkjun. Ofvaxið bankakerfi ræður öllu og er með ríkisábyrgð á sínum rekstri auk verðtryggingar. Bankarnir og útgerðin ausa milljörðum í eigendur sína, kallast hagnaður, en er ekkert annað en rán frá almenningi. Fyrrnefndar auðlindir gætu vel verið undirstaða að góðu lífi fyrir alla landsmenn. Þar sem því er ekki þannig farið er augljóst að hlunnindum landsins er misskipt. Þessu verður að breyta og í því er falinn möguleiki okkar. Almenningur verður að vakna og skilja að hann er arðrændur. Við eigum öll þessar auðlindir en ekki fáir útvaldir. Ef okkur tekst í sameiningu að koma á réttlæti þá verða lífsgæði á Íslandi samkeppnishæf við nágrannalöndin. Stjórnmálasamtökin Dögun hafa á stefnuskrá sinni að breyta. Dögun vill meira vald til almennings til að hafa áhrif á líf sitt, þ.e. beint lýðræði. Dögun vill afnema verðtryggingu á neytendalánum og vill miklar umbætur á fjármálakerfinu. Dögun vill allt aðra skiptingu á arði auðlindanna. Til þess þarf algjöra uppstokkun á stjórn fiskveiða ef almenningur á að njóta arðs af þessari miklu og gjöfulu auðlind. Þessi vegferð sem Dögun vill fara er fyrir hagsæld almennings en hefur þrautir fyrir sérhagsmunaöflin sem nú ráða ferðinni. Ég vil hvetja alla sem eru sammála þessum markmiðum til að taka þátt í starfi Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í lok árs þá horfir maður gjarnan yfir farinn veg og veltir fyrir sér stöðu þjóðmála. Það sem mér er efst í huga er hversu lítið hefur breyst til batnaðar á Íslandi við eitt mesta bankahrun veraldarsögunnar. Strax eftir hrun voru bundnar miklar vonir við lýðræðisumbætur og flestir voru sammála um að í hruninu fælist tækifæri til breytinga. Því miður gekk það ekki eftir og tilfinningin sem eftir situr er að ekkert hafi breyst og sumt jafnvel versnað. Það sem stendur upp úr hjá núverandi ríkisstjórn eru minnkaðar álögur á þá ríku og auknar á þá sem minna mega sín. Niðurskurður í velferðarkerfinu samfara orðræðu um einkavæðingu. Sjávarauðlind landsmanna er, þökk sé þessum flokkum, í höndum kvótagreifa og nú á að festa þetta kerfi enn frekar í sessi. Auk þess er farið að ræða um sölu á Landsvirkjun. Ofvaxið bankakerfi ræður öllu og er með ríkisábyrgð á sínum rekstri auk verðtryggingar. Bankarnir og útgerðin ausa milljörðum í eigendur sína, kallast hagnaður, en er ekkert annað en rán frá almenningi. Fyrrnefndar auðlindir gætu vel verið undirstaða að góðu lífi fyrir alla landsmenn. Þar sem því er ekki þannig farið er augljóst að hlunnindum landsins er misskipt. Þessu verður að breyta og í því er falinn möguleiki okkar. Almenningur verður að vakna og skilja að hann er arðrændur. Við eigum öll þessar auðlindir en ekki fáir útvaldir. Ef okkur tekst í sameiningu að koma á réttlæti þá verða lífsgæði á Íslandi samkeppnishæf við nágrannalöndin. Stjórnmálasamtökin Dögun hafa á stefnuskrá sinni að breyta. Dögun vill meira vald til almennings til að hafa áhrif á líf sitt, þ.e. beint lýðræði. Dögun vill afnema verðtryggingu á neytendalánum og vill miklar umbætur á fjármálakerfinu. Dögun vill allt aðra skiptingu á arði auðlindanna. Til þess þarf algjöra uppstokkun á stjórn fiskveiða ef almenningur á að njóta arðs af þessari miklu og gjöfulu auðlind. Þessi vegferð sem Dögun vill fara er fyrir hagsæld almennings en hefur þrautir fyrir sérhagsmunaöflin sem nú ráða ferðinni. Ég vil hvetja alla sem eru sammála þessum markmiðum til að taka þátt í starfi Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun