Ísland, land tækifæranna Helga Þórðardóttir skrifar 23. desember 2014 07:00 Í lok árs þá horfir maður gjarnan yfir farinn veg og veltir fyrir sér stöðu þjóðmála. Það sem mér er efst í huga er hversu lítið hefur breyst til batnaðar á Íslandi við eitt mesta bankahrun veraldarsögunnar. Strax eftir hrun voru bundnar miklar vonir við lýðræðisumbætur og flestir voru sammála um að í hruninu fælist tækifæri til breytinga. Því miður gekk það ekki eftir og tilfinningin sem eftir situr er að ekkert hafi breyst og sumt jafnvel versnað. Það sem stendur upp úr hjá núverandi ríkisstjórn eru minnkaðar álögur á þá ríku og auknar á þá sem minna mega sín. Niðurskurður í velferðarkerfinu samfara orðræðu um einkavæðingu. Sjávarauðlind landsmanna er, þökk sé þessum flokkum, í höndum kvótagreifa og nú á að festa þetta kerfi enn frekar í sessi. Auk þess er farið að ræða um sölu á Landsvirkjun. Ofvaxið bankakerfi ræður öllu og er með ríkisábyrgð á sínum rekstri auk verðtryggingar. Bankarnir og útgerðin ausa milljörðum í eigendur sína, kallast hagnaður, en er ekkert annað en rán frá almenningi. Fyrrnefndar auðlindir gætu vel verið undirstaða að góðu lífi fyrir alla landsmenn. Þar sem því er ekki þannig farið er augljóst að hlunnindum landsins er misskipt. Þessu verður að breyta og í því er falinn möguleiki okkar. Almenningur verður að vakna og skilja að hann er arðrændur. Við eigum öll þessar auðlindir en ekki fáir útvaldir. Ef okkur tekst í sameiningu að koma á réttlæti þá verða lífsgæði á Íslandi samkeppnishæf við nágrannalöndin. Stjórnmálasamtökin Dögun hafa á stefnuskrá sinni að breyta. Dögun vill meira vald til almennings til að hafa áhrif á líf sitt, þ.e. beint lýðræði. Dögun vill afnema verðtryggingu á neytendalánum og vill miklar umbætur á fjármálakerfinu. Dögun vill allt aðra skiptingu á arði auðlindanna. Til þess þarf algjöra uppstokkun á stjórn fiskveiða ef almenningur á að njóta arðs af þessari miklu og gjöfulu auðlind. Þessi vegferð sem Dögun vill fara er fyrir hagsæld almennings en hefur þrautir fyrir sérhagsmunaöflin sem nú ráða ferðinni. Ég vil hvetja alla sem eru sammála þessum markmiðum til að taka þátt í starfi Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok árs þá horfir maður gjarnan yfir farinn veg og veltir fyrir sér stöðu þjóðmála. Það sem mér er efst í huga er hversu lítið hefur breyst til batnaðar á Íslandi við eitt mesta bankahrun veraldarsögunnar. Strax eftir hrun voru bundnar miklar vonir við lýðræðisumbætur og flestir voru sammála um að í hruninu fælist tækifæri til breytinga. Því miður gekk það ekki eftir og tilfinningin sem eftir situr er að ekkert hafi breyst og sumt jafnvel versnað. Það sem stendur upp úr hjá núverandi ríkisstjórn eru minnkaðar álögur á þá ríku og auknar á þá sem minna mega sín. Niðurskurður í velferðarkerfinu samfara orðræðu um einkavæðingu. Sjávarauðlind landsmanna er, þökk sé þessum flokkum, í höndum kvótagreifa og nú á að festa þetta kerfi enn frekar í sessi. Auk þess er farið að ræða um sölu á Landsvirkjun. Ofvaxið bankakerfi ræður öllu og er með ríkisábyrgð á sínum rekstri auk verðtryggingar. Bankarnir og útgerðin ausa milljörðum í eigendur sína, kallast hagnaður, en er ekkert annað en rán frá almenningi. Fyrrnefndar auðlindir gætu vel verið undirstaða að góðu lífi fyrir alla landsmenn. Þar sem því er ekki þannig farið er augljóst að hlunnindum landsins er misskipt. Þessu verður að breyta og í því er falinn möguleiki okkar. Almenningur verður að vakna og skilja að hann er arðrændur. Við eigum öll þessar auðlindir en ekki fáir útvaldir. Ef okkur tekst í sameiningu að koma á réttlæti þá verða lífsgæði á Íslandi samkeppnishæf við nágrannalöndin. Stjórnmálasamtökin Dögun hafa á stefnuskrá sinni að breyta. Dögun vill meira vald til almennings til að hafa áhrif á líf sitt, þ.e. beint lýðræði. Dögun vill afnema verðtryggingu á neytendalánum og vill miklar umbætur á fjármálakerfinu. Dögun vill allt aðra skiptingu á arði auðlindanna. Til þess þarf algjöra uppstokkun á stjórn fiskveiða ef almenningur á að njóta arðs af þessari miklu og gjöfulu auðlind. Þessi vegferð sem Dögun vill fara er fyrir hagsæld almennings en hefur þrautir fyrir sérhagsmunaöflin sem nú ráða ferðinni. Ég vil hvetja alla sem eru sammála þessum markmiðum til að taka þátt í starfi Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar