Innleiðum Istanbúlsamninginn Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 6. desember 2014 07:00 Árið 2011 lauk vinnu við gerð Samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Samningurinn er kenndur við borgina Istanbúl þar sem hann var formlega samþykktur. Nú hafa 14 ríki innleitt samninginn, sem þýðir að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða þannig að fullnægjandi teljist til að fullgilda hann. Ísland hefur enn ekki lokið því verki en hinar Norðurlandaþjóðirnar eru ýmist búnar að því eða rétt að ljúka innleiðingu. Fleiri ríki munu bætast í hópinn á næstunni. Istanbúlsamningurinn er viðamikill samningur sem beinist að því að fyrirbyggja og kveða niður hin ýmsu og ótrúlega útbreiddu form ofbeldis gegn konum. Orðið kona nær samkvæmt samningnum einnig yfir „stúlkur undir 18 ára aldri“ þannig að samningurinn verndar þær sem og fullorðnar konur. Hann kveður á um réttindi brotaþola og skyldur opinberra aðila til að vernda og aðstoða þær sem verða fyrir ofbeldi, fræða almenning, stjórnvöld og fagaðila, fyrirbyggja ofbeldi og bjóða ofbeldismönnum upp á meðferð. Samningurinn nær yfir nánast allar tegundir ofbeldis, líkamlegt og andlegt, kynferðislega áreitni og umsáturselti (e. stalking) að ekki sé minnst á kynferðisofbeldi þar með taldar nauðganir. Síðan er tekið á sérstökum brotum eins og nauðungarhjónaböndum, limlestingum á kynfærum kvenna og nauðungarfóstureyðingum. Grundvallaratriði samningsins er að stjórnvöld móti heildstæða stefnu sem nái til allra þeirra þátta sem samningurinn kveður á um.Engin heildstæð aðgerðaáætlun Hér á landi er ekki í gildi nein heildstæð aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi, eingöngu áætlun sem snýr að kynferðisofbeldi gegn börnum. Sú fyrsta og eina sem hér hefur verið samþykkt rann út í árslok 2011. Ýmsar aðgerðir eru þó í gangi eins og t.d. Suðurnesjaverkefnið og samstarfsteymi um heimilisofbeldi en að mínum dómi er þetta ástand óviðunandi. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru komnar með þriðju og fjórðu áætlunina enda hafa þær gefið góða raun. Verkefnin hrópa á okkur og umræðu er þörf. Er það t.d. eðlilegt að það séu félagasamtök sem bera hitann og þungann af ráðgjöf og aðstoð við brotaþola? Sitja konur og börn á landinu öllu við sama borð? Kynbundið ofbeldi er ekki síst lýðheilsumál sem er samfélaginu mjög dýrt og kostar einstaklinga og fjölskyldur, ekki síst börn, miklar þjáningar. Á þeim verður að taka. Istanbúlsamningurinn mun vonandi koma skikki á meðferð mála, treysta forvarnir og tryggja þjónustu við brotaþola. Því er brýnt að innleiða hann sem allra fyrst. Ég skora á ríkisstjórn Íslands að spýta í lófana og ljúka nauðsynlegum aðgerðum þannig að hægt verði að fullgilda Istanbúlsamninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2011 lauk vinnu við gerð Samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Samningurinn er kenndur við borgina Istanbúl þar sem hann var formlega samþykktur. Nú hafa 14 ríki innleitt samninginn, sem þýðir að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða þannig að fullnægjandi teljist til að fullgilda hann. Ísland hefur enn ekki lokið því verki en hinar Norðurlandaþjóðirnar eru ýmist búnar að því eða rétt að ljúka innleiðingu. Fleiri ríki munu bætast í hópinn á næstunni. Istanbúlsamningurinn er viðamikill samningur sem beinist að því að fyrirbyggja og kveða niður hin ýmsu og ótrúlega útbreiddu form ofbeldis gegn konum. Orðið kona nær samkvæmt samningnum einnig yfir „stúlkur undir 18 ára aldri“ þannig að samningurinn verndar þær sem og fullorðnar konur. Hann kveður á um réttindi brotaþola og skyldur opinberra aðila til að vernda og aðstoða þær sem verða fyrir ofbeldi, fræða almenning, stjórnvöld og fagaðila, fyrirbyggja ofbeldi og bjóða ofbeldismönnum upp á meðferð. Samningurinn nær yfir nánast allar tegundir ofbeldis, líkamlegt og andlegt, kynferðislega áreitni og umsáturselti (e. stalking) að ekki sé minnst á kynferðisofbeldi þar með taldar nauðganir. Síðan er tekið á sérstökum brotum eins og nauðungarhjónaböndum, limlestingum á kynfærum kvenna og nauðungarfóstureyðingum. Grundvallaratriði samningsins er að stjórnvöld móti heildstæða stefnu sem nái til allra þeirra þátta sem samningurinn kveður á um.Engin heildstæð aðgerðaáætlun Hér á landi er ekki í gildi nein heildstæð aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi, eingöngu áætlun sem snýr að kynferðisofbeldi gegn börnum. Sú fyrsta og eina sem hér hefur verið samþykkt rann út í árslok 2011. Ýmsar aðgerðir eru þó í gangi eins og t.d. Suðurnesjaverkefnið og samstarfsteymi um heimilisofbeldi en að mínum dómi er þetta ástand óviðunandi. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru komnar með þriðju og fjórðu áætlunina enda hafa þær gefið góða raun. Verkefnin hrópa á okkur og umræðu er þörf. Er það t.d. eðlilegt að það séu félagasamtök sem bera hitann og þungann af ráðgjöf og aðstoð við brotaþola? Sitja konur og börn á landinu öllu við sama borð? Kynbundið ofbeldi er ekki síst lýðheilsumál sem er samfélaginu mjög dýrt og kostar einstaklinga og fjölskyldur, ekki síst börn, miklar þjáningar. Á þeim verður að taka. Istanbúlsamningurinn mun vonandi koma skikki á meðferð mála, treysta forvarnir og tryggja þjónustu við brotaþola. Því er brýnt að innleiða hann sem allra fyrst. Ég skora á ríkisstjórn Íslands að spýta í lófana og ljúka nauðsynlegum aðgerðum þannig að hægt verði að fullgilda Istanbúlsamninginn.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar