Innleiðum Istanbúlsamninginn Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 6. desember 2014 07:00 Árið 2011 lauk vinnu við gerð Samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Samningurinn er kenndur við borgina Istanbúl þar sem hann var formlega samþykktur. Nú hafa 14 ríki innleitt samninginn, sem þýðir að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða þannig að fullnægjandi teljist til að fullgilda hann. Ísland hefur enn ekki lokið því verki en hinar Norðurlandaþjóðirnar eru ýmist búnar að því eða rétt að ljúka innleiðingu. Fleiri ríki munu bætast í hópinn á næstunni. Istanbúlsamningurinn er viðamikill samningur sem beinist að því að fyrirbyggja og kveða niður hin ýmsu og ótrúlega útbreiddu form ofbeldis gegn konum. Orðið kona nær samkvæmt samningnum einnig yfir „stúlkur undir 18 ára aldri“ þannig að samningurinn verndar þær sem og fullorðnar konur. Hann kveður á um réttindi brotaþola og skyldur opinberra aðila til að vernda og aðstoða þær sem verða fyrir ofbeldi, fræða almenning, stjórnvöld og fagaðila, fyrirbyggja ofbeldi og bjóða ofbeldismönnum upp á meðferð. Samningurinn nær yfir nánast allar tegundir ofbeldis, líkamlegt og andlegt, kynferðislega áreitni og umsáturselti (e. stalking) að ekki sé minnst á kynferðisofbeldi þar með taldar nauðganir. Síðan er tekið á sérstökum brotum eins og nauðungarhjónaböndum, limlestingum á kynfærum kvenna og nauðungarfóstureyðingum. Grundvallaratriði samningsins er að stjórnvöld móti heildstæða stefnu sem nái til allra þeirra þátta sem samningurinn kveður á um.Engin heildstæð aðgerðaáætlun Hér á landi er ekki í gildi nein heildstæð aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi, eingöngu áætlun sem snýr að kynferðisofbeldi gegn börnum. Sú fyrsta og eina sem hér hefur verið samþykkt rann út í árslok 2011. Ýmsar aðgerðir eru þó í gangi eins og t.d. Suðurnesjaverkefnið og samstarfsteymi um heimilisofbeldi en að mínum dómi er þetta ástand óviðunandi. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru komnar með þriðju og fjórðu áætlunina enda hafa þær gefið góða raun. Verkefnin hrópa á okkur og umræðu er þörf. Er það t.d. eðlilegt að það séu félagasamtök sem bera hitann og þungann af ráðgjöf og aðstoð við brotaþola? Sitja konur og börn á landinu öllu við sama borð? Kynbundið ofbeldi er ekki síst lýðheilsumál sem er samfélaginu mjög dýrt og kostar einstaklinga og fjölskyldur, ekki síst börn, miklar þjáningar. Á þeim verður að taka. Istanbúlsamningurinn mun vonandi koma skikki á meðferð mála, treysta forvarnir og tryggja þjónustu við brotaþola. Því er brýnt að innleiða hann sem allra fyrst. Ég skora á ríkisstjórn Íslands að spýta í lófana og ljúka nauðsynlegum aðgerðum þannig að hægt verði að fullgilda Istanbúlsamninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Árið 2011 lauk vinnu við gerð Samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Samningurinn er kenndur við borgina Istanbúl þar sem hann var formlega samþykktur. Nú hafa 14 ríki innleitt samninginn, sem þýðir að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða þannig að fullnægjandi teljist til að fullgilda hann. Ísland hefur enn ekki lokið því verki en hinar Norðurlandaþjóðirnar eru ýmist búnar að því eða rétt að ljúka innleiðingu. Fleiri ríki munu bætast í hópinn á næstunni. Istanbúlsamningurinn er viðamikill samningur sem beinist að því að fyrirbyggja og kveða niður hin ýmsu og ótrúlega útbreiddu form ofbeldis gegn konum. Orðið kona nær samkvæmt samningnum einnig yfir „stúlkur undir 18 ára aldri“ þannig að samningurinn verndar þær sem og fullorðnar konur. Hann kveður á um réttindi brotaþola og skyldur opinberra aðila til að vernda og aðstoða þær sem verða fyrir ofbeldi, fræða almenning, stjórnvöld og fagaðila, fyrirbyggja ofbeldi og bjóða ofbeldismönnum upp á meðferð. Samningurinn nær yfir nánast allar tegundir ofbeldis, líkamlegt og andlegt, kynferðislega áreitni og umsáturselti (e. stalking) að ekki sé minnst á kynferðisofbeldi þar með taldar nauðganir. Síðan er tekið á sérstökum brotum eins og nauðungarhjónaböndum, limlestingum á kynfærum kvenna og nauðungarfóstureyðingum. Grundvallaratriði samningsins er að stjórnvöld móti heildstæða stefnu sem nái til allra þeirra þátta sem samningurinn kveður á um.Engin heildstæð aðgerðaáætlun Hér á landi er ekki í gildi nein heildstæð aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi, eingöngu áætlun sem snýr að kynferðisofbeldi gegn börnum. Sú fyrsta og eina sem hér hefur verið samþykkt rann út í árslok 2011. Ýmsar aðgerðir eru þó í gangi eins og t.d. Suðurnesjaverkefnið og samstarfsteymi um heimilisofbeldi en að mínum dómi er þetta ástand óviðunandi. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru komnar með þriðju og fjórðu áætlunina enda hafa þær gefið góða raun. Verkefnin hrópa á okkur og umræðu er þörf. Er það t.d. eðlilegt að það séu félagasamtök sem bera hitann og þungann af ráðgjöf og aðstoð við brotaþola? Sitja konur og börn á landinu öllu við sama borð? Kynbundið ofbeldi er ekki síst lýðheilsumál sem er samfélaginu mjög dýrt og kostar einstaklinga og fjölskyldur, ekki síst börn, miklar þjáningar. Á þeim verður að taka. Istanbúlsamningurinn mun vonandi koma skikki á meðferð mála, treysta forvarnir og tryggja þjónustu við brotaþola. Því er brýnt að innleiða hann sem allra fyrst. Ég skora á ríkisstjórn Íslands að spýta í lófana og ljúka nauðsynlegum aðgerðum þannig að hægt verði að fullgilda Istanbúlsamninginn.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar