Fjölbreyttir jólamarkaðir um helgina Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2014 09:00 Vísir/Vilhelm Önnur helgi aðventunnar er gengin í garð og nóg um að vera. Fjölbreytt framboð er af skemmtilegum og spennandi jólamörkuðum víðs vegar um bæ og borg. Kjörið er að gera sér dagamun, keyra út fyrir bæjarmörkin, skoða falleg tálguð tréleikföng eða styðja við unga og upprennandi hönnuði í miðbæ Reykjavíkur. Af nógu er að taka og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á mörkuðum helgarinnar.Jólasýning árbæjarsafnsins Það verður margt um að vera á árlegri jólasýningu Árbæjarsafns sem verður opnuð á morgun. Sýningin stendur yfir næstu sunnudaga fram að jólum frá klukkan eitt. Laufabrauð verður skorið út, músastigar föndraðir, dansað í kringum tendrað jólatré og margt fleira sem er víst að blæs hinum eina sanna jólaanda í brjóst gesta.Vísir/StefánTálguð tréleikföng í Ásgarði Falleg tálguð tréleikföng eru kjörin gjöf fyrir yngstu kynslóðina. Á árlegum jólamarkaði Ásgarðs í dag verður leikfangalína handverkstæðisins meðal annars til sölu í húsnæði þeirra að Álafossvegi 22. Markaðurinn verður opnaður klukkan tólf og auk tréleikfanga verða ýmsar jólalegar veigar seldar gegn vægu gjaldi. Notaleg stund í Mosfellsbæ með fallegu handverki, skemmtilegum félagsskap og heitu súkkulaði.Uppboð Góða hirðisins Góði hirðirinn verður með uppboð á skemmtilegum og óvenjulegum munum í dag. Uppboðið hefst klukkan hálf tólf og verður verslun Góða hirðisins opin frá tíu um morguninn. Í versluninni er oft hægt að finna fágæta fjársóði sem komið gætu á óvart í jólapakkanum. Allur ágóði af sölunni rennur til styrktarfélagsins Lífs.Vísir/StefánHandverk og tré í Heiðmörk Jólamarkaðurinn á Elliðavatni er kjörinn áfangastaður fyrir þá sem vilja komast út fyrir amstur borgarinnar um helgina. Markaðurinn er opinn allar helgar fram að jólum frá klukkan ellefu. Úrval af íslensku handverki, íslensk jólatré og eldiviður er meðal þess sem er í boði. Í notalegum trjálundi rétt hjá verður varðeldur kveiktur og aldrei að vita nema Sveinki kíki í heimsókn.Pop-up-jóla markaður PopUp Verzlun stendur fyrir fjölbreyttum jólahönnunarmarkaði í porti Hafnarhússins um helgina. Fjöldi íslenskra hönnuða verður samankominn og hér er kjörið tækifæri til þess að skoða spennandi íslenska hönnun og koma nokkrum jólagjöfum frá. Kaffiþyrstir þurfa ekki að örvænta því Reykjavík Roasters verða einnig á svæðinu með pop-up-kaffihús. Markaðurinn byrjar klukkan ellefu báða dagana og verður einnig opin helgina 20-21. desember.Vísir/ValliUngir og upprennandi hönnuðir Ungir og upprennandi hönnuðir úr Listaháskóla Íslands verða með jólamarkað á Lofti hosteli. Markaðurinn byrjar í dag og stendur til þrettánda desember. Til sölu verður ýmis hönnun á góðu verði og kjörið að kíkja niður í bæ í jólastemminguna, styðja við framtíðarhönnuði landsins og græja í leiðinni nokkrar frumlegar jólagjafir.Beint frá býli í Fákaseli Íslenskur matur beint frá býli verður í hávegum hafður á jólamarkaði í hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi. Einnig verður ýmiss konar íslenskt handverk á boðstólnum. Jólasveinar kíkja í heimsókn og íslenski hesturinn verður á svæðinu og eiga börnin kost á því að skella sér á bak. Það er kjörið að skella sér í laugardagsbíltúr og kíkja á markaðinn en Fákasel er í um hálftíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Önnur helgi aðventunnar er gengin í garð og nóg um að vera. Fjölbreytt framboð er af skemmtilegum og spennandi jólamörkuðum víðs vegar um bæ og borg. Kjörið er að gera sér dagamun, keyra út fyrir bæjarmörkin, skoða falleg tálguð tréleikföng eða styðja við unga og upprennandi hönnuði í miðbæ Reykjavíkur. Af nógu er að taka og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á mörkuðum helgarinnar.Jólasýning árbæjarsafnsins Það verður margt um að vera á árlegri jólasýningu Árbæjarsafns sem verður opnuð á morgun. Sýningin stendur yfir næstu sunnudaga fram að jólum frá klukkan eitt. Laufabrauð verður skorið út, músastigar föndraðir, dansað í kringum tendrað jólatré og margt fleira sem er víst að blæs hinum eina sanna jólaanda í brjóst gesta.Vísir/StefánTálguð tréleikföng í Ásgarði Falleg tálguð tréleikföng eru kjörin gjöf fyrir yngstu kynslóðina. Á árlegum jólamarkaði Ásgarðs í dag verður leikfangalína handverkstæðisins meðal annars til sölu í húsnæði þeirra að Álafossvegi 22. Markaðurinn verður opnaður klukkan tólf og auk tréleikfanga verða ýmsar jólalegar veigar seldar gegn vægu gjaldi. Notaleg stund í Mosfellsbæ með fallegu handverki, skemmtilegum félagsskap og heitu súkkulaði.Uppboð Góða hirðisins Góði hirðirinn verður með uppboð á skemmtilegum og óvenjulegum munum í dag. Uppboðið hefst klukkan hálf tólf og verður verslun Góða hirðisins opin frá tíu um morguninn. Í versluninni er oft hægt að finna fágæta fjársóði sem komið gætu á óvart í jólapakkanum. Allur ágóði af sölunni rennur til styrktarfélagsins Lífs.Vísir/StefánHandverk og tré í Heiðmörk Jólamarkaðurinn á Elliðavatni er kjörinn áfangastaður fyrir þá sem vilja komast út fyrir amstur borgarinnar um helgina. Markaðurinn er opinn allar helgar fram að jólum frá klukkan ellefu. Úrval af íslensku handverki, íslensk jólatré og eldiviður er meðal þess sem er í boði. Í notalegum trjálundi rétt hjá verður varðeldur kveiktur og aldrei að vita nema Sveinki kíki í heimsókn.Pop-up-jóla markaður PopUp Verzlun stendur fyrir fjölbreyttum jólahönnunarmarkaði í porti Hafnarhússins um helgina. Fjöldi íslenskra hönnuða verður samankominn og hér er kjörið tækifæri til þess að skoða spennandi íslenska hönnun og koma nokkrum jólagjöfum frá. Kaffiþyrstir þurfa ekki að örvænta því Reykjavík Roasters verða einnig á svæðinu með pop-up-kaffihús. Markaðurinn byrjar klukkan ellefu báða dagana og verður einnig opin helgina 20-21. desember.Vísir/ValliUngir og upprennandi hönnuðir Ungir og upprennandi hönnuðir úr Listaháskóla Íslands verða með jólamarkað á Lofti hosteli. Markaðurinn byrjar í dag og stendur til þrettánda desember. Til sölu verður ýmis hönnun á góðu verði og kjörið að kíkja niður í bæ í jólastemminguna, styðja við framtíðarhönnuði landsins og græja í leiðinni nokkrar frumlegar jólagjafir.Beint frá býli í Fákaseli Íslenskur matur beint frá býli verður í hávegum hafður á jólamarkaði í hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi. Einnig verður ýmiss konar íslenskt handverk á boðstólnum. Jólasveinar kíkja í heimsókn og íslenski hesturinn verður á svæðinu og eiga börnin kost á því að skella sér á bak. Það er kjörið að skella sér í laugardagsbíltúr og kíkja á markaðinn en Fákasel er í um hálftíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni.
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira