Notkunin og misnotkunin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. júlí 2014 06:00 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað frumvarp á Alþingi í haust, um afnám einkasölu ríkisins á áfengum drykkjum. Með frumvarpinu er lagt til að sala sterks áfengis, léttvíns og bjórs verði heimil í verzlunum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um t.d. frágang vörunnar, aldur afgreiðslufólks og viðskiptavina og fleira slíkt. Svipuð mál hafa komið fram á Alþingi af og til undanfarin ár, en ekki hlotið brautargengi. Nú gæti orðið breyting á; samkvæmt fréttum okkar á Stöð 2 eru að minnsta kosti 30 þingmenn af 63 líklegir til að styðja frumvarpið. Augljósustu rökin fyrir því að afnema ríkiseinokun á útsölu áfengis eru einfaldlega að það eigi ekki við að hið opinbera vasist sjálft í sölu á þessari neyzluvöru fremur en öðrum. Ríkiseinkasala á ýmsum öðrum varningi, til dæmis útvarpstækjum, hefur fyrir löngu verið aflögð og þætti hlægilegt ef einhverjum dytti í hug í dag að taka hana upp að nýju. Þessi rök virðast Vilhjálmi þó ekki efst í huga; hann segist hugsa þetta mikið út frá landsbyggðarsjónarmiðum. Þannig myndi áfengissala styrkja rekstrargrundvöll smærri búða á landsbyggðinni og jafnframt gætu lítil brugghús úti um land selt framleiðslu sína sjálf, í stað þess að þurfa að stóla á að hún hljóti náð í reynslusölu ÁTVR. Vilhjálmur bendir líka á að þetta myndi auka þjónustu við íbúa landsbyggðarinnar og ferðamenn, sem koma auðvitað af fjöllum þegar þeim er sagt að þeir geti þurft að aka á milli byggðarlaga og hitta á takmarkaðan afgreiðslutíma ef þá langar að kaupa sér bjórkippu. Loks bendir þingmaðurinn á að þessi aðgerð myndi stroka út kostnað ríkisins af rekstri ÁTVR. Tekjum sínum af sölu áfengis í landinu getur ríkið í rauninni ráðið áfram með álagningu áfengisgjalda. Þetta eru allt góð rök. En þá koma á móti rök þeirra sem segja að aukið aðgengi að áfengi auki neyzlu á því, sem sé slæmt. Er það endilega svo? Undanfarin ár hefur neyzla áfengis vissulega vaxið mjög mikið. En hafa áfengisvandamálin vaxið í sama hlutfalli? Neyzlan hefur um leið breytzt – færzt úr sterkum drykkjum yfir í léttvín og bjór. Er það slæmt? Með því að einblína á áframhaldandi ríkiseinkasölu í smásölu sem leið til að minnka aðgengi að áfengi er líka verið að horfa framhjá því að aðgengið hefur stóraukizt undanfarin ár með margfaldri fjölgun vínveitingastaða. Af hverju er í lagi að kaupa sér rauðvín með steikinni á veitingastað en alls ekki í lagi að kaupa sér rauðvín í búðinni þar sem maður kaupir sér steik til að borða heima? Umræðan um þessi mál verður gjarnan þeirri ranghugmynd að bráð, að það eigi að leitast við að takmarka alla áfengisnotkun, í stað þess að reyna að sporna gegn misnotkun áfengis. Staðreyndin er sú að meirihlutinn fer vel með vín, þótt minnihluti eigi í vandræðum með það. Kröftum ríkisvaldsins er betur varið í baráttu gegn misnotkuninni með forvörnum og meðferðarúrræðum en til að reka sérstakt einokunarapparat fyrir eina neyzluvöru til að skaprauna neytendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað frumvarp á Alþingi í haust, um afnám einkasölu ríkisins á áfengum drykkjum. Með frumvarpinu er lagt til að sala sterks áfengis, léttvíns og bjórs verði heimil í verzlunum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um t.d. frágang vörunnar, aldur afgreiðslufólks og viðskiptavina og fleira slíkt. Svipuð mál hafa komið fram á Alþingi af og til undanfarin ár, en ekki hlotið brautargengi. Nú gæti orðið breyting á; samkvæmt fréttum okkar á Stöð 2 eru að minnsta kosti 30 þingmenn af 63 líklegir til að styðja frumvarpið. Augljósustu rökin fyrir því að afnema ríkiseinokun á útsölu áfengis eru einfaldlega að það eigi ekki við að hið opinbera vasist sjálft í sölu á þessari neyzluvöru fremur en öðrum. Ríkiseinkasala á ýmsum öðrum varningi, til dæmis útvarpstækjum, hefur fyrir löngu verið aflögð og þætti hlægilegt ef einhverjum dytti í hug í dag að taka hana upp að nýju. Þessi rök virðast Vilhjálmi þó ekki efst í huga; hann segist hugsa þetta mikið út frá landsbyggðarsjónarmiðum. Þannig myndi áfengissala styrkja rekstrargrundvöll smærri búða á landsbyggðinni og jafnframt gætu lítil brugghús úti um land selt framleiðslu sína sjálf, í stað þess að þurfa að stóla á að hún hljóti náð í reynslusölu ÁTVR. Vilhjálmur bendir líka á að þetta myndi auka þjónustu við íbúa landsbyggðarinnar og ferðamenn, sem koma auðvitað af fjöllum þegar þeim er sagt að þeir geti þurft að aka á milli byggðarlaga og hitta á takmarkaðan afgreiðslutíma ef þá langar að kaupa sér bjórkippu. Loks bendir þingmaðurinn á að þessi aðgerð myndi stroka út kostnað ríkisins af rekstri ÁTVR. Tekjum sínum af sölu áfengis í landinu getur ríkið í rauninni ráðið áfram með álagningu áfengisgjalda. Þetta eru allt góð rök. En þá koma á móti rök þeirra sem segja að aukið aðgengi að áfengi auki neyzlu á því, sem sé slæmt. Er það endilega svo? Undanfarin ár hefur neyzla áfengis vissulega vaxið mjög mikið. En hafa áfengisvandamálin vaxið í sama hlutfalli? Neyzlan hefur um leið breytzt – færzt úr sterkum drykkjum yfir í léttvín og bjór. Er það slæmt? Með því að einblína á áframhaldandi ríkiseinkasölu í smásölu sem leið til að minnka aðgengi að áfengi er líka verið að horfa framhjá því að aðgengið hefur stóraukizt undanfarin ár með margfaldri fjölgun vínveitingastaða. Af hverju er í lagi að kaupa sér rauðvín með steikinni á veitingastað en alls ekki í lagi að kaupa sér rauðvín í búðinni þar sem maður kaupir sér steik til að borða heima? Umræðan um þessi mál verður gjarnan þeirri ranghugmynd að bráð, að það eigi að leitast við að takmarka alla áfengisnotkun, í stað þess að reyna að sporna gegn misnotkun áfengis. Staðreyndin er sú að meirihlutinn fer vel með vín, þótt minnihluti eigi í vandræðum með það. Kröftum ríkisvaldsins er betur varið í baráttu gegn misnotkuninni með forvörnum og meðferðarúrræðum en til að reka sérstakt einokunarapparat fyrir eina neyzluvöru til að skaprauna neytendum.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun