Menntun, réttlæti og starf kennarans Höfundar eru háskólakennarar. skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Fréttablaðið birti klausu 15. janúar sem bar yfirskriftina „Verkefni kennara orðin of mörg“ með glefsum úr viðtali við Ólaf Loftsson, formann Félags grunnskólakennara. Haft er eftir Ólafi að það komi honum ekki á óvart að niðurstöður rannsóknar (Erlu Daggar Kristjánsdóttur) „sýni að börn á gráu svæði fái ekki nægan stuðning í grunnskólum“ og „að fjármagn vanti til að framkvæma hugmyndafræðina um skóla án aðgreiningar“. Enn fremur að „kennarar sinni mörgum öðrum verkefnum en kennslu, verkefnum sem ættu að heyra undir félagsmálayfirvöld og jafnvel heilbrigðiskerfið“. Til að bregðast við þessu þurfi að auka fjármagn til grunnskóla, ellegar „horfast í augu við að við séum komin of langt með þessa hugmyndafræði [skóla án aðgreiningar], spóla til baka og fækka þessum ætluðu verkefnum kennara.“ Formaðurinn virðist vera að undirbúa kjaraviðræður ella er rökfærslan sérkennileg. Það gengur kraftaverki næst að upplýsingar úr síðustu PISA-könnun benda til þess „að nemendum virðist almennt líða vel í grunnskólum landsins“. Kennarar og annað starfsfólk skóla eiga heiður skilinn fyrir störf sín á erfiðum tímum. List kennara er að vinna með einstaklingana og hópinn í senn – barnið allt, eiginleikar þess, kostir, vankantar og hæfileikar eru í brennidepli ekki síður en bekkurinn og skólinn sem heild. Góðir kennarar hólfa ekki verkefni sín niður eftir því hvort þeir telji þau heyra undir þennan eða hinn opinbera málaflokkinn. Þvert á móti beina þeir athygli að nemendum sínum sem einstaklingum og fullgildum þátttakendum í lærdómssamfélagi skólanna.Þurfum að hafa stefnu Í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 mynda sex grunnþættir kjarna íslenskrar menntastefnu: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Skólastefnan „skóli án aðgreiningar“ eða „skóli margbreytileikans“ snýst um þessa þætti. Skóli án aðgreiningar er skóli sem leitast við að vinna í anda hugsjóna um heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, félagslegt réttlæti, gæðanám og kennslu, hvert sem viðfangsefnið er. Enda þótt menntapólitískar stefnur gangi aldrei fullkomlega upp í ófullkomnum heimi, þá þurfum við að hafa stefnu til að vita hvert ferðinni er heitið. Án stefnu er ókleift að fjarlægja hindranir á námi og þátttöku nemenda og starfsfólks í skólasamfélaginu. Skóli án aðgreiningar snýst ekki um tiltekna hópa nemenda heldur um alla nemendur, kennara og starfsfólk skólanna. Stefnan varðar líka foreldra og samfélagið. Hún snýst um það hvers konar samfélag við viljum. Er það ekki samfélag þar sem hæfileikar allra fá að njóta sín, þar sem menn búa við lýðræði og mannréttindi í hversdagslífinu, samfélag sem einkennist af gagnkvæmri virðingu, samhjálp og félagslegu réttlæti? Stefna er ekki hið sama og framkvæmd. Sífellt fleiri kennarar vinna saman við undirbúning, kennslu og mat á starfinu með fjölbreyttum hópum nemenda. Þeir láta greiningarflokka, uppruna, kynhneigð, húðlit eða trú ekki byrgja sér sýn á einstaka nemendur heldur leggja áherslu á að allir nemendur séu velkomnir í skólann. Frekar en að gefa því undir fótinn að við séum komin of langt með stefnuna um skóla án aðgreiningar væri nær að kalla eftir því að stjórnvöld styðji kennara og efli þá með því að treysta ríkjandi skólastefnu í sessi. Brynja Elisabeth Halldórsdóttir Dóra S. Bjarnason Hermína Gunnþórsdóttir Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Kristín Aðalsteinsdóttir Ólafur Páll Jónsson Rúnar Sigþórsson Trausti Þorsteinsson háskólakennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti klausu 15. janúar sem bar yfirskriftina „Verkefni kennara orðin of mörg“ með glefsum úr viðtali við Ólaf Loftsson, formann Félags grunnskólakennara. Haft er eftir Ólafi að það komi honum ekki á óvart að niðurstöður rannsóknar (Erlu Daggar Kristjánsdóttur) „sýni að börn á gráu svæði fái ekki nægan stuðning í grunnskólum“ og „að fjármagn vanti til að framkvæma hugmyndafræðina um skóla án aðgreiningar“. Enn fremur að „kennarar sinni mörgum öðrum verkefnum en kennslu, verkefnum sem ættu að heyra undir félagsmálayfirvöld og jafnvel heilbrigðiskerfið“. Til að bregðast við þessu þurfi að auka fjármagn til grunnskóla, ellegar „horfast í augu við að við séum komin of langt með þessa hugmyndafræði [skóla án aðgreiningar], spóla til baka og fækka þessum ætluðu verkefnum kennara.“ Formaðurinn virðist vera að undirbúa kjaraviðræður ella er rökfærslan sérkennileg. Það gengur kraftaverki næst að upplýsingar úr síðustu PISA-könnun benda til þess „að nemendum virðist almennt líða vel í grunnskólum landsins“. Kennarar og annað starfsfólk skóla eiga heiður skilinn fyrir störf sín á erfiðum tímum. List kennara er að vinna með einstaklingana og hópinn í senn – barnið allt, eiginleikar þess, kostir, vankantar og hæfileikar eru í brennidepli ekki síður en bekkurinn og skólinn sem heild. Góðir kennarar hólfa ekki verkefni sín niður eftir því hvort þeir telji þau heyra undir þennan eða hinn opinbera málaflokkinn. Þvert á móti beina þeir athygli að nemendum sínum sem einstaklingum og fullgildum þátttakendum í lærdómssamfélagi skólanna.Þurfum að hafa stefnu Í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 mynda sex grunnþættir kjarna íslenskrar menntastefnu: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Skólastefnan „skóli án aðgreiningar“ eða „skóli margbreytileikans“ snýst um þessa þætti. Skóli án aðgreiningar er skóli sem leitast við að vinna í anda hugsjóna um heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, félagslegt réttlæti, gæðanám og kennslu, hvert sem viðfangsefnið er. Enda þótt menntapólitískar stefnur gangi aldrei fullkomlega upp í ófullkomnum heimi, þá þurfum við að hafa stefnu til að vita hvert ferðinni er heitið. Án stefnu er ókleift að fjarlægja hindranir á námi og þátttöku nemenda og starfsfólks í skólasamfélaginu. Skóli án aðgreiningar snýst ekki um tiltekna hópa nemenda heldur um alla nemendur, kennara og starfsfólk skólanna. Stefnan varðar líka foreldra og samfélagið. Hún snýst um það hvers konar samfélag við viljum. Er það ekki samfélag þar sem hæfileikar allra fá að njóta sín, þar sem menn búa við lýðræði og mannréttindi í hversdagslífinu, samfélag sem einkennist af gagnkvæmri virðingu, samhjálp og félagslegu réttlæti? Stefna er ekki hið sama og framkvæmd. Sífellt fleiri kennarar vinna saman við undirbúning, kennslu og mat á starfinu með fjölbreyttum hópum nemenda. Þeir láta greiningarflokka, uppruna, kynhneigð, húðlit eða trú ekki byrgja sér sýn á einstaka nemendur heldur leggja áherslu á að allir nemendur séu velkomnir í skólann. Frekar en að gefa því undir fótinn að við séum komin of langt með stefnuna um skóla án aðgreiningar væri nær að kalla eftir því að stjórnvöld styðji kennara og efli þá með því að treysta ríkjandi skólastefnu í sessi. Brynja Elisabeth Halldórsdóttir Dóra S. Bjarnason Hermína Gunnþórsdóttir Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Kristín Aðalsteinsdóttir Ólafur Páll Jónsson Rúnar Sigþórsson Trausti Þorsteinsson háskólakennarar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar