Viðskiptin afgreidd á innan við tveimur tímum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2014 11:58 Magnús Ármann í héraðsdómi í morgun. Vísir/FBJ „Hvenær actually kemur að þessum viðskiptum man ég ekki en ég held það hafi byrjað með símtali sem ég fékk þann 30. september klukkan 16:08,“ sagði Magnús Ármann, eigandi eignarhaldsfélagsins Imon ehf, í vitnisburði sínum í samnefndu sakamáli fyrir héraðsdómi í dag. Imon fékk lánaða rúma fimm milljarða króna frá Landsbanka Íslands í lok september 2008 til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Magnús var lengi með réttarstöðu sakbornings í málinu en sérstakur saksóknari hætti rannsókn á hans hluta í febrúar árið 2011. Magnús lýsti í vitnisburði sínum aðdraganda lántökunnar og sagðist hafa annað hvort dögum, vikum eða mánuðum áður lýst áhuga á því að taka stöðu í bankanum og hafði verið í miklu sambandi við marga háttsetta starfsmenn bankans. Hann var þá kallaður á fund í bankanum samdægurs með Árna Maríassyni, fyrrverandi yfirmanni á fyrirtækjasviði, þar sem viðskiptin voru afgreidd á innan við tveimur klukkustundum. Bréfin sjálf voru sett að veði fyrir láninu auk einu eignar félagsins Imon sem voru bréf í Byr sparisjóði. Magnús sagði að á þessum tíma hafi hlutabréfaverð farið lækkandi og hann hafi séð í því „tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ „Það var turbulance á markaði og hlutabréfaverð hafi lækkað mjög mikið,“ sagði Magnús. Hann sagðist hafa rætt við marga, bæði innan bankans og utan, um markaðsverð almennt og stöðu bankans. „Þegar ég sé að hlutabréf hefur lækkað niður um um það bil 50 prósent þá fer ég að spyrja starfsfólk að því hvort það sé hugsanlega komið tækifæri til að kaupa í bankanum – er botninum hugsanlega náð í krísunni?“ Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti og eru þau Sigurjón Þ Árnason fyrrverandi bankastjóri, Elín sigfúsdóttir fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaupin sem raunveruleg viðskipti. Ekki var annað að heyra á Magnúsi í dag en að honum hafi verið full alvara með kaupum sínum á þessum hlutabréfum. Hann sagði Imon ennþá starfandi félag í dag en ekki undir því nafni. Vitnaleiðslur halda áfram í dag en meðal þeirra sem munu gefa skýrslur eru feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, einir stærstu eigendur Landsbanka Íslands og Halldór Kristjánsson fyrrverandi bankastjóri bankans. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
„Hvenær actually kemur að þessum viðskiptum man ég ekki en ég held það hafi byrjað með símtali sem ég fékk þann 30. september klukkan 16:08,“ sagði Magnús Ármann, eigandi eignarhaldsfélagsins Imon ehf, í vitnisburði sínum í samnefndu sakamáli fyrir héraðsdómi í dag. Imon fékk lánaða rúma fimm milljarða króna frá Landsbanka Íslands í lok september 2008 til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Magnús var lengi með réttarstöðu sakbornings í málinu en sérstakur saksóknari hætti rannsókn á hans hluta í febrúar árið 2011. Magnús lýsti í vitnisburði sínum aðdraganda lántökunnar og sagðist hafa annað hvort dögum, vikum eða mánuðum áður lýst áhuga á því að taka stöðu í bankanum og hafði verið í miklu sambandi við marga háttsetta starfsmenn bankans. Hann var þá kallaður á fund í bankanum samdægurs með Árna Maríassyni, fyrrverandi yfirmanni á fyrirtækjasviði, þar sem viðskiptin voru afgreidd á innan við tveimur klukkustundum. Bréfin sjálf voru sett að veði fyrir láninu auk einu eignar félagsins Imon sem voru bréf í Byr sparisjóði. Magnús sagði að á þessum tíma hafi hlutabréfaverð farið lækkandi og hann hafi séð í því „tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ „Það var turbulance á markaði og hlutabréfaverð hafi lækkað mjög mikið,“ sagði Magnús. Hann sagðist hafa rætt við marga, bæði innan bankans og utan, um markaðsverð almennt og stöðu bankans. „Þegar ég sé að hlutabréf hefur lækkað niður um um það bil 50 prósent þá fer ég að spyrja starfsfólk að því hvort það sé hugsanlega komið tækifæri til að kaupa í bankanum – er botninum hugsanlega náð í krísunni?“ Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti og eru þau Sigurjón Þ Árnason fyrrverandi bankastjóri, Elín sigfúsdóttir fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaupin sem raunveruleg viðskipti. Ekki var annað að heyra á Magnúsi í dag en að honum hafi verið full alvara með kaupum sínum á þessum hlutabréfum. Hann sagði Imon ennþá starfandi félag í dag en ekki undir því nafni. Vitnaleiðslur halda áfram í dag en meðal þeirra sem munu gefa skýrslur eru feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, einir stærstu eigendur Landsbanka Íslands og Halldór Kristjánsson fyrrverandi bankastjóri bankans.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18
Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18
„Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41