Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2014 13:18 Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. vÍSIR/STEFÁN „Það mun koma í ljós að hann er algerlega saklaus og það eru engin sönnunargögn sem gefa minnstu vísbendingu um sekt,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans við upphaf aðalmeðferðar í Imon málinu svokallaða sem hófst í morgun. Málið er höfðað af embætti sérstaks saksóknara þar sem þau Sigurjón, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans eru ákærð í tengslum við sölu bankans á bréfum í sjálfum sér með 5 milljarða króna láni til félagsins Imon ehf. sem var í eigu Magnúsar Ármann. Málflutningurinn hófst á því að verjendur ákærður gerðu stuttlega grein fyrir afstöðu skjólstæðinga sinna. Sigurður sagði einnig að við rannsókn málsins hefði allan tímann verið stuðst við rangar lánareglur sem ekki hefðu verið í gildi í bankanum þegar lánveitingin átti sér stað.Löng rannsóknHelga Melkorka Óttarsdóttir, verjandi Elínar, sagði einnig að svo virtist sem það hefði gætt misskilnings um gildissvið útlánareglna , en stór munur hafi verið á þeim reglum sem giltu hjá Landsbankanum og hjá öðrum lánastofnunum á þessum tíma. Þannig hafi stjórn bankans ekki komið að útlánum og þessi mál með allt öðrum hætti í Landsbankanum heldur en í öðrum málum sem flutt hafa verið. „Þarna var ekki veruleg fjártjónshætta, bankinn var betur settur eftir á, ekkert fjármagn fór út úr bankanum og frekari tryggingar fengust,“ sagði Helga Melkorka ennfremur um málið. Hún gagnrýndi ennfremur framgöngu embættis sérstaks saksóknara við rannsókn málsins. Þannig hefðu tölvukerfi Landsbankans ekki verið könnuð til hlítar og grundvallar hagsmunum um málshraða hafi ekki verið fylgt. Þá hafi símtölum sem hleruð voru ekki verið eytt með réttum hætti eins og ákærðu ættu rétt á.visir/stefánInnihaldslítið og rýrt ákæruskjalLárentínus Kristjánsson, verjandi Steinþórs, sagðist eiga í töluverðum vandræðum með að átta sig á því fyrir hvað Steinþór er ákærður. Hann hafi óskað eftir því að fá fund með sérstökum saksóknara til að fá skýringar á því en hafi ekki fengið. Sú háttsemi sem hann sé sakaður um sé lagaskylda, en hann tilkynnti um sölu hlutabréfanna til Kauphallarinnar. „Ekki er ákært í ákæruskjali hvað hann hefði þá átt að gera – átti hann alls eki að gera það,“ spurði Lárentínus í dag og vísaði til þess að miðlarar hefðu áður verið ákærðir fyrir það einmitt að tilkynna ekki slík viðskipti. „Það er óskiljanlegt hvernig hann [Steinþór] er dreginn inn í þetta mál, ég hef alrei séð jafn innihaldslítið og rýrt ákæruskjal og þetta,“ sagði Lárentínus og sagðist sannfærður um að væri dómurinn ekki nú þegar sannfærður um sakleysi skjólstæðings síns þá myndi hann verða það undir rekstrinum. Eftir þennan stutta forflutning verjendanna var komið að skýrslutöku af ákærðu. Sigurjón Þ. Árnason var fyrstur en skýrslutaka yfir honum stóð sleitulaust í fjórar klukkustundir. Hann byrjaði einnig á því að ávarpa dóminn stuttlega áður en hann svaraði spurningum ákæruvaldsins. Sigurjón fór um víðan völl bæði í ræðu sinni og svörum sínum og átti fulltrúi ákæruvaldsins oft erfitt með að koma að spurningum sínum. Hann sló oft á létta strengi, en þrátt fyrir var að ljóst var mikið í mun að koma öllum þeim upplýsingum sem mögulegt var að framfæri.visir/stefánStórir fjárfestar þora í svona andrúmslofti Meðal þess sem fram kom í máli Sigurjóns var að hann skildi ekki af hverju hann væri ákærður fyrir umboðssvik í þessu máli fyrir að hafa ekki borið lánveitinguna undir bankaráð. Reglur bankans um hvaða lán væru borin undir bankaráð væru öðruvísi en annars staðar og einu lánveitingarnar sem sem færu fyrir bankaráð væri mál sem sneru að eigendum bankans. Útlánareglur bankans hafi verið samdar af honum og Halldóri J. Kristjánssyni sem var bankastjóri Landsbankans á sama tíma og Sigurjón. „Ég er búinn að fara í yfirheyrslur, verið handtekinn og stungið í steininn, það var hleraður hjá mér síminn, gerð húsleit heima hjá mér og þið fóruð í bankann og náðuð í 80 pappakassa, ekkert litla kassa en samt er bara eitt skjal í málinu sem snýr að mér þar sem kemur fram að ég skrifaði undir þetta lán sem ég er búinn að segja frá byrjun að ég hafi gert,“ sagði Sigurjón. Hann sagði að á þessum tíma, eftir að Glitnir var fallinn og það legið fyrir að ekki yrði að fyrirhugaðri sameiningu Byrs og Glitnis, að þarna hafi myndast tækifæri fyrir Landsbankann að fara „þétt upp að Byr“ en Imon ehf. átti mikið af bréfum í Byr. „Maður leit á það sem mjög strategískt að fara þétt upp að þeim,“ sagði Sigurjón. Hann sagði að á þessum tíma hafi menn verið að halda að sér höndum í útlánum í erlendri mynt en þau hafi haldið áfram í íslenskum krónum. Þau hafi þó verið minni heldur en áður, þar sem vöxturinn var gríðarlegur. Ákæruvaldið spurði hvort það hefði verið mikill söluþrýstingur á bréf í bankanum á þessum tíma. Sigurjón sagðist ekki þekkja þetta hugtak; söluþrýstingur. „Það er þannig í fallandi markaði eru litlir fjárfestar hræddir en einstakir stórir fjárfestar þora að kaupa. Þetta vita allir sem hafa unnið á markaði, ef leigubílstjórinn og konan í mötuneytinu eru farin að tala um hvað það eru mikil tækifæri á markaði, þá á að selja. Stóru fjárfestarnir sjá tækifærin þegar bréf eru á leiðinni niður, Magnús Ármann er dæmi um svona fjárfesti,“ sagði Sigurjón. Hann sagði að við svona aðstæður kæmi eftirspurn í „kögglum“, það væru bara stórir fjárfestar sem þyrðu að fjárfesta. Það væri ekkert grunsamlegt við það að stórir fjárfestar vildu fjárfesta í aðstæðum eins og þeim sem hefðu verið uppi haustið 2008 – það væri innbyggt í kerfið. Hann sagðist oft eiga erfitt með að muna nákvæmar tímalengdir frá þessum tíma, dagarnir hefðu verið langir og örfáir dagar hefðu liðið eins og margar vikur. „Maður vann frá átta til tólf alla daga, kemur heim og það eru allir farnir að sofa og þú ferð aftur um morguninn og enginn er vaknaður,“ sagði Sigurjón um dagana í miðju bankahruninu haustið 2008.Upplifði Magnús Ármann heiðarlegan mann Aðspurður um það hvers vegna bankinn hafi átt svona mikið af bréfum í sjálfum sér sagði Sigurjón að það hefði bara verið stefnan, en hann hafi ekki komið neitt að þeim ákvörðunum. „Mín vegna máttu þeir eiga 0%, mín vegna máttu þeir eiga allt í Glitni eða Kaupþingi – eða nei ekki í Kaupþingi, mér hefur alltaf verið illa við þá,“ sagði Sigurjón og hló við. Hann sagðist á þessum tíma hafa upplifað Magnús Ármann sem heiðarlegan mann sem var með þessum viðskiptum að koma með fullt af tryggingum inn í bankann. „Imon var mjög gott félag, allt í kringum það hið besta mál,“ sagði Sigurjón. „Að mínu mati stendur ekki steinn yfir steini í þessu máli og það gagnvart okkur öllum, ekki bara mér,“ sagði Sigurjón að lokum við skýrslugjöf sína. Skýrslutaka yfir Steinþóri og Elínu verður haldið áfram eftir hádegi í dag. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Það mun koma í ljós að hann er algerlega saklaus og það eru engin sönnunargögn sem gefa minnstu vísbendingu um sekt,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans við upphaf aðalmeðferðar í Imon málinu svokallaða sem hófst í morgun. Málið er höfðað af embætti sérstaks saksóknara þar sem þau Sigurjón, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans eru ákærð í tengslum við sölu bankans á bréfum í sjálfum sér með 5 milljarða króna láni til félagsins Imon ehf. sem var í eigu Magnúsar Ármann. Málflutningurinn hófst á því að verjendur ákærður gerðu stuttlega grein fyrir afstöðu skjólstæðinga sinna. Sigurður sagði einnig að við rannsókn málsins hefði allan tímann verið stuðst við rangar lánareglur sem ekki hefðu verið í gildi í bankanum þegar lánveitingin átti sér stað.Löng rannsóknHelga Melkorka Óttarsdóttir, verjandi Elínar, sagði einnig að svo virtist sem það hefði gætt misskilnings um gildissvið útlánareglna , en stór munur hafi verið á þeim reglum sem giltu hjá Landsbankanum og hjá öðrum lánastofnunum á þessum tíma. Þannig hafi stjórn bankans ekki komið að útlánum og þessi mál með allt öðrum hætti í Landsbankanum heldur en í öðrum málum sem flutt hafa verið. „Þarna var ekki veruleg fjártjónshætta, bankinn var betur settur eftir á, ekkert fjármagn fór út úr bankanum og frekari tryggingar fengust,“ sagði Helga Melkorka ennfremur um málið. Hún gagnrýndi ennfremur framgöngu embættis sérstaks saksóknara við rannsókn málsins. Þannig hefðu tölvukerfi Landsbankans ekki verið könnuð til hlítar og grundvallar hagsmunum um málshraða hafi ekki verið fylgt. Þá hafi símtölum sem hleruð voru ekki verið eytt með réttum hætti eins og ákærðu ættu rétt á.visir/stefánInnihaldslítið og rýrt ákæruskjalLárentínus Kristjánsson, verjandi Steinþórs, sagðist eiga í töluverðum vandræðum með að átta sig á því fyrir hvað Steinþór er ákærður. Hann hafi óskað eftir því að fá fund með sérstökum saksóknara til að fá skýringar á því en hafi ekki fengið. Sú háttsemi sem hann sé sakaður um sé lagaskylda, en hann tilkynnti um sölu hlutabréfanna til Kauphallarinnar. „Ekki er ákært í ákæruskjali hvað hann hefði þá átt að gera – átti hann alls eki að gera það,“ spurði Lárentínus í dag og vísaði til þess að miðlarar hefðu áður verið ákærðir fyrir það einmitt að tilkynna ekki slík viðskipti. „Það er óskiljanlegt hvernig hann [Steinþór] er dreginn inn í þetta mál, ég hef alrei séð jafn innihaldslítið og rýrt ákæruskjal og þetta,“ sagði Lárentínus og sagðist sannfærður um að væri dómurinn ekki nú þegar sannfærður um sakleysi skjólstæðings síns þá myndi hann verða það undir rekstrinum. Eftir þennan stutta forflutning verjendanna var komið að skýrslutöku af ákærðu. Sigurjón Þ. Árnason var fyrstur en skýrslutaka yfir honum stóð sleitulaust í fjórar klukkustundir. Hann byrjaði einnig á því að ávarpa dóminn stuttlega áður en hann svaraði spurningum ákæruvaldsins. Sigurjón fór um víðan völl bæði í ræðu sinni og svörum sínum og átti fulltrúi ákæruvaldsins oft erfitt með að koma að spurningum sínum. Hann sló oft á létta strengi, en þrátt fyrir var að ljóst var mikið í mun að koma öllum þeim upplýsingum sem mögulegt var að framfæri.visir/stefánStórir fjárfestar þora í svona andrúmslofti Meðal þess sem fram kom í máli Sigurjóns var að hann skildi ekki af hverju hann væri ákærður fyrir umboðssvik í þessu máli fyrir að hafa ekki borið lánveitinguna undir bankaráð. Reglur bankans um hvaða lán væru borin undir bankaráð væru öðruvísi en annars staðar og einu lánveitingarnar sem sem færu fyrir bankaráð væri mál sem sneru að eigendum bankans. Útlánareglur bankans hafi verið samdar af honum og Halldóri J. Kristjánssyni sem var bankastjóri Landsbankans á sama tíma og Sigurjón. „Ég er búinn að fara í yfirheyrslur, verið handtekinn og stungið í steininn, það var hleraður hjá mér síminn, gerð húsleit heima hjá mér og þið fóruð í bankann og náðuð í 80 pappakassa, ekkert litla kassa en samt er bara eitt skjal í málinu sem snýr að mér þar sem kemur fram að ég skrifaði undir þetta lán sem ég er búinn að segja frá byrjun að ég hafi gert,“ sagði Sigurjón. Hann sagði að á þessum tíma, eftir að Glitnir var fallinn og það legið fyrir að ekki yrði að fyrirhugaðri sameiningu Byrs og Glitnis, að þarna hafi myndast tækifæri fyrir Landsbankann að fara „þétt upp að Byr“ en Imon ehf. átti mikið af bréfum í Byr. „Maður leit á það sem mjög strategískt að fara þétt upp að þeim,“ sagði Sigurjón. Hann sagði að á þessum tíma hafi menn verið að halda að sér höndum í útlánum í erlendri mynt en þau hafi haldið áfram í íslenskum krónum. Þau hafi þó verið minni heldur en áður, þar sem vöxturinn var gríðarlegur. Ákæruvaldið spurði hvort það hefði verið mikill söluþrýstingur á bréf í bankanum á þessum tíma. Sigurjón sagðist ekki þekkja þetta hugtak; söluþrýstingur. „Það er þannig í fallandi markaði eru litlir fjárfestar hræddir en einstakir stórir fjárfestar þora að kaupa. Þetta vita allir sem hafa unnið á markaði, ef leigubílstjórinn og konan í mötuneytinu eru farin að tala um hvað það eru mikil tækifæri á markaði, þá á að selja. Stóru fjárfestarnir sjá tækifærin þegar bréf eru á leiðinni niður, Magnús Ármann er dæmi um svona fjárfesti,“ sagði Sigurjón. Hann sagði að við svona aðstæður kæmi eftirspurn í „kögglum“, það væru bara stórir fjárfestar sem þyrðu að fjárfesta. Það væri ekkert grunsamlegt við það að stórir fjárfestar vildu fjárfesta í aðstæðum eins og þeim sem hefðu verið uppi haustið 2008 – það væri innbyggt í kerfið. Hann sagðist oft eiga erfitt með að muna nákvæmar tímalengdir frá þessum tíma, dagarnir hefðu verið langir og örfáir dagar hefðu liðið eins og margar vikur. „Maður vann frá átta til tólf alla daga, kemur heim og það eru allir farnir að sofa og þú ferð aftur um morguninn og enginn er vaknaður,“ sagði Sigurjón um dagana í miðju bankahruninu haustið 2008.Upplifði Magnús Ármann heiðarlegan mann Aðspurður um það hvers vegna bankinn hafi átt svona mikið af bréfum í sjálfum sér sagði Sigurjón að það hefði bara verið stefnan, en hann hafi ekki komið neitt að þeim ákvörðunum. „Mín vegna máttu þeir eiga 0%, mín vegna máttu þeir eiga allt í Glitni eða Kaupþingi – eða nei ekki í Kaupþingi, mér hefur alltaf verið illa við þá,“ sagði Sigurjón og hló við. Hann sagðist á þessum tíma hafa upplifað Magnús Ármann sem heiðarlegan mann sem var með þessum viðskiptum að koma með fullt af tryggingum inn í bankann. „Imon var mjög gott félag, allt í kringum það hið besta mál,“ sagði Sigurjón. „Að mínu mati stendur ekki steinn yfir steini í þessu máli og það gagnvart okkur öllum, ekki bara mér,“ sagði Sigurjón að lokum við skýrslugjöf sína. Skýrslutaka yfir Steinþóri og Elínu verður haldið áfram eftir hádegi í dag.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira