Mikilvægi ráðgjafar í eineltismálum Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2014 15:30 Sá eða sú sem upplifir einelti á vinnustað er ekki ein/n þó svo að hann/hún kannski haldi það. Rannsóknir sýna okkur að einelti á vinnustöðum er staðreynd. Sá sem upplifir einelti er þolandi ofbeldis (þá ofbeldis sem oft er vel falið), en áhrif ofbeldis á einstaklinga eru vel þekkt. Þolendur ofbeldis upplifa oft mikla skömm. Þeir skammast sín fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum og gera sig ábyrga fyrir þeim. Þeir upplifa sektarkennd og kvíða. Mörgum finnst t.d. erfitt að mæta til vinnu á morgnana. Þeir sofa kannski illa og finna fyrir streitu, jafnvel þunglyndiseinkennum. Einnig geta verið til staðar líkamleg vandkvæði eins og höfuðverkir, magaverkir og hækkaður blóðþrýstingur. Það er ljóst að ofangreind áhrif eineltis eru alvarleg og skerða mjög lífsgæði fólks. Að auki hefur einelti áhrif á einkalíf þolenda, svo sem samskipti þeirra við vini, fjölskyldu og maka.Þolendur forðast að segja frá En hvað skýrir þá tilhneigingu þolenda að tala ekki um ofbeldið, fela það og jafnvel sætta sig við það svo mánuðum skiptir (sem oft er raunin)? Jú, það er eðli ofbeldisaðstæðna. Margir búa t.d við heimilisofbeldi í mörg ár áður en nokkur verður þess var. Gerendur brjóta þolendur sína niður smátt og smátt og þolendurnir vilja ekki að aðrir viti af ofbeldinu. Þolendur eineltis eru oft líka hræddir við að segja frá, t.d. vegna ótta við hvað gerandinn muni gera og/eða að enginn muni trúa þeim. Þá vilja margir vinnustaðir ekki vita af einelti og hunsa mál sem koma upp. Það er því ekkert skrítið að þolendur tali ekki um eineltið og er það í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýna að oftar en ekki er þolendum refsað (t.d. sagt upp) og gerendum jafnvel umbunað (t.d. með stöðuhækkun).Hvað er til ráða? Mikilvægt er að sá eða sú sem upplifir einelti geti rætt málið við einhvern sem tekur hana/hann trúanlega/n, hvort sem sá aðili er innan vinnustaðarins eða utan hans. Það er ekki víst að vinnustaðurinn viðurkenni vandann og taki á málum með þeim hætti sem þolandinn býst við eða vill. Þess vegna er oft gott að ræða við þriðja aðila til að finna út hvað best sé að gera. Best er að ræða við sérfræðinga á þessu sviði eða einstaklinga sem þekkja til vandans. Einkum er mikilvægt að þolandinn fái staðfestingu á því að hann beri ekki ábyrgð á hegðun gerandans. Slík staðfesting auðveldar honum þau skref sem á eftir koma, þ.e. að bæta líðan sína og aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Sá eða sú sem upplifir einelti á vinnustað er ekki ein/n þó svo að hann/hún kannski haldi það. Rannsóknir sýna okkur að einelti á vinnustöðum er staðreynd. Sá sem upplifir einelti er þolandi ofbeldis (þá ofbeldis sem oft er vel falið), en áhrif ofbeldis á einstaklinga eru vel þekkt. Þolendur ofbeldis upplifa oft mikla skömm. Þeir skammast sín fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum og gera sig ábyrga fyrir þeim. Þeir upplifa sektarkennd og kvíða. Mörgum finnst t.d. erfitt að mæta til vinnu á morgnana. Þeir sofa kannski illa og finna fyrir streitu, jafnvel þunglyndiseinkennum. Einnig geta verið til staðar líkamleg vandkvæði eins og höfuðverkir, magaverkir og hækkaður blóðþrýstingur. Það er ljóst að ofangreind áhrif eineltis eru alvarleg og skerða mjög lífsgæði fólks. Að auki hefur einelti áhrif á einkalíf þolenda, svo sem samskipti þeirra við vini, fjölskyldu og maka.Þolendur forðast að segja frá En hvað skýrir þá tilhneigingu þolenda að tala ekki um ofbeldið, fela það og jafnvel sætta sig við það svo mánuðum skiptir (sem oft er raunin)? Jú, það er eðli ofbeldisaðstæðna. Margir búa t.d við heimilisofbeldi í mörg ár áður en nokkur verður þess var. Gerendur brjóta þolendur sína niður smátt og smátt og þolendurnir vilja ekki að aðrir viti af ofbeldinu. Þolendur eineltis eru oft líka hræddir við að segja frá, t.d. vegna ótta við hvað gerandinn muni gera og/eða að enginn muni trúa þeim. Þá vilja margir vinnustaðir ekki vita af einelti og hunsa mál sem koma upp. Það er því ekkert skrítið að þolendur tali ekki um eineltið og er það í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýna að oftar en ekki er þolendum refsað (t.d. sagt upp) og gerendum jafnvel umbunað (t.d. með stöðuhækkun).Hvað er til ráða? Mikilvægt er að sá eða sú sem upplifir einelti geti rætt málið við einhvern sem tekur hana/hann trúanlega/n, hvort sem sá aðili er innan vinnustaðarins eða utan hans. Það er ekki víst að vinnustaðurinn viðurkenni vandann og taki á málum með þeim hætti sem þolandinn býst við eða vill. Þess vegna er oft gott að ræða við þriðja aðila til að finna út hvað best sé að gera. Best er að ræða við sérfræðinga á þessu sviði eða einstaklinga sem þekkja til vandans. Einkum er mikilvægt að þolandinn fái staðfestingu á því að hann beri ekki ábyrgð á hegðun gerandans. Slík staðfesting auðveldar honum þau skref sem á eftir koma, þ.e. að bæta líðan sína og aðstæður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar