Kynþokkafullu timburmennirnir Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 11:45 Sannur timburmaður. Vísir Flestir þekkja hugtakið metrosexual en sá stíll ruddi sér til rúms upp úr aldamótunum síðustu. Fyrir þá sem ekki muna, nú eða vilja ekki muna, þá er metrosexual eða metrómaður sá maður sem hugsar einstaklega mikið um útlitið og, eins og margir vildu meina, væru ekki eins karlmannlegir. Metrómaðurinn spáði mikið í tísku, var alltaf nýrakaður, nýklipptur og fór ekki út úr húsi án þess að vera með efni í hárinu. Hann notaði snyrtivörur í svipuðu magni og kvenfólk og var alls óhræddur við að snyrta augabrúnir sínar. Hann ilmaði unaðslega og drakk vín í staðinn fyrir bjór. Tískufyrirmynd þess stíls var meðal annarra fótboltamaðurinn David Beckham. Í dag er það að vera metró á undanhaldi, mörgum til mikillar ánægju, og í staðinn höfum við fengið timburmanninn. Sá stíll er vægast sagt andstæða þess að vera metró. Tískufyrirmynd timburmannsins er enginn annar en skógarhöggsmaðurinn, handlagni maðurinn sem elskar útiveru. Köflótt skyrta, galla-eða flauelsbuxur, grófir vinnuskór, jafnvel vatterað vesti og húfa. Þetta er að sjálfsögðu toppað með vígalegu skeggi. Timburmaðurinn er kynþokka- og dularfullur, sjúskaður en á sama tíma er útlitið útpælt. Nafn timburmannsins kemur frá uppruna hans, skóginum sjálfum, en hefur einnig vísun í grófu Timberland-skóna. Ráma röddin og sjúskað útlitið gefa svo til kynna að hann hafi skemmt sér vel kvöldið áður.Hari segist vera svona töff frá náttúrunnar hendi. Vísir/ValliÁ fjörutíu köflóttar skyrtur „Það kom mér ekki á óvart að ég væri trendsetter, ég er náttúrulegur lumbersexual og á yfir fjörutíu köflóttar skyrtur,“ segir Haraldur Jónsson eða Hari, sem er ljósmyndari og timburmaður. Að eigin sögn er hann frumkvöðull í þessari tísku hér heima og hefur gengið í köflóttum skyrtum síðan 2005. Þá hafi ekki verið um auðugan garð að gresja í skyrtumálum. „Einu skyrturnar sem ég fann þá voru í Hagkaupi og þær voru forljótar,“ segir Hari. Að þessi stíll sé svona vinsæll núna, þykir honum heldur miður þar sem hann þolir ekki að allir séu að verða eins og hann. „Ég á bara mjög erfitt með að sætta mig við það,“ viðurkennir Hari. Aðspurður hvort hann hafi fylgt metrótískunni neitar hann því. „Ég hef samt ekkert á móti því og ef ég þyrfti að kyssa annan karlmann þá myndi ég vilja að hann væri metró.“ Stílfyrirmyndir Hara eru ekki af verri endanum og nefnir hann helsta þá Burt Reynolds og Kurt Russell. „Ég fórnaði einu sinni skegginu fyrir mottu í anda Reynolds. Það var ekki að virka. Motta er minn akkillesarhæll.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Flestir þekkja hugtakið metrosexual en sá stíll ruddi sér til rúms upp úr aldamótunum síðustu. Fyrir þá sem ekki muna, nú eða vilja ekki muna, þá er metrosexual eða metrómaður sá maður sem hugsar einstaklega mikið um útlitið og, eins og margir vildu meina, væru ekki eins karlmannlegir. Metrómaðurinn spáði mikið í tísku, var alltaf nýrakaður, nýklipptur og fór ekki út úr húsi án þess að vera með efni í hárinu. Hann notaði snyrtivörur í svipuðu magni og kvenfólk og var alls óhræddur við að snyrta augabrúnir sínar. Hann ilmaði unaðslega og drakk vín í staðinn fyrir bjór. Tískufyrirmynd þess stíls var meðal annarra fótboltamaðurinn David Beckham. Í dag er það að vera metró á undanhaldi, mörgum til mikillar ánægju, og í staðinn höfum við fengið timburmanninn. Sá stíll er vægast sagt andstæða þess að vera metró. Tískufyrirmynd timburmannsins er enginn annar en skógarhöggsmaðurinn, handlagni maðurinn sem elskar útiveru. Köflótt skyrta, galla-eða flauelsbuxur, grófir vinnuskór, jafnvel vatterað vesti og húfa. Þetta er að sjálfsögðu toppað með vígalegu skeggi. Timburmaðurinn er kynþokka- og dularfullur, sjúskaður en á sama tíma er útlitið útpælt. Nafn timburmannsins kemur frá uppruna hans, skóginum sjálfum, en hefur einnig vísun í grófu Timberland-skóna. Ráma röddin og sjúskað útlitið gefa svo til kynna að hann hafi skemmt sér vel kvöldið áður.Hari segist vera svona töff frá náttúrunnar hendi. Vísir/ValliÁ fjörutíu köflóttar skyrtur „Það kom mér ekki á óvart að ég væri trendsetter, ég er náttúrulegur lumbersexual og á yfir fjörutíu köflóttar skyrtur,“ segir Haraldur Jónsson eða Hari, sem er ljósmyndari og timburmaður. Að eigin sögn er hann frumkvöðull í þessari tísku hér heima og hefur gengið í köflóttum skyrtum síðan 2005. Þá hafi ekki verið um auðugan garð að gresja í skyrtumálum. „Einu skyrturnar sem ég fann þá voru í Hagkaupi og þær voru forljótar,“ segir Hari. Að þessi stíll sé svona vinsæll núna, þykir honum heldur miður þar sem hann þolir ekki að allir séu að verða eins og hann. „Ég á bara mjög erfitt með að sætta mig við það,“ viðurkennir Hari. Aðspurður hvort hann hafi fylgt metrótískunni neitar hann því. „Ég hef samt ekkert á móti því og ef ég þyrfti að kyssa annan karlmann þá myndi ég vilja að hann væri metró.“ Stílfyrirmyndir Hara eru ekki af verri endanum og nefnir hann helsta þá Burt Reynolds og Kurt Russell. „Ég fórnaði einu sinni skegginu fyrir mottu í anda Reynolds. Það var ekki að virka. Motta er minn akkillesarhæll.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira