Þjóðleg Evrópuumræða Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 5. júlí 2014 07:00 Stjórnarskrá Íslands og Evrópumálin eru nátengd umræðuefni. Á þjóðhátíðardaginn kallaði menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, eftir upplýstri samræðu um Evrópumál. Dagurinn sem ráðherrann valdi er fullkomin tímapunktur til að boða opnari Evrópusamræðu í landinu því dagurinn markaði ekki einungis 70 ára afmæli lýðveldisins heldur líka 70 ára afmæli stjórnarskrárinnar.Kjarni fullveldisins og ESB Frá 1994 hafa íslenskar ríkisstjórnir fært okkur nær og nær ESB en fjær og fjær því að geta haft áhrif á þau lög sem við tökum upp. Með aukaaðild að Evrópusambandinu í gegnum EES hefur Ísland veitt ESB svo víðtæk völd yfir innanríkismálum landsins, að það brýtur sennilega gegn stjórnarskránni. Punkturinn er þessi: Eins fjarlægt og menntamálaráðherra vill telja sér trú um að Evrópusambandið sé, þá stendur það svo nærri kjarna íslensks fullveldis að það setur sjálfa stjórnarskrána í uppnám. ESB er ekki eitthvert „langtíburtistan“ – það er partur af hvunndegi allra Íslendinga.E – hér, B – þar – ESB er alls staðar Menntamálaráðherra sagði í þjóðhátíðarræðu sinni „að eðli EES og samband þess við ESB er enn fyrst og fremst byggt á viðskiptalegum og fjármálalegum samskiptum“. Þetta er beinlínis rangt. Þótt EES hafi í fyrstu verið hugsað sem verkfæri til að ná fram viðskiptalegum og fjármálalegum markmiðum nær samningurinn í dag inn á flestöll svið íslensks samfélags. EES er miklu meira en fjórfrelsið. EES er t.d.: Mennta- og menningarmál og vísindi og rannsóknir – þetta á menntamálaráðherra að vita – upplýsinga- og fjölmiðlamál, hugverkaréttur og opinber innkaup. EES snertir líka íslensk samgöngumál, réttarvörslu- og grundvallarréttindi, neytenda- og heilsuvernd, svo fátt eitt sé nefnt. En þrátt fyrir víðtæk áhrif á íslenskt samfélag höfum við nær engin tækifæri til að hafa áhrif á þau lög sem við tökum upp á þessum sviðum. Reyndar höfum við í dag mjög lítið um það að segja hvernig EES-samningurinn þróast.Engin áhrif á framþróun EES Menntamálaráðherra bendir réttilega á að Evrópusambandið er í stöðugri þróun en láist að nefna að EES breytist samhliða ESB. Ráðherrann skautar líka framhjá því að ræða þá lélegu stöðu sem felst í að vera hjálenda í sambandi sem hefur ótrúlega víðtæk áhrif á daglegt líf Íslendinga. Menntamálaráðherra spyr: „Ætlum við að hoppa upp í þennan vagn, vitandi hvert ferðinni er heitið? Viljum við deila verulegum hluta fullveldis okkar með þeim þjóðum sem mynda evrubandalagið? Samrýmist það hagsmunum og sjálfsmynd okkar Íslendinga í bráð og lengd?“ Ég er spyr á móti: Viljum við halda áfram að hristast í lélegri kerru aftan í ESB-rútunni og hafa í ofanálag engin áhrif á fararstjórnina? Ætlum við að halda áfram að afsala okkur fullveldi til ESB án þess að hafa nokkur áhrif á allan þann fjölda málefnasviða sem við gefum eftir fullveldi okkar á? Ráðherrann hefur rétt fyrir sér, við þurfum að spyrja okkur: Viljum við vera þannig land?Hinn valkosturinn Menntamálaráðherra sagði í ræðu sinni: „Við þurfum þá jafnframt að svara eftirfarandi spurningu; hverra annarra kosta eigum við völ á alþjóðavettvangi í alþjóðavæðingunni?“ Spurningunni svarar hann aldrei. Þetta er sama spurning og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna hafa oft fengið. Sennilega hafa þeir oft spurt sig hennar sjálfir. Svarið hafa þeir ekki – enginn þeirra. Menntamálaráðherra segir að sú staðhæfing að „upplýst umræða um aðild okkar Íslendinga að ESB geti ekki farið fram nema við höfum samning í höndunum […] sé í besta falli villandi og í versta falli bæði röng og jafnvel hættuleg.“ Að menntamálaráðherra Íslands skuli leyfa sér að ala á hræðslu við ESB með því að segja að umræða um aðildarsamning geti verið „hættuleg“ á sama tíma og hann boðar upplýsta umræðu um Evrópumál er í besta falli mótsagnakennt hugsunarleysi en í versta falli óboðleg tilraun til þöggunar. Ég hallast að fyrri kostinum og fagna því að ráðherra boði upplýsta samræðu um Evrópumál og vænti þess að við munum sjá ráðherra menntamála leiða slíka umræðu á opinskáan og upplýstan hátt. Íslenskur almenningur hefur ekkert gagn af yfirklóri stjórnvalda um náin tengsl landsins við ESB, sem verða svo augljós í öllum umræðum um breytingar á stjórnarskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Stjórnarskrá Íslands og Evrópumálin eru nátengd umræðuefni. Á þjóðhátíðardaginn kallaði menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, eftir upplýstri samræðu um Evrópumál. Dagurinn sem ráðherrann valdi er fullkomin tímapunktur til að boða opnari Evrópusamræðu í landinu því dagurinn markaði ekki einungis 70 ára afmæli lýðveldisins heldur líka 70 ára afmæli stjórnarskrárinnar.Kjarni fullveldisins og ESB Frá 1994 hafa íslenskar ríkisstjórnir fært okkur nær og nær ESB en fjær og fjær því að geta haft áhrif á þau lög sem við tökum upp. Með aukaaðild að Evrópusambandinu í gegnum EES hefur Ísland veitt ESB svo víðtæk völd yfir innanríkismálum landsins, að það brýtur sennilega gegn stjórnarskránni. Punkturinn er þessi: Eins fjarlægt og menntamálaráðherra vill telja sér trú um að Evrópusambandið sé, þá stendur það svo nærri kjarna íslensks fullveldis að það setur sjálfa stjórnarskrána í uppnám. ESB er ekki eitthvert „langtíburtistan“ – það er partur af hvunndegi allra Íslendinga.E – hér, B – þar – ESB er alls staðar Menntamálaráðherra sagði í þjóðhátíðarræðu sinni „að eðli EES og samband þess við ESB er enn fyrst og fremst byggt á viðskiptalegum og fjármálalegum samskiptum“. Þetta er beinlínis rangt. Þótt EES hafi í fyrstu verið hugsað sem verkfæri til að ná fram viðskiptalegum og fjármálalegum markmiðum nær samningurinn í dag inn á flestöll svið íslensks samfélags. EES er miklu meira en fjórfrelsið. EES er t.d.: Mennta- og menningarmál og vísindi og rannsóknir – þetta á menntamálaráðherra að vita – upplýsinga- og fjölmiðlamál, hugverkaréttur og opinber innkaup. EES snertir líka íslensk samgöngumál, réttarvörslu- og grundvallarréttindi, neytenda- og heilsuvernd, svo fátt eitt sé nefnt. En þrátt fyrir víðtæk áhrif á íslenskt samfélag höfum við nær engin tækifæri til að hafa áhrif á þau lög sem við tökum upp á þessum sviðum. Reyndar höfum við í dag mjög lítið um það að segja hvernig EES-samningurinn þróast.Engin áhrif á framþróun EES Menntamálaráðherra bendir réttilega á að Evrópusambandið er í stöðugri þróun en láist að nefna að EES breytist samhliða ESB. Ráðherrann skautar líka framhjá því að ræða þá lélegu stöðu sem felst í að vera hjálenda í sambandi sem hefur ótrúlega víðtæk áhrif á daglegt líf Íslendinga. Menntamálaráðherra spyr: „Ætlum við að hoppa upp í þennan vagn, vitandi hvert ferðinni er heitið? Viljum við deila verulegum hluta fullveldis okkar með þeim þjóðum sem mynda evrubandalagið? Samrýmist það hagsmunum og sjálfsmynd okkar Íslendinga í bráð og lengd?“ Ég er spyr á móti: Viljum við halda áfram að hristast í lélegri kerru aftan í ESB-rútunni og hafa í ofanálag engin áhrif á fararstjórnina? Ætlum við að halda áfram að afsala okkur fullveldi til ESB án þess að hafa nokkur áhrif á allan þann fjölda málefnasviða sem við gefum eftir fullveldi okkar á? Ráðherrann hefur rétt fyrir sér, við þurfum að spyrja okkur: Viljum við vera þannig land?Hinn valkosturinn Menntamálaráðherra sagði í ræðu sinni: „Við þurfum þá jafnframt að svara eftirfarandi spurningu; hverra annarra kosta eigum við völ á alþjóðavettvangi í alþjóðavæðingunni?“ Spurningunni svarar hann aldrei. Þetta er sama spurning og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna hafa oft fengið. Sennilega hafa þeir oft spurt sig hennar sjálfir. Svarið hafa þeir ekki – enginn þeirra. Menntamálaráðherra segir að sú staðhæfing að „upplýst umræða um aðild okkar Íslendinga að ESB geti ekki farið fram nema við höfum samning í höndunum […] sé í besta falli villandi og í versta falli bæði röng og jafnvel hættuleg.“ Að menntamálaráðherra Íslands skuli leyfa sér að ala á hræðslu við ESB með því að segja að umræða um aðildarsamning geti verið „hættuleg“ á sama tíma og hann boðar upplýsta umræðu um Evrópumál er í besta falli mótsagnakennt hugsunarleysi en í versta falli óboðleg tilraun til þöggunar. Ég hallast að fyrri kostinum og fagna því að ráðherra boði upplýsta samræðu um Evrópumál og vænti þess að við munum sjá ráðherra menntamála leiða slíka umræðu á opinskáan og upplýstan hátt. Íslenskur almenningur hefur ekkert gagn af yfirklóri stjórnvalda um náin tengsl landsins við ESB, sem verða svo augljós í öllum umræðum um breytingar á stjórnarskránni.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar